Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 18
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70% Allt a ð ÚTSALA Valencia sett 3+1+1 verð 140.900 áður 4 69.900 Písa-Rín Sófasett 3+1 verð 169.900 áður 286.800 Rúm 153x200 frá 99.000 verð áður 218.900 Bast stólar 9.900 verð áður 24.900 Heilsukoddar 2.900 verð áður 6.900 Hillur 15.900 stærð: 80x206x42 Púðar og fjarstýringavasar verð frá 2.900 nokkrir litir Sjónvarpsskápar 33.500 verð áður 47.900 Skenkur 235x80x52 frá 77.000 verð áður 221.900 Tungusófar frá 125.930 kr Hornsófar frá 143.900 kr Sófasett frá 140.900 kr Edda Sif Pálsdóttir hefur áhyggjur af meiðslum leik­ mannanna en spáir sigri. „Þetta fer auðvitað allt eftir því hverjir spila með. Þetta gæti nú litið betur út, en að því gefnu að til dæmis Guðjón Valur og Aron verði með þá vil ég vera frekar bjartsýn. Auðvitað hefur þetta oft litið betur út. Norska liðið spilaði á æfingamóti um daginn og það gekk ekkert svo vel en Noregur er svona lið sem Ís- land vill alltaf vinna og það skapast oft meiri stemning heldur en gegn öðrum liðum. Það væri auðvitað mjög sterkt fyrir okkur að byrja á því að vinna Noreg, upp á framhaldið en líka fyrir móralinn og sjálfstraust liðs- ins. Ef við vinnum Noreg þá gætum við spilað gegn Ungverjalandi sem við töpuðum eftirminnilega gegn á Ólympíuleikunum svo við ættum alveg að komast í milliriðla en það veltur allt á þessum meiddu mönn- um og því hverjir verða með. Ef þeir verða með þá spái ég sigri.“ Adolf Ingi Erlingsson spáir Íslendingum sigri í ljósi slæmrar frammi­ stöðu Norðmanna í síðustu leikjum. „Ég er ekkert allt of bjartsýnn svona ljósi þess hvað margir leik- menn eiga við meiðsli að stríða. Það var líka smá spark í rassinn að sjá hvernig leikurinn við Þjóðverja fór. Hinsvegar verðum við að líta til þess að Norðmenn hafa átt í dálitlu basli sjálfir. Þeir hafa tapað öllum sínum síðustu leikjum svo þeir virðast ekki vera í sínu besta formi þessa dagana. Því miður hefur maður nú ekki séð leikina þeirra en úrslitin benda til þess að það sé eitthvað að hjá þeim því undirbúningurinn hefur gengið hörmulega. Þeir stein- lágu gegn Dönum og töpuðu gegn Frökkum og meira að segja fyrir Katörum. Hinsvegar gerðu svo Kat- arar og Danir jafntefli svo kannski eru Katarar miklu sterkari en við bjuggumst við.“ Adolf segir þó koma í ljós á sunnu- daginn hvort Norðmenn séu jafn lé- legir og síðustu leikir segja til um. „Við höfum gjarnan unnið þá síð- ustu ár og ég held að við eigum fína möguleika gegn þeim. Þeir horfa væntanlega sömu augum á okkur eftir tapið við Þjóðverja en á móti kemur að Íslendingar unnu bæði Austurríkismenn og Rússa. En þó okkar lið líti vel út þá er maður skít- hræddur vegna meiðslanna sem eru að hrjá. Það hefur bara sýnt sig að ef við ætlum að ná góðum árangri á svona móti þá þurfa allir lykilmenn að vera í góðu standi og það er því miður ekki þannig núna.“ Adolf er samt bjart- sýnn, þrátt fyrir öll meiðslin, og spáir sigri Ís- lendinga. „Út- koman verður 29-27 fyrir Ís- lendinga.“ Hrafnhildur Skúladóttir segir nýja ferska leik­ menn vera okkar helstu von í leiknum og spáir jafntefli. „Ég er svo brjálæðislega bjartsýn alltaf en akkúrat núna er ég það ekki. Þetta hefur bara verið aðeins of mikið af því slæma hjá þeim upp á síðkastið. Það eru svo margir lykilleikmenn meiddir að við erum í raun að tefla algjörlega nýju liði til leiks. Auðvitað er mikilvægt að þessir ungu og óreyndu, sem hafa lítið verið að spila, fái leikreynslu og það verður gaman að fá að fylgj- ast með mönnum eins og Óla Guð- munds sem er búinn að vera að spila frábærlega úti í Svíþjóð en hefur fengið að spreyta sig mjög lítið með landsliðinu. Þessir gæjar sem hafa fengið lítinn spilatíma gætu auðvi- tað bara blómstrað. Þessir strákar kunna allir að spila handbolta en vantar bara reynslu.“ Hrafnhildur segir landsliðið hafa verið mjög sterkt sóknarlega í æf- ingaleikjunum en hefur áhyggjur af vörninni. „Ég hef meiri áhyggjur af vörninni þar sem margir varnar- menn hafa dottið úr liðinu og þeir sem hafa verið að koma inn í stað- inn hafa svo líka verið að meiðast. Það hlýtur bara einhver að vera einhverstaðar með vúdúdúkkur að stinga þá í drasl. Svo heldur þetta áfram því Óli Bjarki, sem hefur ver- ið að spila í Þýskalandi og byrjaði svakalega vel á æfingamótinu, er núna tognaður í nára. Þetta bara hættir ekki.“ Hrafnhildur bendir á að EM sé langsterkasta stórmótið. „Á HM slæðast inn léleg lið sem hægt er að vinna auðveldlega en það er ekki eitt lið á EM sem er ekki gott. Það er mjög mikilvægt að vinna þennan leik til að komast upp úr riðlinum en líka bara til að fá trúna því það er drulluerfitt þegar svona gengur yfir liðið. En þeir eru allir rosalega sterkir karakterar og það verður hægt að berja þá saman, sérstak- lega vegna þess að það eru þarna ungir leikmenn sem vilja sýna hvað í þeim býr og það getur komið okkur áfram. Þrátt fyr- ir öll okkar meiðsl þá hef ég trú á því að þetta verði mjög jafn leikur. Saga okkar í leikjum við Norðmenn er frekar jöfn svo þetta getur alveg dottið öðru hvoru megin. Svo ég ætla að spá jafntefli.“ Bjartsýni þrátt fyrir meiðsli lykilmanna Ástæða er til að hafa áhyggjur af gengi lands­ liðsins því mikil meiðsli hafa herjað á hópinn. Nú kemur í ljós hvernig liðinu gengur að takast á við brotthvarf Ólafs Stefáns­ sonar. Fréttatíminn kannaði hug þriggja sérfræðinga fyrir fyrsta leik. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Það hlýtur bara einhver að vera einhverstaðar með vúdúdúkkur að stinga þá í drasl,“ Hrafnhildur Skúladóttir. 18 handbolti Helgin 10.­12. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.