Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 31
inum með breyttu mataræði og þrátt fyrir að henni hafi oft verið bent á þennan möguleika kom breytingin henni virkilega á óvart. Laus við sykur og lyf „Allir hafa auðvitað heyrt að það sé gott að borða hollan mat og að mataræðið hafi áhrif og allt það. Fólk var alveg búið að segja við mig að það gæti hjálpað að borða ákveðinn mat og sleppa öðru en ég lét það bara alveg fram hjá mér fara og var ekkert að pæla í því enda var ég búin að heyra þetta svo oft. En svo fór ég bara að borða holt og fór bara allt í einu að sofa rosalega vel í fyrsta skipti á ævinni og er búin að vera án lyfja í dágóðan tíma. Ég er ekkert að segja að lyfin séu endilega slæm en ég vil ekki vera á þeim og ætla ekki á þau aftur. Ég hef fundið fyrir leiðinda aukaverkunum en þau virka fyrir fjölda fólks þannig að ég ætla ekki að segja neitt slæmt um lyf.“ Sara segir að sykur sé að sjálf- sögðu örvandi og því blasi það kannski við að hann henti ofvirk- um ekki en hún er þess þó full- KAUPTU FJÓRAR OG FÁÐU SEX FERNUR HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI ER KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL. Sara Djeddou hefur snúið ADHD niður með ströngum fitness æfingum og breyttu mataræði. Hún hefur í mörg horn að líta og til þess að halda fókus skrifar hún allt niður sem hún þarf að gera og heldur tvær dagbækur, matar- dagbók og aðra yfir allt annað. Ljósmynd/Hari viss að aukaefni í mat séu ekki síður skaðvaldur í þessu sambandi. „Ég er ekki viss um að þetta sé endilega bara sykurinn, heldur líka öll þessi aukaefni. Mér finnst ekkert eðlilegt við það að helmingur allra barna séu allt í einu með ADHD. Það er bara ekki eðlilegt. Ég held að sykurinn og aukaefnin geri þetta allt miklu verra. Það getur ekki annað verið.“ Yrði vart óhætt í Alsír Sara er alsírsk í aðra ættina en faðir hennar er frá Alsír. Hún er ekki í neinu sambandi við hann og hefur aldrei heimsótt landið og efast um að henni sé í raun óhætt að fara til Alsír vegna þess að hún er svo dökk yfirlitum og yrði varla sýnt nokkurt umburðarlyndi, ólíkt kannski konum sem eru greinilega frá Vesturlönd- um. „Ég fer vonandi á þessar slóðir á næstu árum en veit samt ekki hvort ég hætti mér til Alsír. Ætli ég færi ekki frekar til Marokkó eða eitthvert þar sem hætturnar eru ekki jafn margar. Ég held að það sé meira en segja það að fara til Alsír en maður verður náttúrlega bara að virða siðina í öðrum löndum. Það er bara þannig.“ Sara vinnur á asíska veitinga- staðnum Bambus og þar sem hún er alltaf á þönum fékk hún eigendur staðarins til þess að bæta réttum á matseðilinn sem falla að breyttum lífsstíl hennar. „Það var rosa vesen fyrir mig að borða og ekki mikið af stöðum í boði þar sem ég gat farið og fengið mér eitthvað. Maður hefur ekkert alltaf tíma til að elda þegar maður er alltaf á hlaupum, þannig að ég fékk þau hérna til að setja eitthvað á matseðilinn sem ég og fleiri gætum borðað vegna þess að ég veit alveg að það eru margir sem borða svipað og ég og þetta er alveg vandamál vegna þess að það er ekk- ert mikið í boði. Þau eru rosa góð við mig og elda fyrir mig sem er mjög þægilegt og hjálpar mér mjög mikið að fá góðan, heitan mat,“ segir Sara sem keppir við sjálfa sig í fitness um leið og hún notar sportið til þess að halda aftur af neikvæðum áhrifum ADHD.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Maður er fyrst og fremst reyna að sigra sjálfan sig. viðtal 31 Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.