Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 48

Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 48
48 skák og bridge Helgin 10.-12. janúar 2014  Skák MagnuS CarlSen og ViShy anand, tVær goðSagnir Norska undrið – og indverska byltingin h ver er skákmaður ársins? Jæja, hvað með 23 ára gamlan Norð- mann, sem bar sigurorð af heimsmeistaranum Anand og teflir af slíkum styrkleika að sérfræðingar telja að Magn- us Carlsen hafi byrjað nýtt tímabil í skáksögunni. Hvorki meira né minna. Þetta ævintýrasaga. Nor- egur var ekki mikið skákríki, lengstum. Íslendingar gátu um nokkurt árabil státað af fleiri stórmeisturum en allar aðrar þjóðir Norðurlanda samanlagt. Danir áttu sinn sókndjarfa og sigursæla Lar- sen, Svíar tefldu fram jafnteflisvélinni Ulf Andersson og Finnar státaðu af hinum óbug- andi Westerinen. Íslendingar áttu hinsvegar sjálfan Friðrik Ólafsson, Guðmund Sigur- jónsson, Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Norðmenn voru smáfiskar í skákheimum þangað til Simen Agdestein stormaði fram á sjónarsviðið. Agdestein er fæddur 15. maí 1967 og hefur afrekað margt, því hann spil- aði næstum 100 leiki fyrir norska fótbolta- landsliðið og raðaði inn mörkum. Hann var giftur þingkonunni Marianne Aasen og á með henni tvö börn – þau skildu 2008, svo öllu sé til haga haldið. Simen Agdestein hefur unn- ið þrekvirki við landvinninga skáklistarinnar í Noregi. Hann komst um skeið í hóp bestu skákmanna heims og lamdi þannig á íslenskum skákmeist- urum að enn er munað. Hann var sannkallaður Jóhannes skírari skákarinnar í Noregi, setti á stofn skákskóla og hef- ur unnið þrotlaust að því að út- breiða fagnaðarerindi skákar- innar. Magnus Carlsen er einn af nemendum hans. Á dögunum kom út bókin „Carlsen´s As- sault on the Throne“ eftir Grikkina Vassi- los Kotronias og Sotiris Logothetis. Þetta er sérlega vel skrifuð bók, innihaldsrík og stútfull af upplýsingum, pælingum og frétt- um af því hvernig okkar norski frændi varð 16. heimsmeistarinn í skák. Ekki fer á milli mála að Simen Agdestein á mikinn þátt í því að skapa „norska undrið“. Simen var þjálfari stúfs, fyrirmynd, hvatning. Bróðir fótboltakempunnar, Espen Agde- stein, er framkvæmdastjóri Carlsens. Það er fullt starf, enda er Carlsen einn af hundrað áhrifamestu mönnum heims að mati TIME, eftirsóttur í alla vinsælustu sjónvarpsþætti heims og fyrirsæta hjá þekkt- um tískuhúsum. Svo er hann orðinn auðkýfingur ofan á allt saman, og enginn er líklegur til að ógna veldi hans í bráð. Í bókinni er ítarlega fjallað um áskorendamótið í London í fyrravor, en þar tefldu átta ofurmeistarar um réttinn til að þreyja einvígi við Anand. Alls voru tefldar heilar 14 umferð- ir, og þar endaði Carlsen sem sigurvegari, hálfri hársbreidd á undan hinum mikla Kramnik. Indverska tígrisdýrinu hlýtur að hafa liðið einsog bráð; kannski í fyrsta skipti síðan Anand háði einvígi við jöfurinn Kasparov á síðustu öld. En gleymum því ekki: Anand hefur unn- ið stjarnfræðileg afrek í þágu skákarinnar. Hann er fyrsti stórmeistari Indlands – en þar er einmitt vagga skáklistarinnar; þar fæddist hin göfuga íþrótt fyrir 1500 árum eða svo. Í kjölfar sigra Anands varð hann slík þjóðhetja, að orð brestur til að lýsa. Hann var kjörinn íþróttamaður aldarinnar – hvorki meira né minna – á Indlandi og er dáður um gjörvallt hið stórbrotna og margslungna ríki. Þaðan kemur nú hvert undrabarnið á fætur öðru. Indversk börn og ungmenni sópuðu til sín verðlaunum á heimsmeistaramótinu á dög- unum. Gull er í hávegum haft á Indlandi, en gullverðlaun eru næstum óþekkt, af einhverj- um ástæðum: Indverjar áttu engan heimsmeistara nema Anand, ekki í nokkrum sköp- uðum hlut. Hið mikla ríki hins glóandi málms skartar aðeins einum sigurvegara í gjörvallri sögu Ólympíuleikanna, og það var gullið í 10 metra bogfimi. Indverjar eru í skáksárum, í bili, en Nor- egur er hinsvegar á góðri leið með að verða rétttrúnaðarríki skákgyðjunnar. Þar seljast taflsett í búðum upp, jafnóðum. Allir helstu fjölmiðlar eru undirlagðir af skák, og Magn- us Carlsen gæti boðið sig fram sem kóngur. Skólabörn flykkjast í skák, og í haust verður sjálft Ólympíuskákmótið haldið í Tromsö. Þangað mætir „litla Ísland“ – sokkið vel og rækilega niður heimslistann í bili – en við skulum hugga okkur við, að einhversstaðar í íslenska skólakerfinu (nú, eða leikskólunum) leynist lítill arftaki okkar góða frænda... M inningarmót Bridgefélags Reykja-víkur var helgað Ásmundi Páls-syni og Símoni Símonarsyni, sem voru mjög áberandi alla sína lífstíð í bridge- lífinu á Íslandi. Aðsókn var svo mikil að hús- pláss varð að takmarka hana. Alls mættu 60 pör til leiks og öttu kappi í monradtvímenn- ingi þann 30. desember þar sem spiluð voru 44 spil í 11 umferðum. Þeir félagarnir Örvar Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson unnu þetta jólamót með miklum yfirburðum, vermdu efsta sætið lungann af mótinu og voru með 5% meira skor en parið í öðru sæti. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1 . Örvar Óskarsson – Ómar Freyr Ómarsson 63,8% 2. Gunnlaugur Sævarsson – Kristján Már Gunnarsson 58,8% 3. Guðmundur Sv. Hermannsson – Björn Eysteinsson 56,9% 4. Gabríel Gíslason – Gísli Steingrímsson 56,0% 5. Páll Valdimarsson – Baldvin Valdimarsson 55,1% Spil 43 í síðustu umferð vakti verðskuldaða athygli. Suður var gjafari (enginn á hættu) og spaðasamlega fyrir hendi í NS. Flestir komust að því að tvo hæstu vantaði í laufi og létu geim duga og slemmu vera. Fimm pör létu vaða í spaðaslemmu (af 30) en aðeins tvö fengu að standa þann samning. Vestur átti út og fann í engum tilfellum af þessum fimm slemmum frá fimmlitnum sínum í laufi. Hins vegar er hægt að finna skemmti- lega vinningsleið ef vörnin tekur ekki tvo fyrstu slagina á lauf, þó að hún hafi sjaldnast fundist: Hjartadrottning verður að liggja á undan ÁG, tígull að haga sér (ekki verr en 3-2 skipting) og vestur verður að eiga ann- aðhvort háspilanna í laufi (hann á varla bæði því þá hefði hann tekið þau í upphafi). Sagnhafi tekur tíu slagi, fimm á spaða, fjóra á tígul, hjartakóng og endar í norðri. Vestur er í vandræðum og verður að halda valdi á hjartadrottningu sinni í þriggja spila end- astöðu. Hann verður að halda D10 í hjarta og fara niður á laufkóng blankan. Sagn- hafi spilar laufi frá norðri og vestur, inni á laufkóng, verður að gefa svíningu í hjarta. Það dugar ekki austri að taka slag á laufás og fella kóng vesturs því austur verður þá að spila frá laufi sínu. Hrannar og Runólfur sigurvegarar Að venju var góð þátttaka í jólamóti Bridge- félags Hafnarfjarðar en 57 pör tóku þátt að þessu sinni. Mikil barátta var um efsta sætið og mörg pör vermdu efsta sætið í keppninni. Félagarnir Hrannar Erlingsson og Runólfur Jónsson höfðu sigur að lokum eftir að hafa verið í toppbaráttunni mestallan tímann á meðan mótið fór fram. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Hrannar Erlingsson – Runólfur Þór Jónsson 59,3% 2. Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson 58,8% 3. Ingvar Jónsson – Jón Sigurbjörnsson 58,2% 4. Gunnlaugur Sævarsson – Kristján Már Gunnarsson 57,7% 5. Helgi Bogason – Guðjón Sigurjónsson 57,5% Enn ein skrautfjöður Hjónin Matthías Gísli Þorvaldsson og Ljósbrá Baldursdóttir bættu enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn og unnu öruggan sigur í sveitakeppni á Bridgehátíð Vesturlands sem spiluð var á Hótel Hamri um síðustu helgi. Sveitarfélagar þeirra voru Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigur- hjartarson, sem náðu einnig efsta sæti í bötler útreikningi í frammistöðu para. Þeir skoruðu 2,12 impa að meðaltali í plús í spili í 7 leikjum sem voru 8 spil að lengd. Ljósbrá og Matthías hafa verið sigursæl í mótum undanfarna mánuði. Lokastaða 5 efstu sveita (af 22) í sveitakeppninni varð þannig: 1. Ljósbrá ........................................................................... 152 2. Grábrók .......................................................................... 134 3. Grant Thornton ............................................................. 130 4. Strumparnir .................................................................. 121 5. Skákfjelagið ................................................................... 115 Sunnudaginn 5. janúar var haldin tvímenn- ingskeppni. Þátttaka í henni var töluvert dræmari en í sveitakeppninni og mættu 20 pör til leiks. Fyrrum þingmaðurinn Birkir Jónsson og Guðmundur Baldursson voru hlutskarpastir á endasprettinum, voru í öðru sæti fyrir lokaumferðina og tryggðu sér sigur með góðan árangur í henni. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Guðmundur Baldursson – Birkir Jón Jónsson 58,7% 2. Örvar Óskarsson – Guðni Einarsson 55,9% 3. Guðný Guðjónsdóttir – Harpa Fold Ingólfsdóttir 55,1% 4. Kristján Már Gunnarsson – Gunnlaugur Sævarsson 55,0% 5. Hallgrímur Rögnvaldsson – Guðmundur Ólafsson 54,7%  Bridge JólaMót BridgefélagS reykJaVíkur Yfirburðasigur Örvars og Ómars Freys ♠ ÁD109 ♥ ÁG6 ♦ 9752 ♣ 108 ♠ KG862 ♥ K ♦ ÁKD6 ♣ D43 ♠ 5 ♥ D1074 ♦ G104 ♣ KG765 ♠ 743 ♥ 98532 ♦ 83 ♣ Á92 N S V A Á myndinni eru þau þrjú pör sem skipuðu 3 efstu sætin í minningarmóti BR um Ásmund Pálsson og Símon Símonarson. Frá vinstri eru Björn Eysteins- son og Guðmundur Sveinn Hermannsson sem urðu í þriðja sæti, öruggir sigurvegarar eru Örvar Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson og Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson höfn- uðu í öðru sæti. Ljósmynd/Aðalsteinn Jörgensen. Carlsen. Færir skákina á nýtt stig. Fyrirsæta, auðkýf- ingur, frægðardrengur. Anand. Hóf skákina úr ösku- stó á Indlandi. Þjóðardýrð- lingur á Indlandi, goðsögn í skáksögunni.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.