Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 81
Með því að
stækka mark-
aðinn er hægt
að gera um-
hverfið meira
spennandi og
fjölbreyttara,
bæði fyrir þá
Íslendinga sem
þjónustuna nota
og starfsfólkið.
— 9 —14. febrúar 2014
Nýsköpunarmið-
stöð Íslands og
Samtök sveitarfé-
laga á höfuðborg-
arsvæðinu hafa
gert samning um
þróun heilbrigðis-
tækniklasa með
það fyrir augum
að styðja fyrir-
tæki í öðrum vexti
við að byggja upp
þekkingu og tengsl
og auðvelda sókn
inn á erlendan
markað. Sigríður
Ingvarsdóttir er
framkvæmdastjóri
Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands.
Stór hluti
frumkvöðla
í heilbrigðisvísindum
30 til 40 prósent þeirra fyrirtækja sem starfa á frumkvöðla-
setrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru tengd heilbrigðis-
vísindum á einn eða annan hátt. Að sögn Sigríðar Ingvars-
dóttur, framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar, hefur orðið mikil
aukning á stuðningi við rannsóknir og þróun á sviði heilbrigðis-
vísinda hér á landi á undanförnum árum. Síðan árið 2009 hefur
Nýsköpunarmiðstöð rekið KÍM Medical Park sem er sérhæft
setur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki tengd heilbrigðistækni og
skyldum greinum. „Með hækkandi lífaldri fer markaður fyrir
þennan geira ört stækkandi. Lögð er meiri áhersla á velferð
og heilsu og fólk er tilbúið að greiða fyrir bætta líðan og aukin
lífsgæði. Það er gaman að velta því fyrir sér að fyrir 150 árum
voru meðal lífslíkur hér á landi í kringum 40 ár. Árið 2011 voru
lífslíkur kvenna 84 ár og karla rúmlega 80 ár. Þegar við förum
á eftirlaunaaldur, kannski um 65 ára, eigum við jafnvel 15 til 20
góð ár eftir og viljum vera við góða líkamlega og andlega heilsu
þann tíma. Það er áberandi í velferðarsamfélögum um allan
heim að aukning er á rannsóknum og þróun á ýmsum heil-
brigðistengdum afurðum og lausnum. Það er því mikill áhugi á
því að styðja vel við þessar greinar enda margt spennandi að
gerast þar.“
Sigríður er þeirrar skoðunar að huga eigi enn betur að heil-
brigðisvísindum hér á landi og að margt geti stuðlað að vexti
greinarinnar. „Við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands erum með
fjölbreyttan stuðning í boði fyrir frumkvöðla og fyrirtæki með
nýsköpunarhugmyndir. Samningur hefur verið gerður á milli
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu um þróun heilbrigðistækniklasa með það
fyrir augum að styðja fyrirtæki í örum vexti við að byggja upp
þekkingu og tengsl og auðvelda sókn inn á erlendan markað.
Nú erum við til dæmis að skoða möguleika á styrkjum frá
HORIZON 2020 sem við sækjum um í samvinnu við íslensk og
erlend fyrirtæki og stofnanir. Ætlunin er nú að fara af stað og
eru afar veglegir styrkir í boði frá þessu ári og til ársins 2020.“
Hún segir jafnframt mikilvægt að leita stöðugt að farvegi fyrir
íslenskt hugvit og að stjórnvöld verði að búa svo um hnútana
að umhverfi hér á landi sé samkeppnishæft varðandi regluverk
og annað. „Það er brýnt að hafa í huga að fyrirtæki sem byggja
á hugviti og þekkingu, en eru ekki tengd náttúrulegum auð-
lindum, er mjög auðvelt að flytja til annarra landa í hentugra
rekstrarumhverfi og því þurfum við alltaf að vera á varðbergi
gagnvart því að huga stöðugt að rekstrarumhverfi fyrirtækja á
borð það sem best gerist á alþjóðavísu.“
Sigríður er sannfærð um að aukin samvinna á milli atvinnu-
greina og flæði á þekkingu og hráefni geti stuðlað að enn
frekari atvinnusköpun og framþróun heilbrigðistengdra fyrir-
tækja. „Við búum hér á landi við auðlindir á borð við hreint
vatn, góða ímynd, náttúrulega orkugjafa og ótakmarkað hugvit
sem eflaust á eftir að finna sér farsælan farveg í framtíðinni.“
en víðast hvar annar staðar og eins og
fram kom í fréttum á dögunum var það
ein ástæða þess að líftæknifyrirtækið
Algalíf ákvað að byggja verksmiðju sína
hér á landi.“
Ísland hefur ekki mótað sér ímynd í
heilbrigðismálum og segir Friðfinnur
það vera eitthvað sem vinna þarf mark-
visst að. „Sterk ímynd þarf alltaf að vera
sönn. Við getum ekki öskrað að hér sé
stórkostlegt heilbrigðiskerfi ef svo er
ekki. Þess vegna þurfum við að skoða
hvort við höfum eitthvað að bjóða og þá
hvað.“
Framtíðarsýn skortir
Þó margir kostir séu hér á landi svo
skapa megi formlegan heilbrigðisklasa
eru ýmsar hindranir sem Friðfinnur
segir mikilvægt að hrinda úr vegi. „At-
vinnugreinin þarf að tala einni röddu
til stjórnvalda svo hægt sé að ráðast í
þessar breytingar. Því upplýstari sem
umræðan er og því betri upplýsingar
sem berast, því auðveldara verður fyrir
stjórnmálafólk að taka réttar ákvarðan-
ir. Það fólk tekur ákvarðanirnar í heil-
brigðismálum og því þarf greinin að
tala til þeirra einni röddu. Það skortir
enn pólitíska samstöðu um framtíðar-
sýn í heilbrigðismálum. Það þarf að
taka ákvörðun um að feta þessa slóð
og gera það sem til þarf.“ Þá hafi skila-
boðin frá stjórnvöldum verið misvísandi
þegar kemur að uppbyggingu á þjónustu
fyrir útlendinga. Síðast en ekki síst sé
hér slæm fjárhagsstaða og gjaldeyris-
höft sem aldrei er gott að vera í. Annar
ókostur er úr sér genginn og gamaldags
tækjabúnaður á Landspítala en að sama
skapi betri búnaður á einkastofunum.
Dreift húsnæði hjá Landspítala er líka
mikill ókostur að mati Friðfinns.
Þó hér sé vel menntað heilbrigðis-
starfsfólk segir Friðfinnur mikilvægt að
breyta innflytjendalögum þannig að auð-
veldara verði fyrir erlenda sérfræðinga
að flytja til landsins. „Þegar tæknifyrir-
tækin ráða til sín erlenda sérfræðinga
getur tekið marga mánuði að fá leyfi
fyrir þá til að dvelja og vinna hér á landi
og þannig þarf þetta ekki að vera.“
Í gær fór fram fyrsta málþingið um
hugmyndina að íslenskum heilbrigð-
isklasa og er stefnt að mánaðarlegum
fundum til ársloka. „Draumurinn er að
þá verðum við búin að svara þeim spurn-
ingum sem fyrir liggja og getum form-
lega stofnað klasann,“ segir Friðfinnur.
Nokkrir tugir fyrirtækja hafa þegar
skráð sig til þátttöku en áhugasamir
geta haft samband við Friðfinn með
pósti á netfangið fridfinnur@gekon.is
Verða heilbrigðisvísindin „þetta hitt“?
Í gær, fimmtudag, var haldið málþing um íslenskan heilbrigðisklasa. Meðal fyrirlesara voru Stig Jørgensen frá Medicon Valley sem er heil-
brigðisklasi á Kaupmannahafnarsvæðinu og Skáni í Svíþjóð. Ætlunin er að halda slík málþing mánaðarlega út árið. Friðfinnur Hermannsson,
sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtækinu Gekon segir Íslendinga standa frammi fyrir ýmsum áhugaverðum áskorunum í heilbrigðismálum á
næstu árum. Með formlegu klasasamstarfi ná bæði fyrirtæki og stofnanir innan heilbrigðisgeirans að sammælast um betri innviði í greininni
þannig að starfsskilyrði verði betri. Ljósmynd/Hari