Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 12
Prjónabyltingin Séu þetta djörfustu mótmælaaðgerð- irnar í Sotsjí getur Vla- dimir Pútín og 100.000 manna öryggisliðið andað léttar. Björn Bjarnason gefur ekki mikið fyrir litríkt andóf Illuga Gunnarssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar á vetrarólympíuleikunum, en sá fyrrnefndi skartaði trefli í regnboalitum og sá síðar- nefndi litríkum fingravett- lingum. Öll dýr eru jöfn... Það er eitthvað grátbroslegt við það þegar hamborgaraét- andi KFC fíklar syrgja gíraffa. Sigurður Hólm Gunnarsson benti á Facebook-síðu sinni snaggaralega á tvískinnung þeirra sem æðruðust yfir örlögum gíraffans Maríusar. Sendum gömmunum bara reikninginn Það er ekki með nokkru móti hægt að krefja skattgreið- endur um þetta. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson for- sætisráðherra sýknar skatt- greiðendur í fyrirhuguðum málaferlum hollenska seðlabankans og breska innistæðusjóðsins á hendur að fara í mál við Tryggingasjóðs innistæðu- eigenda og fjárfesta vegna Icesave. Tóm froða! Þetta er algjör þvæla. Viðar Már Friðfinnsson, eigandi kampavínsstaðarins Strawberries, kannaðist í samtali við DV ekkert við að klúbbnum hefði verið lokað fyrir fullt og allt eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fögur er hlíðin Ég er með algjörlega hreina sam- visku í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir kann því illa að henni sé endalaust nuddað upp úr lekanum. Í starfi mínu sem félags-ráðgjafi í Ráðgjafar-þjónustu Krabbameins- félags Íslands hef ég tekið eftir að krabbameinssjúk- lingar vita ekki að hægt er að sækja um endurgreiðslu mikils lækniskostnaðar. Þetta er í samræmi við nið- urstöður rannsóknar Fé- lagsvísindastofnunar fyrir árið 2013 sem sýna að þriðji hver Íslendingur frestaði að leita sér nauðsynlegrar læknisþjónustu á síðasta ári þrátt fyrir að telja sig þurfa á þjónust- unni að halda. Fram kemur að hlutfall- ið er hæst meðal öryrkja og að tæpur helmingur þeirra neitaði sér um nauð- synlega læknisþjónustu í fyrra. Hlut- fallið er einnig hátt meðal námsmanna og lágtekjufólks. Niðurstöðurnar sýna að flestir sem neita sér um læknisþjónustu gera það vegna mikils kostnaðar og að þeir sem eiga við alvarleg veikindi að stríða fresta því einnig að leita sér lækninga vegna mikils kostnaðar. Aðstandendur rannsóknarinnar segja þróunina mikið áhyggjuefni sem geti hæglega endað með því að vandanum sé frestað og að fólk þurfi dýrari úrræði síðar. Þrátt fyrir þessa vitneskju urðu tals- verðar hækkanir á gjaldskrá Sjúkra- trygginga Íslands um síðustu áramót og má reikna með að enn færri hafi efni á að greiða fyrir læknisþjónustu á þessu ári. Eins og fyrr segir er mörgum ókunnugt um að samkvæmt reglu- gerð um endurgreiðslu á umtalsverð- um kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun getur tekjulágt fólk sótt um endurgreiðslu útgjalda vegna læknis- hjálpar, lyfja, sjúkraþjálfunar, iðju- þjálfunar og talþjálfunar, enda teljist útgjöldin umtalsverð miðað við tekjur þess sjúkratryggða og fjöl- skyldu hans. Trygginga- stofnun ríkisins sér um að afgreiða umsóknir varðandi endurgreiðsluna. Bent skal á að á heima- síðu Tryggingastofnunar (www.tr.is) er að finna eyðu- blað um umsókn um endur- greiðslu kostnaðar vegna læknishjálpar, lyfja og þjálf- unar. Þar má sækja um end- urgreiðslu þriggja undan- genginna mánaða í senn. Endurgreiðslurnar eru háðar viðmiðunartekjum næsta alman- aksárs á undan og er gert ráð fyrir að tekjulágt fólk greiði sjálft 0,7% kostn- aðarins en fái afslátt af þeim kostnaði sem umfram er. Sem dæmi má taka að ef viðmiðun- artekjur einstaklings almanaksárið á undan eru 1.820.000 kr. eða lægri þá er endurgreiðslan 90% af kostnaði um- fram kr. 12.740, ef viðmiðunartekjur fjölskyldu næsta almanaksár á undan eru 2.960.000 kr. þá er endurgreiðslan 90% af kostnaði umfram 20.720 kr. og ef tekjur fjölskyldu árið á undan eru 4 miljónir króna þá er endurgreiðslan 75% af því sem er umfram 28.000 kr. Þannig lækka endurgreiðslurnar með auknum tekjum og hverfa þegar tekjur fjölskyldu eru orðnar 6.340.000 kr. Einnig má geta þess að fólk á vinnu- markaði getur í sumum tilvikum sótt um endurgreiðslu mikils lækniskostn- aðar til sjúkrasjóðs síns stéttarfélags og er upphæðin þá háð reglum viðkom- andi sjúkrasjóðs. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins er sjúklingum og að- standendum þeirra veittar upplýsing- ar og ráðgjöf varðandi hagsmunamál sjúklinga, veikindi og margt fleira sem sjá má nánar á heimasíðu Krabba- meinsfélagsins www.krabb.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Ö Öld var liðin frá því 1. janúar síðastliðinn að haförn- inn var friðaður hér á landi, fyrstur fugla. Jafnframt varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að friða örn- inn. Það var mikil framsýni þegar þessi konungur fuglanna var friðaður en þá höfðu um skeið staðið yfir skipulagðar ofsóknir gagnvart honum, einkum vegna usla sem hann olli í æðarvarpi. Fram til ársins 1905 voru veitt verðlaun fyrir hvern drepinn örn. Útburður á eitruðum dýrahræjum til refadráps gekk einnig nærri erninum enda fækkaði áfram í stofninum þrátt fyrir friðunina allt þar til bannað var að eitra með þessum hætti fyrir hálfri öld. Þá lá við að örninn væri aldauða hér á landi. Örfá pör tórðu á vestanverðu landinu, einkum við Breiðafjörð. Stofninn hefur síðan rétt úr kútn- um, vaxið hægt en örugglega. Varp- pörin eru talin vera um 70 en innan við helmingi para sem verpa tekst að koma upp ungum. Arnarstofninn á enn undir högg að sækja vegna óvarlegrar umgengni, þótt flestir fagni og stuðli að viðgangi stofns þessa tignarlega fugls. Örninn er viðkvæmur á varptíma og ekki þarf mikið til að spilla varpi. Fuglarnir parast til æviloka en örninn er mjög átthagabundinn og dvelst arnapar meira og minna allt árið í nánd við óðal sitt. Tilhuga- líf hefst upp úr áramótum og því fylgir mökum og varp. Því sætir það furðu að á svo viðkvæmum tíma skuli herþotum stefnt með ærandi gný og djöfulskap einmitt í fuglaparadísina við Breiðafjörð þar sem örninn á sitt griðland, enda er óheimilt lögum sam- kvæmt að koma nærri arnarsetrum eða trufla örninn á annan hátt. „Loftið hefur titrað af herþotugný hér við Breiðafjörðinn... Núna dögum saman hafa fuglar og fólk við innanverðan Breiðafjörð þurft að sæta þessu rétt eina ferðina enn,“ sagði Ása Björg Stefáns- dóttir í Árbæ á Reykjanesi í viðtali við Reykhóla- vefinn en Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður hans, fjallar þar um lágflug herþotna á þessu svæði. Flugið er þjálfunarverkefni flugsveita í tengslum við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér við land. Hlynur Þór minnir í grein sinni á lög um vernd Breiðafjarðar sem taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins. Þetta svæði er á norrænum lista yfir strandsvæði sem mikilvægt er talið að vernda. Verndun svæðis- ins felst hins vegar ekki í þeirri truflun sem fylgir lágflugi herþotna yfir helstu varpsvæðum og fugla- paradísum Íslands, mikilvægt sem það er annars að hyggja að landvörnum og æfingum þar að lútandi, en í kjölfar brottfarar varnarliðsins árið 2006 samþykkti fastaráð Atlantshafsbandalagsins að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland. Vandalítið hlýtur að vera að æfingar átján her- þotna fari fram annars staðar en einmitt þar sem fáliðaður og viðkvæmur arnarstofninn á sín óðul. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. Hlynur Þór vitnar til harðorðra mótmæla Einars Arnar Thorlacius, þáverandi sveitarstjóra Reyk- hólahrepps, vegna svona háttalags. „Þá hafði,“ segir á Reykhólavefnum, „æfingatími hinna út- lendu hersveita við innanverðan Breiðafjörð verið valinn akkúrat þegar varp stóð sem hæst. Svo virðist sem æðarfuglinn og örninn og aðrar teg- undir fugla væru látnar „leika“ óvininn. Þoturnar þræddu helstu varpsvæðin í lágflugi og fóru inn í litlu firðina í Reykhólahreppi svo að enginn slyppi nú við þetta. Allt frá því að Einar mótmælti þessu fyrir hátt í áratug hafa heræfingarnar verið fastur liður í boði stjórnvalda.“ Umhverfisráðherra fer með stjórn mála er varða vernd Breiðafjarðar. Vær ekki ráð að Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hnippti í flokks- bróður sinn, Gunnar Braga Sveinsson utanríkis- ráðherra, og bæði hann vinsamlega að sjá til þess að herþoturnar færðu sig lengra út á haf, fjær óðulum arnarins, fuglsins sem forverar þeirra í nafni stjórnvalda hafa reynt eftir mætti að vernda í rétta öld? Herþotur djöflast yfir óðulum arna Umhverfisráðherra hnippi í utanríkisráðherra Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Vikan sem Var Hagsmunamál sjúklinga Endurgreiðsla mikils lækniskostnaðar Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi. Opið til kl. 21 alla daga í Faxafeni 12 viðhorf Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.