Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 56
F yrir 150 árum – eða rétt rúmlega 150 árum; það gerðist 20. apríl 1862; tókst Louis Pasteur ásamt sam- starfsmanni sínum, Claude Bernard (sem var ekkert síður stórmenni í vísindaheimum en Pasteur sjálfur) að útbúa dauðhreinsað rými. Og inn í þessu rými gátu þeir sýnt fram á að vín gerjast ekki af sjálfu sér og brauð hefast ekki af sjálfu sér – og þeir settu fram þá kenningu að ör- smáar verur (svo litlar að það er engin leið fyrir okkur að sjá þær með berum augum); að þessir litlu karlar, gerlar, ætu upp sætuna í vín- berjasafanum þangað til þeim væru bumbult og þá gubbuðu þeir út úr sér ethanóli, eða áfengi. Á sama hátt gerðist það þegar þessir litlu karlar komust í hveitideig að þeir hámuðu í sig sætuna þangað til þeir belgd- ust út og prumpuðu gasi; sem lyfti deiginu svo brauðið kom loftkennt og mjúkt út úr ofninum en ekki klesst og hart — og án bragðs eða anganar af gasi; því gasið brann upp í hitanum í ofninum. Guðlegir eða djöfullegir kraftar Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað fólk varð hissa þegar það heyrði þessa út- skýringu á þessum undrum sem manninum hafði ekki tekist að ráða um aldir. Þótt maðurinn hafi bakað hefað brauð í um 10 þúsund ár (um 400 til 500 kynslóðir) og bruggað vín eitthvað aðeins skemur (segjum 350- 400 kynslóðir) þá hafði engum tekist að sýna fram á hvers vegna brauð hef- aðist eða hvers vegna vín varð áfengt. Auðvitað höfðu verið settar fram ýmsar tilgátur; brauð var ýmist talið hefast fyrir guðlega blessun eða vél- ráð andskotans. Við tilheyrum því fólki sem eignaði andskotanum þetta trix. Það sést á því þegar við göngum til altaris hjá þjóðkirkjunni; þá fáum við ósýrt brauð; oblátu — sem er svo laus við hefun og loft að hún smakkast eins og þurrt pasta. Okkar fólk trúði á móti að vínið væri verk Guðs (enda eru sagðar sögur af því að Jesús hafi breytt vatni í vín). Annars staðar er þessu þveröfugt farið; þar er andskot- anum eignaður vínandinn en góðum vættum þakkað fyrir að gera mikið brauð úr litlu deigi. En auðv it að velt u fæst - ir því fyrir sér hvers vegna brauð hefaðist; þú getur vel bakað brauð án þess að hafa hugmynd um það — og það bætir brauðið akkúrat ekki neitt að sjá fyrir sér litla gerla gomsa sykur og prumpa gasi. 400 til 500 kynslóðir gátu þannig bakað brauð — góð brauð — án þess að vita það sem Pasteur vissi — og (án þess að ég viti það fyrir víst) þá ætla ég að fullyrða að Pasteur hafi ekki getað bakað skammlaust brauð – jafnvel þótt hann hafi skilið hvað gerlunum gekk til. Til þess skorti hann hæfni og leikni. Í nútímanum viljum við nefnilega stundum gleyma að áður en upplýs- ingin og vísindin tóku að hlaða upp þekkingu þá varðveitti maðurinn margan fróðleik og visku, reynslu og kunnáttu, í öðrum kerfum. Menn lærðu að baka brauð mann fram af manni; lærðu að geyma deigið við rétt- an hita og gæta þess vel að ekki næddi um það; æfðu sig þar til þeir gátu áttað sig á því með fingrunum hvort nóg var hnoðað, fundu á lyktinni hvort deigið hefði hefast vel eða séð hvernig það spratt til baka þegar potað var í það; fundið á lyktinni hvort brauðið hefði bakast í ofninum eða heyrt það á hljóð- inu þegar bankað var undir það með fingrinum. Þótt vísindaþekkingin og tæknikunnáttan hafi byggt upp nýja heimsmynd og skapað ótal tól og tæki frá því að Pasteur afhjúpaði gerlana; þá eigum við engin mælitæki eða tól sem geta leikið eftir færni, leikni og kunnáttu góðs bakara sem hann hefur numið af meistara sínum. Það er eins og þessir þekkingarheimar snerti ekki hvorn annan; að þeir til- heyri varla sömu veröld. Vitið vex en kunnáttan minnkar En semsagt; í 10 þúsund ár bökuðu menn brauð án þess að skilja hvað þeir voru að gera. Svo var þrautin leyst fyrir 150 árum. Þótt það kunni stundum að hljóma sem langur tími þá er það ekki svo. Fyrir 150 árum var afi minn til dæmis fæddur. Hann hét Hin- rik Anders Hansen og fæddist 1859 – reyndar 20. apríl; Langafi minn og langamma hafa því kannski glatt Hin- rik litla á þriggja ára afmælinu sínu þennan sama dag og Louis Pasteur og Claude Bernard tókst að búa til dauð- hreinsað rými. Það er reyndar hálfgert svindl af mér að nota eigin ættarsögu sem stiku á þennan tíma. Afi var áttræður þegar pabbi fæddist og það eru 102 ár á milli okkar tveggja; mín og afa. Það er því ekki alveg rétt að segja að menn hafi bakað brauð í 400-500 kynslóðir án þess að vita hvað þeir voru að gera – og að síðan hafi maðurinn í þrjár kyn- slóðir bakað brauð án þess að kunna það; en samt er það nógu nærri til að vera satt — bæði þetta með kynslóð- irnar og tímann og líka þetta með vitið og kunnáttuna. Því miður er það nefnilega svo; að um leið og Pasteur réð gátuna um brauðið og menn vissu hvernig það hefaðist; þá fóru þeir strax að krukka í ferlið; reyna að flýta því; reyna að ýkja það, teygja og toga – og á undra skömmum tíma hafði maðurinn svo til gleymt því hvernig baka átti almenni- legt brauð. Það var eins og vitið vildi ganga að kunnáttunni dauðri. Gerilsneyðing stækkar borgir En áður en ég segi ykkur hnignun- arsögu brauðsins verð að geta þess sem var merkast við tilraunir Louis Pasteur og Claude Bernard. Þeir ger- ilsneyddu mjólk. Sú aðgerð – og út- skýringar Pasteur á merkingu henn- ar – átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á menningu okkar. Gerilsneyðingin lengdi geymslutíma mjólkur (og síð- ar annarra matvæla) og var forsenda þess að borgir gátu stækkað; hún um- breytti dreifikerfi matvæla; nú var mögulegt að mjólka kú í afdal og flytja til borgarinnar; fólk þurfti ekki lengur að búa nálægt kú. Aftur verð ég þó að geta þess að uppgötvun Pasteur var ef til vill ekki eins nýstárleg og ætla mætti. Aftur verð ég að geta þess að menn höfðu í raun gerilsneytt mjólk frá örófi alda; kannski ekki að fullu heldur oftar að hálfu leyti. Þannig er að það er ekki hægt að búa til ost eða jógúrt nema geril- sneyða mjólkina að hálfu. Þannig er að í venjulegri kúamjólk eru um 200 mis- munandi tegundir gerla. Þegar búinn er til ostur er mjólkin hituð upp í 50 til 70 gráður — það fer eftir því hver- skyns ost þið viljið búa til – og með þessu eru þeir gerlar sem þola ekki þessa hitabreytingu strokaðir út. Síð- an er mjólkin kæld niður og bætt við hana öðrum gerlum; til dæmis þeim sem lifa í bút af þurrkuðum maga úr kálfi – eða jafnvel í kálfahlandi; og þessum gerlum er gefið eftir það leik- svæði í mjólkinni sem áður tilheyrði hinum gerlunum – þessum sem voru drepnir með snöggri hitum upp í 50 til 70 gráður. Og þegar ein eða fáeinar tengdar tegundir gerla fá að leika sér óáreittar í því gósenlandi sem mjólkin er; þá geta þeir umbreytt mjólkinni; hún hleypur og skilur sig; og þegar mysan hefur verið síuð frá hleyptum fastefnunum og þau síðan pressuð og geymd; látin kæsast og þéttast; þá verður með tímanum til ostur. En án gerilsneyðingar yrði hann ekki til. Gerlarnir verða vondu karlarnir Þegar Pasteur útskýrði á sinn vís- indalega hátt hvað þarna fór fram varð einskonar sprenging í hug- myndaheimi fólks. Allt í einu varð al- menningur upptekinn af þessum litlu verum sem spilltu matnum okkar og gátu drepið okkur ef við gættum okk- ar ekki nógu vel. Sumt varð til góðs; skurðlæknar fóru til dæmis að þvo sér um hend- urnar áður en þeir ristu upp fólk; sumir þeirra notuðu meira að segja hanska – og yfirvöld urðu sér meðvit- aðri um smitleiðir og átak var gert í lagningu lokaðra vatnleiðslna og hol- ræsa. Þessa vitundarvakningu um hreinlæti má ekki alla rekja til Pas- teur; til dæmis hafði læknirinn John Snow rakið kólerufaraldur til tiltekins brunns við Broad Street í London árið 1855 (7 árum áður en Pasteur afhjúp- aði gerlana) en engu að síður ýttu upp- götvanir Pasteur svo undir hugmynda- flug almennings að líkja má því við æði eða faraldur. Fram komu allskyns kenningar um hvernig við gætum hreinsað okkur af óæskilegum gerlum og bakteríum. Fyrsta bylgja heilstæðrar heilsuefl- ingar dró mjög dám af þessu. Þannig var stólpípan helsta tækið til styrking- ar heilsu hjá merkum frumkvöðlum á borð við John Harvey Kellogg – þess sem fann upp morgunkornið (sem er einmitt hugmynd um hreina fæðu – einskonar vísindaleg obláta). Um leið og Pasteur hafði bent á ógn í matnum urðu til hugmyndir um mat sem ógn – í sjálfum sér. Og þessar hugmyndir ferðuðust svo hratt um heiminn að þær náðu að krækja í hann afa minn, Hinrik Anders Hansen, sem ég nefndi áðan. Þegar hann var orðinn margra barna faðir í hárri elli tók hann að óttast um heilsuna og lífið; og tók stólpípu hvern dag að bestu manna ráðleggingum; í von um að geta sem lengst stutt sína ungu fjölskyldu. Það gekk ekki eftir; þessi stólpípuárátta gerði afa einkar úrillan (jafnvel á mælikvarða karla í minni ætt) og jók enn álagið á unga eiginkonuna. Mjólk sem aukaafurð bjórs En við vorum að tala um gerilsneyð- ingu mjólkur. Hún verður ekki al- menn og viðtekin fyrr en undir lok nítjándu aldar – og ekki lögbundin fyrr en eftir dauðsföll og stórkost- legan heilsuskaða fjölmargra vegna spilltrar mjólkur í New York borg. New York var á þessum árum sú borg í veröldinni sem óx hraðast; hún var suðupottur og deigla þar sem fólk frá ólíkum löndum lifði við aðstæður sem ekki höfðu áður þekkst. Stóriðja í matvælaframleiðslu skaut rótum og mótaðist við harða samkeppni. Þann- ig var mikill gróði af rekstri brugg- húsa þar til þau urðu svo mörg að verð lækkaði vegna offramboðs, arðurinn minnkaði og botninn fór undan þess- um bisness. Þá datt einhverjum í hug að nýta betur slabbið sem gekk af við bruggunina; seigfljótandi mauk af byggi og humlum; og gefa það kúm sem kjarnfóður með heyi. Brugghúsin komu sér því flest upp mjólkurbúskap sem aukabúgrein og nýttu dreifikerfi bjórsins til að koma mjólkinni á mark- að. En hreinlæti við þessa framleiðslu var stórlega ábótavant og æ ofan í æ var spillt mjólk send á markað með hryllilegum afleiðingum; barnadauða og miklum heilsuskaða fjölda fólks sem rekja mátti til baktería og gerla í mjólkinni. Þetta voru þó ekki gerlar eða bakteríur sem komu úr kúnum í mjólkina; mannskepnan hafði þolað þær í þúsundir ára; heldur voru þetta bakteríur sem komust í mjólkina ein- hvers staðar í framleiðslu- eða dreifi- kerfinu og sem fjölguðu sér hratt í næringarríkri mjólkinni. Þessi sóðarekstur leiddi til þess að gerilsneyðing var lögleidd í New York og síðar í Bandaríkjunum öllum. Þetta bann við sölu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum er enn svo víðtækt þarlendis að bannað er að flytja inn franska osta til Bandaríkjanna sem flestir eru unnir með aldagömlu lagi; þ.e. að hita mjólkina í um 50 gráður en ekki upp í rúmlega 70 gráður eins og krafist er svo að mjólk teljist löglega gerilsneydd. Gerilsneyðing í pólitískum tilgangi Og þegar gerilsneyðing hafði verið lögleidd í Bandaríkjunum leið ekki á löngu áður en slík lög voru sett um flest öll Vesturlönd. Svona lög voru lögfest á Íslandi árið 1934; en þó fyrst og fremst með það að augnamiði að ná allri mjólkurdreifingu undir Sam- bandið og samtök bænda og koma í veg fyrir að stórbúskapur Thor Jensen að Korpúlfsstöðum næði að leggja undir sig þéttbýlismarkaðinn í Reykjavík. Lögin einskorðuðu löglega gerilsneyðingu við tækin sem Mjólk- ursamsalan í Reykjavík, sameignar- félag bænda, hafði keypt en útilokaði þá gerilsneyðingu sem Thor Jensen hafði komið upp á Korpúlfsstöðum. Hann var því neyddur til að flytja alla sína mjólk í Mjólkursamsöluna og kaupa gerilsneyðingu af samkeppnis- aðilum sínum. Honum var líka meinað  Sagan aF því hvernig maturinn okkar breyttiSt – FyrSti hluti: Flóttinn frá náttúrunni Þegar Louis Pasteur áttaði sig á að það eru litlir gerlar sem láta mjólkina súrna urðu straumhvörf í matvælaframleiðslu og -dreifingu. Þessi uppgötvun gat af sér nýja hugsun um mat; framleiðslu og dreifingu sem var gerólík þeirri sem mannskepnan hafði lifað með og lifað á í þúsundir ára. Með uppgötvun Louis Pasteur verða skil í því hvernig maðurinn geymir mat. Áður hafði maðurinn notað gerla til að geyma mat en á eftir geymdi hann mat með því að tryggja að gerlarnir kæmust ekki í matinn. Og þessi hefur þróunin verið um öll Vestur- lönd. Örfá gríðarlega stór mjólkur- vinnslufyrir- tæki drottna yfir mörkuð- unum og fram- leiða sífellt ein- hæfari vörur; gerilsneyddari og geymslu- þolnari til að ráða við sífellt stærra mark- aðssvæði Framhald á næstu opnu 56 samtíminn Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.