Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 56

Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 56
Ekkert pláss fyrir hundrað skópör í 52 fermetra íbúð Staðalbúnaður Ég fjárfesti nýlega í gervipelsi sem hefur komið sér vel í kuldanum undanfarið. Flest uppáhalds fötin mín hef ég keypt á mörkuðum, til dæmis á Ítalíu, og í Rauða kross búðinni, Hjálpræðis- hernum og Spútnik. Það kemur þó fyrir að maður kaupi föt í „venjulegum“ búðum eins og Vero Moda. Svo er líka alltaf gaman að koma í Centro á Akureyri. Ég er með hálfgerða skó- maníu og á hátt í hundrað pör. Ég hef ekkert pláss fyrir þetta heima enda bý ég í 52 fermetra íbúð. Hugbúnaður Ég fer fáránlega sjaldan út að skemmta mér en þegar ég geri það finnst mér gaman að fara snemma út og fara á fámenna staði. Ég vil helst vera komin heim fyrir miðnætti. Ef vinir mínir eru að spila á tónleikum reyni ég að sjálfsögðu að mæta. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru Walking Dead, ég get ekki án þeirra verið. Og Sherlock. Benedict Cumberbatch er heitasti maður á jörðinni. Vélbúnaður Ég á Macbook Pro og er nýbúin að fá mér iPhone 5. Í honum er ég með taktmæli og desí- belamæli og svo spila ég Hayday. Það er leikur sem kemur manni niður á jörðina. Maður stjórnar búi, býr til kökur og osta og fleira þannig. Aðalgræja heimilisins er samt Neu- mann míkrafónn sem við kærastinn vorum að fjárfesta í. Við hlökkum mikið til að fara að nota hann. Aukabúnaður Uppáhaldsmaturinn minn er grænmet- islasagna sem ég bý til. Ég lærði að elda á Ítalíu og kynntist mikilvægi Extra Virgin ólívuolíu. Maður þarf helst að vera með brúsa af henni á sér. Ég borða næstum aldrei úti en hef farið nokkrum sinnum á Krydd- legin hjörtu og fíla það. Þegar ég fer norður fer ég líka á Bláu könn- una. Ég keyri um á Renault Clio sem ég er búin að eiga frá 2007. Þetta er 2002 módel og ég er búin að skipta um hedd í honum og gera hann hálf- partinn nýjan. Uppáhalds staðurinn minn er Villa Borghese í Róm. Ég bjó í Róm fyrir nokkrum árum og stefni á að fara í heimsókn þangað þegar sýningum í leikhúsinu lýkur. Unnur Birna er útskrifuð úr FÍH og kennir söng í Listaskóla Mosfellsbæjar. Hún og kærastinn hennar semja saman tónlist fyrir sjónvarp og sitthvað fleira. Ljósmynd/Hari  AppAfengur Skyndihjálp  Í tAkt við tÍmAnn unnur BirnA BAssAdóttir Unnur Birna Bassadóttir er 26 ára tónlistarkona sem syngur og dansar í Spamalot sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í næsta mánuði. Hún vinnur líka að fyrstu plötu sinni sem áætlað er að komi út á árinu. Skyndihjálp getur bjargað manns- lífum og því mæli ég með því að allir fái sér nýtt app Rauða krossins á Íslandi – Skyndihjálp. Appið er ókeypis og veitir aðgang að einföldum leiðbeiningum um allar helstu aðgerðir skyndihjálpar sem geta nýst í daglegu lífi. Með mynd- böndum, gagn- virkum prófum og einföldum skila- boðum hefur aldrei verið eins auðvelt að læra skyndihjálp. Þegar búið er að hlaða niður appinu er hægt að nálgast allar upplýsingar hvar og hvenær sem er jafn- vel þó síminn sé utan þjónustusvæðis og ótengdur netinu. Myndböndin gefa appinu sér- staka vídd en þar er sýnt hvernig á að bara sig að til að mynda þegar þú kemur að einstaklingi með áverka á höfði eða fólki sem er beinbrotið. Aðferðirnar eru einnig skýrðar ítarlega í texta. Í appinu eru einnig hagnýt ráð um hvernig er best er að búa sig undir og bregðast við neyðar- ástandi svo sem óveðri, vetrarhörk- um, jarðskjálfta og eldgosi. Þá er hægt að taka próf í skyndi- hjálp í appinu og deilt viðurkenn- ingum með vinum sínum á netinu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 56 dægurmál Helgin 10.-12. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.