Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 33
Mannréttindi Milljarður rís í Hörpu
Dansað gegn
kynbundnu ofbeldi
K ynbundið ofbeldið verður ekki stöðvað á einni nóttu. Það er nauðsynlegt að veita þolend-
um stuðning til að stíga fram og segja
sína sögu. Við gerum það núna með
dansi,“ Soffía Sigurgeirsdóttir, fram-
kvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Í dag, 14. febrúar, heldur UN Women
viðburðinn „Milljarður rís“ til stuðn-
ings þolendum kynbundins ofbeldis
og til að vekja athygli og auka meðvit-
und á stöðu kvenna og stúlkna í heim-
inum. Ein af hverjum þremur konum
upplifir ofbeldi á lífsleiðinni og það
endurspeglar þann milljarð manna í
207 löndum sem reis upp í fyrra þegar
UN Women skipulagði í fyrsta skipti
dans fyrir breyttum heimi. Íslending-
ar létu þá sitt ekki eftir liggja og 2100
konur, karlar og börn á öllum aldri
komu saman í Hörpu og dönsuðu.
„Nú er markmiðið að 3000 manns
taki þátt. Því hvetur UN Women alla
Íslendinga til að taka þátt og dansa af
lífi og sál,“ segir Soffía. Dansinn hefst
stundvíslega klukkan 12 í Hörpu en í
ár verður einnig dansað á Hofi á Ak-
ureyri, á Ísafirði og í félagsheimilinu
Herðubreið á Seyðisfirði.
Ein af hverjum þremur konum á
heimsvísu verður fyrir ofbeldi á lífs-
leiðinni. Samkvæmt gögnum UN
Women er heimilisofbeldi helsta
dánarorsök evrópskra kvenna á aldr-
inum 16-44 ára, konu er nauðgað á
26 sekúndna fresti í Suður-Afríku
og 40-50% kvenna á evrópska efna-
hagssvæðinu hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni á vinnustað. Nýleg
rannsókn UNICEF á Íslandi sýnir
að líklegra sé að íslensk stúlka í 10.
bekk hafi orðið fyrir kynferðislegri
áreitni en að hún reyki.
UN Women hvetur alla til að taka
þátt í Milljarður rís og láta að sér
kveða. Samtökin skora jafnframt á fyr-
irtæki, stofnanir og skóla til að hvetja
starfsfólk sitt að mæta í Hörpu og
sýna samstöðu. „Dönsum af gleði og
krafti fyrir mannréttindum kvenna,
fyrir heimi þar sem konur og stúlkur
þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns
síns,“ segir Soffía.
Hægt er að taka þátt í herferðinni á
samfélagsmiðlunum með því að setja
inn myndir/myndbönd með leitarorð-
inu/hashtag #milljardurris14
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ljósmynd/UN Women
{Skápar}
{Skenkir}
{Myndir}
{Styttur}
{Postulín}
{Silfur}
{Stólar}
{Borð}
20 – 50 % Afsláttur
552-8222 / 867-5117
30 – 50 % AF
húsgögnum
50 %
AF bókum
20 % AF
smáhlutum
Antik
útsAlA
Helgin 14.-16. febrúar 2014