Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 32
námskeið Helgin 10.-12. janúar 201432 7. - 20. janúar ÖFLUGT FYRIR ALLA  Námskeið Dale CarNegie D ale Carnegie stofnaði fyrirtækið árið 1912 í Bandaríkjunum þegar hann hélt sitt fyrsta námskeið í ræðulist. Námskeiðið þróaðist svo smátt og smátt yfir í að bjóða upp á ýmsar leiðir til að efla sjálfstraust og framkomu en stofnandinn er auk þess hvað þekktastur fyrir að hafa sett saman 30 gullnar reglur um mannleg samskipti. Þessi boð- skapur hans hefur verið arftökum hans innblástur og grunnur starfsins í fyrirtækinu sem sérhæfir sig í að hvetja fólk til dáða og ná hámarksárangri í leik og starfi. Reglur Carnegie fjalla um samskipti fólks og sambönd auk leiðtogahæfni og streitu. Fyrirtækið er með útibú út um allan heim og hefur íslenska útibúið vaxið jafnt og þétt í 48 ár við góðan orðstír. Bókin „Vinsældir og áhrif“ er kjölfestan í nám- skeiðunum auk hinna 30 gullnu samskiptareglna. Fyrirtækið býður upp á ýmiskonar námskeið sem beinast helst að því að efla leiðtogahæfni, ná færni í samskiptum, framkomu og tjáningu, efla tengslanet, læra að forgangsraða og minnka stress. Framboðið er fyrir fólk á öllum aldri, einstaklinga eða fyrirtæki. Núverandi eigendur Dale Carnegie á Íslandi eru þau Jón Jósafat Björnsson og Unnur Magnúsdóttir. Jón Jósafat, annar eigendanna, segir Framakort- in vera góða leið til að kynnast starfinu. „Frama- kortið býður upp á stuttu námskeiðin okkar en þau lengri standa sex til tíu vikur. Tuttugu og tvö þús- und manns hafa sótt þessi lengri námskeið okkar og hafa áhuga á að koma aftur en upplifa eitthvað nýtt. Þessi markhópur sýndi því áhuga að komast á styttri vinnustofur á sama tíma og leikhúskortin voru að slá í gegn. Þannig datt okkur í hug að pakka menntun inn á sama hátt og menn eru að gera þar. Einu sinni á vori og einu sinni á hausti setjum við fram fimmtán til tuttugu vinnustofur. Framakortið er áskriftarleið að þessum vinnustof- um þar sem þú getur valið þér þrjár af þeim sem í boði eru en hver vinnustofa tekur 90 mínútur,“ segir Jósafat og bendir einnig á að það séu í raun tveir markhópar sem þessi kort beinist að. „Það er annars vegar fólkið sem er búið að koma á námskeið til okkar og vill fá meira og þá sérhæfðari leið. Svo eru það allir hinir sem langar til að koma á langt námskeið en horfa á tímann og peningana og ákveða að prófa svona vinnustofu áður en þeir skuldbinda sig í átta vikur. Mjög margir af þeim sem prófa framakortið fara svo á lengra námskeið. Vinnustofurnar miðast við einstaklinga tuttugu ára og eldri og efnið er mjög fjölbreytt. Eitt nám- skeiðið miðast til dæmis við ferðalög og menningu og hvernig þú eigir að bera þig að ef þú vilt mynda góð tengsl í ókunnugu landi. Auk þess eru stjórnendavinnustofur sem ganga út á að finna þinn eigin stjórn- endastíl og stíl annarra líka. En auk þess eru ýmis praktísk námskeið í boði sem henta öllum eins og tímastjórnunarnámskeið.“ Dale Carnegie á Íslandi hefur tekið þátt í rann- sóknum á virkni starfsmanna og komist að því að tuttugu og tvö prósent starfsmanna fyrirtækja eru það sem kallast „óvirkir“. „Já, við höfum verið að vinna að þessum rannsóknum síðastliðin 3 ár í samstarfi við markaðsrannsóknarfyritækið MMR og mælt með þeim virkni starfandi Íslendinga. Þetta er gert með úrtaki úr þjóðskrá og netkönn- un í kjölfarið. Það sem gerir þessa rannsókn ólíka öðrum vinnustaðagreiningum er að þarna erum við að búa til gagnagrunn sem við veljum í handa- hófskennt. Önnur fyrirtæki hafa gert vinnustaða- greiningu í þrjátíu til fjörutíu fyrirtækjum og taka svo niðurstöður þeirra og setja saman í pott sem gefur þá hugmynd um hvað fólki úr þessum til- teknu fyrirtækjum finnst. Við förum aftur á móti þvert yfir allt landið. Niðurstaða okkar er sú að við erum á svipuðu róli og mörg önnur Evrópuríki varðandi óvirkni starfsmanna. Rúmlega tuttugu prósent af starfsfólki fyrirtækja er óvirkt, reyndar er þetta aðeins misjafnt eftir gerð fyrirtækja. Þetta er fólk sem finnur ekki til starfsins sem það er í, er áhugalaust og gjarnan að leita sér að nýrri vinnu. Það eru margir sam- verkandi þættir sem gera starfsmann virkan eða óvirkan og þessir þættir geta breyst frá einum degi til annars. Ákveðnir hlutir í umhverfinu stýra þessari virkni og tengjast oftast næsta yfirmanni. Við erum með námskeið í boði sem eru til þess gerð að virkja ein- staklinga og líka sem hjálpa stjórnend- um að virkja undirmenn.“ Dale Carnegie er ISO vottað fyrir- tæki sem þýðir að það þarf að mæla árangur þjálfunarinnar markvisst og eru öll námskeið þeirra um allan heim metin eftir samskonar kvarða. Í flestum ríkjum Bandaríkjanna eru námskeiðin metin til námseininga í mennta-og háskólum og unnið er að því að fá þau metin á sama hátt hér á landi. Jóni Jósafat finnst að starfsmenn fyrirtækja eigi að vera duglegir að sækja sér endurmenntun og eigi auk þess rétt á því, „menntamál snerta launafólk talsvert og í nýjum kjarasamningum hefur framlag til menntamála frá atvinnurekend- um til launafólks hækkað úr 0.2 % í 0.3 %, sem er 50% hækkun á því framlagi, en í sumum geirum er framlagið upp í 0.6 %. Þetta eru peningar sem eru aðgengilegir fyrir fyrirtæki og launafólk sem vill sækja sér einhverskonar endurmenntun. Þessi menntun þarf að sjálfsögðu að uppfylla ákveðnar gæðakröfur og við uppfyllum þær hjá Dale Carnegie.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is Námskeið sem hjálpa fólki að ná hámarksárangri Rúmlega tuttugu prósent af starfsfólki fyrirtækja er óvirkt.  kyNfræðsla eNDurmeNNtuN HÍ s igríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur heldur námskeiðið „Kjöftum um kynlíf við börn og unglinga“ hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands og er að skrifa bók um sama umfjöllunarefni sem mun koma út á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Sigríðar Daggar eru íslensk ungmenni yngri en meðal viðmiðunarþjóða þegar þau hefja kynmök, eiga fleiri rekkjunauta, smitast oftar af kynsjúkdómum og horfa meira á klám. Þess vegna sé þörf á því að fræða foreldra sem og upp- eldisaðila í að ræða við börn og unglinga um kynlíf. Sigríður segir virka fræðslu seinka kyn- ferðislegri hegðun og gera hana ábyrgari. „Bókin verður miklu ýtarlegri fyrir hvert aldursstig og tekur fyrir dæmi og leiðir í raun for- eldra eftir því hvaða stigi þau hafa áhuga á. Námskeiðið legg- ur meiri áherslu á unglingana og tekur dæmi um hvernig kyn- fræðsla í skólum er í dag. Kyn- fræðsla í skólum þarf að aukast og það þarf að endurskoða efnið sem verið er að kenna. Einnig þarf að styðja betur við kennara og skólahjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður. Segir hún að rannsóknir hafi sýnt að hluti grunnskólakennara eigi erfitt með að sjá um þessa kennslu eða ræða þessi mál við börn og unglinga. „Kynfræðingarnir geta stutt kennarana og skólahjúkr- unarfræðingana því oft fá þeir spurningar sem þeir vita ekki hvernig á að svara og ýmis efni gleymast. Þegar ég hef verið að hjálpa kennurum hef ég bent þeim á ýmsa vinkla og hvernig þeir geta staðið fyrir svörum og hvað krakkarnir eru að pæla því ég er komin með ágætan gagnabanka um kynhegðun unglinga,“ segir Sigríður Dögg. Á Íslandi eru aðeins þrjár konur sem bera titilinn „kyn- fræðingur“ en í dag þarf að fara utan í meistaranám til þess að fá starfsréttindi sem kynfræð- ingur. Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands eru fjölmörg námskeið í boði til þess að bæta persónu- lega hæfni, tungumál, starfs- hæfni, sem og menningu. Sjá á heimasíðunni endurmenntun.is. Það þarf að kjafta við unglinga um kynlíf Íslensk ungmenni eru yngri en meðal viðmiðunarþjóða þegar þau hefja kynmök, horfa á meira klám og smitast oftar af kynsjúkdómum. Sigríður Dögg Arnar- dóttir kynfræð- ingur. Mynd/Hari Jón Jósafat Björnsson. Mynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.