Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 6
Í sland var í 18. sæti mestu fiskveiðiþjóða heims árið 2011 og í öðru sæti Evrópu-þjóða, á eftir Noregi en á undan Spáni,
að því er fram kemur í tölum Hagstofu Ís-
lands. Árið 2011 var heimsafli 94,6 milljónir
tonna og jókst um 4,6 milljónir tonna frá
árinu 2010, samkvæmt tölum Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
(FAO).
Kínverjar veiddu langmest allra þjóða,
16.046.115 tonn. Perú er næst á listanum
með 8.254.283 tonn og Indónesía er í þriðja
sæti með 5.714.307 tonn. Noregur, mesta
fiskveiðiþjóð Evrópu, er í 11. sæti með
2.433.811 tonn og Ísland, sem fylgir á eftir
Noregi á Evrópulistanum, er í 18. sæti með
1.154.199 tonn, einu sæti ofar en árið 2010.
Spánverjar, sem fylgja Íslendingum í 19.
sæti, veiddu 993.724 tonn.
Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta
einstaka fisktegundin var perúansjósa. Asía
var sú heimsálfa sem átti stærsta hlutann í
heimsaflanum, næst kom Ameríka og svo
Evrópa.
Í fjórða til tíunda sæti mestu fiskveiði-
þjóða heims voru: Bandaríkin, Indland,
Rússland, Japan, Síle, Búrma og Víetnam.
Tvær Evrópuþjóðir til viðbótar við Noreg
og Ísland komast á lista þeirra fiskveiði-
þjóða sem veiða meira en 500 þúsund tonn,
Danmörk í 25. sæti með 716.312 tonn og
Bretland í 27. sæti með 605.097 tonn.
Perúansjósa ber höfuð og herðar yfir
aðrar veiddar tegundir. Af henni veiddust
8.319.597 tonn. Næst kemur Alaskaufsi
en af honum veiddust 3.206.513 tonn. Í
fjórða til 10. sæti eru: Randatúnfiskur, síld,
spænskur makríll, þráðbendill, sardína,
gulugga túnfiskur, japönsk ansjósa og
þorskur. Heildarafli síldar í heiminum
nam 1.778.488 tonnum og af þorski veidd-
ust 1.049.666 tonn. Makríll fylgir síðan
þorskinum í 11. sæti en af honum veiddust
944.748 tonn.
Ef litið er sérstaklega til fiskveiðiþjóða á
okkar svæði, það er að segja Norðaustur-
Atlantshafi, er röð mestu fiskveiðiþjóða á
svæðinu: 1. Noregur, 2. Ísland, 3. Rússland,
4. Danmörk, 5. Bretland, 6. Færeyjar, 7.
Spánn, 8. Frakkland, 9. Írland og 10. Hol-
land.
Frændur okkar og nágrannar, Færey-
ingar, veiddu 350.489 tonn.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Eimskip mikið um að vEra á 100 ára afmælisári
Aldarafmælinu fagnað með ýmsum viðburðum
Eimskipafélag Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu
á árinu en félagið var stofnað þann 17. janúar
1914, þar sem á fimmta hundrað manns komu
saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. Félagið var
nefnt Óskabarn þjóðarinnar í fjölmiðlum lands-
ins.
„Það er skemmtilegt og spennandi ár fram
undan og haldið verður upp á afmælið með ýms-
um viðburðum, stórum sem smáum. Það verður
mikið um að vera. Sjálfur afmælisdagurinn er 17.
janúar og þá verður mikil og glæsileg afmælishá-
tíð haldin í Hörpunni,“ segir Ólafur W. Hand,
forstöðumaður markaðs-og kynningardeildar
Eimskips.
Íslensk dægurtónlist í bland við sögu félagsins
verður flutt á afmælisdaginn í Eldborgarsal Hörp-
unnar þar sem fram koma m.a. Björn Jörundur,
Valdimar, KK, Bubbi Morthens, Sigríður Thorla-
cius, Egill Ólafsson, Magnús Eiríksson, Unn-
steinn Manuel, Eyþór Ingi og Pálmi Gunnarsson.
„Eimskip er elsta skipafélag Íslands og hefur
félagið frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutn-
inga til og frá landinu en í dag býður Eimskip upp
á alhliða flutningsþjónustu um allan heim,“ segir
Ólafur. Eimskip rekur nú skrifstofur í 19 löndum
og hefur umboðsmenn í fjölmörgum öðrum þar
að auki. -jh
Dettifoss á siglingu. Eimskipafélagið
var stofnað fyrir 100 árum.
fiskvEiðar NorEgur og ÍslaNd vEiddu mEst Evrópuþjóða 2011
Ísland í 18. sæti mestu
fiskveiðiþjóða heims
Kínverjar veiða langmest allra þjóða. Perúansjósa veiðist mest. Síld er í fimmta sæti mest veiddu
tegunda, þorskur í því tíunda og makríll í ellefta sæti.
Íslendingar veiddu 1.154.199 tonn af fiski árið 2011 og voru í 18. sæti mestu fiskveiðiþjóða heims en í öðru sæti Evrópuþjóða.
Kyrrahafið
gaf mest-
an afla og
stærsta
einstaka
fiskteg-
undin var
perúan-
sjósa.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Hólmfríður Bjarnadóttir, eða
Hófý eins og við flest þekkjum
hana, fararstjóri Bændaferða,
verður á skrifstofu
Bændaferða 13. - 17. janúar
kl. 10:00 - 16:00.
Það er því alveg upplagt að kíkja
í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og
fá upplýsingar um ferðirnar.
Bændaferðir · Síðumúla 2
F E R Ð I R F Y R I R A L L A
Hófý, fararstjóri Bændaferða
verður á skrifstofunni 13. - 17. janúar
Frítt söluverðmat án
allra skuldbindinga
Halldór Kristján
Sigurðsson
sölufulltrúi
695 4649
hks@remax.is
Sylvía Guðrún
Walthersdóttir
löggiltur fasteignasali
477 7777
sylvia@remax.is
6 fréttir Helgin 10.-12. janúar 2014