Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 2
 Heilbrigðismál Kannað Hvort HeilbrigðisKerfið geti orðið undirstöðuatvinnuvegur Þarna er bara fullt af allsberum konum og verið að rasskella eina með einhverjum voða tilfær- ingum. Ertu búin að smakka skyr með bökuðum eplum? Próteinríkt og fitulaust Kolvetna - skert Þekkingarfyrirtækið Gekon í sam- vinnu við heilbrigðisráðuneyti, Fé- lag atvinnurekenda, Læknafélagið, Samband sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fjölda fyrirtækja í heil- brigðistengdri starfsemi vinna nú að stofnun íslensks heilbrigðisklasa. Við undirbúninginn hefur verið kannað hvort vannýtt tækifæri séu í heilbrigðiskerfinu og hvort formleg stofnun á heilbrigðisklasasamstarfi myndi flýta því að tækifærin yrðu nýtt. Í gær, fimmtudag, var haldið málþing undir yfirskriftinni Gæti heilbrigðistengd starfsemi orðið ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands á næstu áratugum? Á mál- þinginu hélt Stig Jørgensen erindi en hann er framkvæmdastjóri Medi- con Valley, heilbrigðisklasa á Kaup- mannahafnarsvæðinu og Skáni. Friðfinnur Hermannsson, sér- fræðingur hjá Gekon, segir ýmsar áhugaverðar áskoranir í heilbrigð- iskerfinu á Íslandi á næstu árum. „Mikil gróska er í starfsemi nýrra fyrirtækja á heilbrigðissviði og hér eru sterk fyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Núna er unnið að breytingum á heil- brigðisþjónustu og fara þær vel við hugmyndir um heilbrigðisklasa. Til dæmis verða rýmri reglur um rekstrarform sem bjóða upp á einka- rekstur.“ Hann segir einnig mikil- vægt að fyrirtæki í klasasamstarfi geti talað til stjórnvalda einni röddu. „Því upplýstari sem umræðan er og því betri upplýsingar sem berast, því auðveldara er fyrir yfirvöld að taka réttar ákvarðanir.“ Meðal þeirra hugmynda sem skoðaðar eru í tengslum við klas- ann er að markaður fyrir heilbrigð- isþjónustu á Íslandi verði stækk- aður með því að veita útlendingum í meira mæli þjónustu hér á landi. „Það er kominn vísir að slíku hjá augnlæknafyrirtækjum en þennan þátt mætti efla mikið. Með stærri markaði yrði umhverfið fjölbreytt- ara, bæði fyrir notendur þjónust- unnar og starfsfólkið.“ Sjá nánar Líftímann í miðju Fréttatímans. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Undirbúa stofnun íslensks heilbrigðisklasa Friðfinnur Hermannsson, sérfræð- ingur hjá Gekon. t alsvert uppnám varð á þrjú sýningu á barnamyndinni Skýjað með kjöt-bollum 2 í Háskólabíói á laugardag þegar sýnishorn úr hinni vægast sagt ber- söglu mynd Lars von Trier, Nympomaniac Volume I, birtist grandalausum bíógestum. Íslenskur titill myndarinnar gæti helst verið Brókarsjúklingurinn en hún er frumsýnd í dag, föstudag, og getur tæpast talist við hæfi viðkvæmra sála. „Ég hef nú alveg dálæti á Lars von Trier og hef séð flestar myndirnar hans en mér fannst þetta ekki alveg viðeigandi þarna þegar maður er að fara á laugardagsbíó með börnin,“ segir Stefán, einn feðranna sem fékk þessar óvæntu trakteringar. Aðspurður hvort það sem fyrir augu bar hafi verið gróft svarar hann: „Já, blessaður vertu. Ég kem akkúrat inn þegar þetta er að byrja og það er bara fullt af allsberum konum og verið að rasskella eina með ein- hverjum voða tilfæringum. Svo var þarna lesbíusena. Sem betur fer stóðum við pabb- arnir strax upp og löbbuðum eiginlega bara strax út með börnin. Þannig að þau þurftu ekki að horfa mikið á þetta,“ segir Stefán og bætir við að svo vel hafi viljað til að fáir hafi verið í salnum. „Þetta hefur ekki borist í tal á heimilinu eftir þetta og maður vonar bara að börnin hafi horft annað og hafi gleymt þessu,“ segir Skúli Eiríksson um eftirmál innsýnar í hugarheim von Triers. „Það sauð svolítið á manni fyrst,“ segir Magnús Þór Þorbergsson sem var á sýning- unni með tveimur dætrum sínum. „Yngri dóttir mín grúfði sig nú bara niður en þeirri eldri, sem er þrettán ára, var ekki jafn brugðið en sagði að þetta væri mjög óviðeig- andi.“ Magnús hafði samband við Háskólabíó og segist hafa fengið góðar skýringar á hvað olli þessum ósköpum. Jón Eiríkur Jóhannson, rekstrarstjóri Há- skólabíós, segir hugbúnaðarvillu í sýning- arvél hafa valdið því að hún hljóp yfir þrjú sýninguna og rúllaði myndinni sem átti að hefjast klukkan 18 af stað. „Við sendum öll gögn úr vélinni til Dolby og þeir gangast við þessu sem hugbúnaðarvillu. Það er búið að uppfæra hugbúnaðinn þannig að þetta ætti ekki að gerast aftur. Þetta er alveg hrikalega vont og eins slæmt og það getur orðið fyrir okkur. Okkur þykir þetta mjög miður.“ Auk hugbúnaðar- uppfærslunnar hefur verið farið yfir verk- ferla í Háskólabíói til þess að gulltryggja að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Fyrst virtust þetta vera mannleg mistök og við lögðumst bara í þunglyndi en sáum að allt hafði verið rétt gert þegar við fórum yfir þetta. En hugbúnaðurinn hljóp einhverra hluta vegna yfir þessa sýningu.“ Jón Eiríkur og hans fólk í bíóinu vill endi- lega heyra í þeim sem lentu í hinni óvæntu nektarsýningu. „Við höfum verið að reyna að ná sambandi við fólk sem lenti í þessu höfum ekki upplýsingar um alla en við viljum reyna að bæta fólki þetta upp. Það voru sextán miðar seldir á þessa sýningu og við höfum náð sambandi við um það bil helminginn. Hinn helmingurinn má endilega hafa sam- band við okkur,“ segir Jón Eiríkur og prísar sig sælan að þetta hafi ekki gerst í næsta sal við hliðina þar sem hundrað manns sátu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  HásKólabíó stiKla úr nympHomaniac fylgdi barnamynd Skýjað með klámi á köflum Foreldrum og börnum sem sátu sýningu á teiknimyndinni Skýjað með kjötbollum 2 í Háskólabíói brá heldur betur í brún þegar klámfengið sýnishorn úr Nyphomaniac, nýjustu kvikmynd Lars von Triers, var sýnt á undan barnamyndinni. Feðrum sem voru með börnum sínum á myndinni var ekki skemmt og hjá Háskólabíói er fólk miður sín. Uppákoman er rakin til hugbúnaðarvillu sem hefur verið leiðrétt þannig að slík ósköp ættu ekki að endurtaka sig. Kjötbollurigning var í kortunum á laugardaginn en enginn átti von á klámi. Charlotte Gainsbo- urg leikur enga barnaleiki í opin- skárri kvikmynd um kynlífsbrölt brókar- sjúklings. Landsnet hefur undirritað samkomulag um raforkuflutninga við PCC BakkiSilicon hf., dótturfyrirtæki þýska félagsins PCC SE, sem hyggst byggja kísilver á Bakka við Húsavík. Þetta er fyrsti samningurinn sem Landsnet gerir vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Áætluð aflþörf fyrsta áfanga verksmiðunnar er 52 megavött og miðast samkomulagið við að starfsemin hefjist árið 2017. PCC SE er alþjóðleg samsteypa fyrir- tækja með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi. Áætluð framleiðslugeta fyr- irhugaðs kísilvers á Bakka er 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári, með möguleika á stækkun upp í 64 þúsund tonna árlega framleiðslu. „Undirbúningur og hönnun fer á fullan skrið hjá okkur á þessu ári og áætlað að framkvæmdir hefjast strax á næsta ári. Það sem gerir okkur kleift að hefja framkvæmdir svo skjótt er að nauðsynlegar skipulagsbreytingar og umhverfismat framkvæmda hefur þegar farið fram í tengslum við fyrri áform um uppbyggingu á Bakka,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Áætlaður kostnaður við tengingu iðn- aðarsvæðisins á Bakka við meginflutn- ingskerfi Landsnets með 220 kílóvolta háspennulínu hljóðar upp á tæpa fimm milljarða króna. Þrettán auglýsinga- stofur tilnefndar til Lúðursins Þrettán auglýsingastofur eru tilnefndar til Lúðursins, Íslensku auglýsingaverð- launanna, fyrir athyglisverðustu og árangursríkustu auglýsingar ársins. Viðurkenningar verða veittar fyrir alls fimmtán flokka. Lúðurinn 2014 verður haldinn hátíðlegur í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 21. febrúar. ÍMARK, Samband íslensks markaðsfólks, stendur fyrir við- burðinum í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Íslenska auglýsingastofan, Hvíta húsið og ENNEMM fengu flestar tilnefningar eða tólf hver um sig. Brandenburg fékk tíu tilnefningar, Janúar Markaðshús og Jónsson & Le‘macks fengu sex tilnefningar hvor, H:N markaðssamskipti fékk fimm og framleiðslufyrirtækið Tjarnargata einnig fimm tilnefningar. Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson fengu þrjár tilnefningar, Pipar/TBWA fékk tvær og Döðlur, Silent og Vinnustofan og Nielsen eina tilnefningu hver. Í sumum tilnefningunum er um sam- starfsverkefni að ræða. „Þetta er í tuttugasta og áttunda skipti sem Lúðurinn er afhentur við hátíðlega athöfn. Tilgangur Lúðursins er að vekja athygli á vel gerðu auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli. Keppnin er opin öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi,“ segir Friðrik Larsen, stjórnarformaður ÍMARK.  iðnaður landsnet og pcc Samið um orkuflutning fyrir kísilver á Bakka Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Peter Wenzel, aðstoðarforstjóri þró- unarsviðs PCC SE og Dietmar Kessler, fulltrúi framkvæmdastjórnar PCC SE. 2 fréttir Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.