Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 20
E in af mínum fyrstu minning- um er þegar ég var ein heima í herberginu mínu, í mesta lagi fimm ára gömul, og hélt tónleika fyrir bangsana mína og dúkkurnar. Ég raðaði þeim um her- bergið sem áhorfendum en var sjálf upp í glugga að syngja, dró gluggatjöldin fyrir og frá á milli atriða og ég kynnti meira að segja atriðin,“ segir Guðrún Gunn- arsdóttir sem um þessar mundir fagnar þrjátíu ára söngafmæli, auk þess sem hún varð fimmtug á síðasta ári. „Bróðir minn dró vini sína heim til að liggja á gægjum og skoða þessa skrýtnu systur. Ég man að mér sárnaði mikið þegar ég komst að því,“ segir hún og hlær. Á þessum tíma söng Guðrún helst þau lög sem hún hafði heyrt í útvarpinu, meðal annars lög hinnar ástsælu Ellýjar Vil- hjálmsdóttur og bandarísku djasssöng- konunnar Ellu Fitzgerald. Hún vissi þá ekki að það ætti fyrir henni að liggja að syngja lög Ellýjar á fjölda tónleika síðar meir og gefa út metsöluplötuna Óður til Ellýjar sem hún hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin fyrir. Guðrún hélt sérstaka afmælistónleika í lok síðasta árs og seldust miðarnir upp á örskömmum tíma. Vegna þess hversu mikil eftirspurnin var mikil heldur hún aukatónleika í Salnum næstkomandi fimmtudagskvöld og aðra tónleika á Akureyri tveimur dögum síðar í Menn- ingarhúsinu Hofi. Á efnisskránni verða ýmis lög af ferlinum en mörg þeirra var að finna á plötunni Bezt sem Guðrún gaf út fyrir síðustu jól í tilefni af þessum tveimur stórafmælum þar sem bestu lögin af fyrri plötum hennar voru saman komin. Lítur á Ólaf sem velgjörðarmann sinn Í fyrsta bekk grunnskóla var Guðrún svo heppin að fá Ólaf heitinn Þórðarson, oftast kenndan við hljómsveitina Ríó Tríó, sem tónmenntakennara. „Ég man vel eftir því þegar hann lét mig koma upp að töflu og syngja lagið „Ef væri ég söngv- ari.“ Ég lít á Ólaf sem velgjörðarmann minn. Við eigum oft velgjörðarmenn í lífinu sem maður fattar ekki fyrr en eftir á hvað þeir áttu stóran þátt í að greiða götu manns á hverjum tíma og opna fyrir manni dyr. Í gagnfræðaskóla var ég aftur með Ólaf sem tónmenntakennara. Hann setti þá saman risastóra hljómsveit og bjó til heilu söngleikina. Hann var ástríðu- fullur tónmenntakennari og hreif alla með sér.“ Guðrún er fædd og uppalin í Kópavogi, gekk í Digranesskóla, Víghólaskóla og fór síðan í Menntaskólann í Kópavogi. Á menntaskólaárunum stofnaði Guðrún ásamt félögum sínum hinn fornfræga MK kvartett sem gerði það gott í upphafi níunda áratugarins, kom fram á skemmt- unum víða um land, í sjónvarpi og útvarpi. „Við lágum saman á stofugólfinu heima hjá hvert öðru með heyrnartól, hlustuðum á plötur með Manhattan Transfer og pikk- uðum upp raddirnar. Ólafur Þórðar tók þennan kvartett upp á sína arma og við vöktum mikla athygli.“ MK kvartettinn kemur í fyrsta skipti saman eftir 25 ár á tónleikunum nú í febrúar. „Við hlustuðum á upptökurnar um daginn og vorum satt að segja hissa á því hvað við vorum góð. Þetta var mjög flott tónlist sem við vorum að flytja og erfiðar raddsetningar. Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Vonandi náum við að skapa þessa stemningu aftur á tónleikunum.“ Söng fyrir bangsana sína Guðrún Gunn- arsdóttir byrjaði á barnsaldri að halda tónleika fyrir leikföngin sín. Í grunnskóla kenndi Ólafur Þórðarson úr Ríó Tríó henni tónmennt og áttu leiðir þeirra eftir að liggja saman um árabil. Á auka- tónleikum sem hún heldur í tilefni af 30 ár söngafmæli sínu kemur hinn fornfrægi MK kvartett saman í fyrsta skipti í 25 ár. Sambýlismaður Guðrúnar, Hannes Friðbjarnarson, er í hljómsveitinni sem spilar með henni á tónleikunum en mikil fjölmiðlaum- fjöllun um þau þegar sambandið var nýhafið kom afar illa við fjöl- skyldur þeirra og börn. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Í sal FÍ 19. febrúar, kl. 20:00 Mæling á rýrnun íslenskra jökla með leysitækni Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur fræðir okkur um rannsóknir sínar á rýrnun íslenskra jökla með leysitækni. Borgarfjörður eystra, torfærar leiðir á Víknaslóðum Að loknu kaffihléi mun Þórhallur Þorsteinsson frá Egilsstöðum fara með okkur um torfærar leiðir í Víkunum á Borgarfirði eystra. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Mæling á rýr nun íslenskra jökla með le ysitækni Borgarfjörðu r eystra, torfæ rar leiðir á Ví knaslóðum 20 viðtal Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.