Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 54
Verk Rúnu í hina ýmsu miðla bera sterk höf- undarein- kenni og eru alltaf auðþekkj- anleg. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Jeppi á Fjalli – lýkur í janúar Mary Poppins (Stóra sviðið) Sun 12/1 kl. 13:00 Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó) Fös 10/1 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Lau 18/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda. Síðustu sýningar! Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla  TónlisT Töfrahurðinni hrundið upp með hvelli á sunnudaginn Fjörugir Vínartónleikar í Salnum v ínartónleikar verða í Saln-um í Kópavogi næstkom-andi sunnudag, 12. janúar klukkan 13. „Nú verður Töfra- hurðinni hrundið upp með hvelli og sprengjum, Vínartónlistin mun hljóma og dansinn duna. Síðustu ár hafa Vínartónleikar Töfrahurðar- innar verið í umsjá flautuleikarans Pamela De Sensi og slegið rækilega í gegn,“ segir í tilkynningu en tón- leikarnir í ár verða með veglegu sniði, en nú munu tónskáldin Jóhannes Strauss og Madame Pirruette verða aðal stjörnur tón- leikanna. „Vínarvalsarnir verða leiknir af Skólahljómsveit Kópavogs undir styrkri stjórn Össurar Geirssonar ásamt fjölda gesta; þar má nefna tenórinn Gissur Pál Gissurarson og Ragnhildi Þórhallsdóttur sópran og hina sprellfjörugu listamenn frá Sirkus Íslandi. Einleikarar á picco- loflautu verða Margrét Stefánsdótt- ir og Pamela De Sensi. Þeir sem ekki kunna vals þurfa ekki að örvænta vegna þess að boðið verður upp á danskennslu á staðnum svo allir geti tekið þátt. Nemendur úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar leiða dansinn af sinni alkunnu snilld. Kynnar tón- leikanna eru Kolbrún Anna Björns- dóttir og Sigurþór Heimisson,“ segir enn fremur. Á undan tónleikum, klukkan 12.30, verður boðið upp á barnafor- drykk á torginu, sprell og flugelda. „Við hvetjum alla, unga sem aldna að koma í galakjólum og smóking. Trúðar frá Sirkus Íslandi skemmta tónleikagestum í forsalnum fyrir tónleika og einnig verður boðið upp á andlitsmálun. Nú í ár fagnar Töfrahurðin 5 ára afmæli og þá er sérstaklega við hæfi að láta drauminn rætast og mæta á þessa einstöku Vínar- tónleika. En síðan er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast í þess- ari fjörugu og skapandi tónleika- röð.“ - jh Töfrahurð – fjölskyldutónleikar – verða í Salnum Kópavogi á sunnudaginn.  Tónleikar BlásarakvinTeTT reykjavíkur Kvintettar englanna Blásarakvintett Reykjavíkur hefur nýja árið í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu næstkomandi sunnudag, 12. janúar, klukkan 15.15. Kvintettar Englanna er yfirskrift tón- leikanna en þar verða leiknir Blásara- kvintettar eftir þrjú ensk tónskáld sem lifðu mjög frábrugðnu lífi en tónlist þeirra allra er óumdeilanlega hlustenda- væn um leið og hún er skemmtilega krefjandi fyrir flytjendur, að því er fram kemur í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast á Kvintett í F dúr op. 81 nr. 3 eftir George Onslow (1784–1852). Annar blásarakvintettinn sem fluttur verður er Kvintett í As dúr op. 14 eftir Gustav Holst (1874–1934). Lokaverk tónleikanna verður fjörugur kvintett eftir Malcolm Arnold (1921–2006); Þrír sjóarasöngvar frá 1943. Arnold samdi mörg tónverk bæði fyrir hljómsveit og kammerhópa og hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina Brúin yfir Kwaifljótið. Blásarakvintett Reykjavíkur var stofnaður 1981. Hópurinn hefur haldið tónleika um gervalla Evrópu, Bandaríkin, Asíu og Ástralíu þar sem hann hefur m.a. leikið í Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Óperuhúsinu í Sydney. Hann var tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs árið 1995. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarínetta, Jósef Ognibene horn og Darri Mikaelsson fagott. Rúna og Gestur, eiginmaður hennar, ætluðu sér alltaf að gera listsköpun að ævistarfi og í Hafnarborg gefur nú að líta gott yfirlit yfir langan og fjölbreyttan feril listakonunnar. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir  hafnarBorg sýning rúnu heldur áfram Dvalið lengur hjá djúpu vatni l istakonan Rúna, Sigrún Guðjóns-dóttir, hefur unnið með ýmsan efnivið á löngum ferli og unnið að listsköpun sinni með margvíslegum hætti. Hún hefur meðal annars fengist við skreytingu leirmuna, myndir málaðar á stein- og postulínsflísar og efnismikinn japanskan pappír, bókaskreytingar og auglýsingagerð. Þá hefur hún gert fjölda veggmynda fyrir opinberar byggingar og þá oft í samstarfi við eiginmann sinn, Gest Þorgrímsson. Sýningin Dvalið hjá djúpu vatni stendur yfir í Hafnarborg og hefur verið fram- lengd til 26. janúar. Þar gefur að líta gott yfirlit yfir feril Rúnu en elstu verkin á sýn- ingunni eru frá því í kringum 1950 en þau nýjustu frá þessu ári enda vinnur Rúna enn ótrauð að listsköpun sinni sem hún hefur helgað sig algerlega eftir að hún hætti kennslu upp úr aldamótum. Enn má sífellt sjá nýja þróun í verkum hennar enda er hún óhrædd við að gera tilraunir með myndmál og vinnuaðferðir og sköp- unarþráin jafnsterk og lifandi og áður. Heiti sýningarinnar, Dvalið hjá djúpu vatni, er fengið að láni úr frumgerð ljóðaflokksins um Tímann og vatnið. Vatn táknar oft huga eða hugarástand, en það er líka upphaf og forsenda lífs. Verk Rúnu í hina ýmsu miðla bera sterk höfundareinkenni og eru alltaf auðþekkj- anleg. Maðurinn og mennskan eru áber- andi yrkisefni en mjúk form og ljóðræna einkenna verkin. Áberandi myndefni eru kvenfígúrur, fiskar, fuglar, fjöll og fjara, speglanir og óræð form, en fíngerðar og léttar teikningar hennar bera ótvíræðum hæfileikum vitni. Á sýningunni má sjá dæmi um fjöl- breyttan listferil Rúnu, bæði um frjálsa myndsköpun og hönnunarstörf. Hún hefur komið víða við, verið frumkvöðull í gerð leirmuna á Íslandi, starfað með þekktum og virtum erlendum hönnunar- fyrirtækjum á borð við danska postulíns- fyrirtækið Bing & Grøndahl og Villeroy & Boch þar sem hún hannaði veggflísar á baðherbergi sem síðar voru settar í fjölda- framleiðslu. Myndefnið var í anda fyrri verka hennar, fiskar og fígúrur tengdar hafinu. Rúna er fædd 1926 og hóf nám í Hand- íða- og myndlistarskólanum árið 1942 og lauk þaðan myndmenntakennaraprófi árið 1945. Ári síðar héldu þau Gestur til Kaupmannahafnar og hófu bæði nám við Konunglegu listaakademíuna, hún í mál- aralist, hann í myndmótun. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sýningin Dvalið hjá djúpu vatni í Hafnarborg hefur verið framlengd til 26. janúar en þar gefur að líta yfirlit yfir fjölbreyttan feril listakonunnar Rúnu, Sigrúnar Guðjónsdóttur. Verkin á sýningunni ná yfir allan feril listakonunnar. Þau elstu eru frá því um 1950 en þau nýjustu frá þessu ári. 54 menning Helgin 10.-12. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.