Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 22
Guðrún hins vegar alið manninn í
Kópavogi þar sem hún býr nú ásamt
fjölskyldu sinni. „Ég bý þar með
manninum mínum, Hannesi Frið-
bjarnarsyni, sem er trommari í Buff-
inu. Hann er Kópavogsbúi eins og ég.
Svo á ég stjúpson á ellefta ári og þrjár
dætur, en auk þess á ég eina 25 ára
stjúpdóttur í Kaupmannahöfn sem á
þrjú börn þannig að ég er löngu orðin
amma,“ segir hún en þar er um að
ræða dóttur fyrrverandi eiginmanns
og barnsföður Guðrúnar, Valgeir
Skagfjörð. „Svona er hin samsetta
nútímastjúpfjölskylda og þetta gengur
mjög vel.“
Fimm ár eru síðan þau tóku saman
og vakti það mikla fjölmiðlaathygli,
óþægilega mikla fyrir fjölskyldur
þeirra. „Hannes er tólf árum yngri
en ég og líklega er það hluti þess að
sambandið vakti svona mikla athygli
sem í raun eru ákveðnir fordómar því
enginn hefði kippt sér upp við þetta ef
kynjaskiptingin hefði verið öfug. Við
vorum bæði í sambúð, og ég gift, þeg-
ar við kynntumst og í framhaldi af því
gengum við í gegnum skilnað. Þegar
við Valgeir skildum var fjallað um það
á forsíðu Séð og heyrt og skrifað um
alls konar smáatriði sem ég hef aldrei
séð fjallað um í tengslum við skilnað
á Íslandi, hvorki fyrr né síðar,“ segir
Guðrún en samband hennar Valgeirs
hafði varað í rúm 23 ár. „Maður á bara
þetta eina líf og það var aldrei vafi í
mínum huga að þetta væri það sem
ég vildi en skilnaður er alltaf erfiður
og átak fyrri alla. Við Hannes höfum
verið saman frá árinu 2009 og höfum
reynt að vinna eins vel úr aðstæðum
og við getum, og alltaf sett börnin í
forgang. Óneitanlega voru börnin og
fjölskyldur okkar óvarðar fyrir fjöl-
miðlaumfjölluninni. Ég hef alltaf litið á
mig sem venjulega húsmóður í Kópa-
vogi þó ég sé söngkona þannig að það
kom mér óþægilega á óvart hvað það
var mikið fjallað um þetta. Við erum
mikið fjölskyldufólk og höfum reynt
að vera svolítið prívat og þess vegna
finnst mér eiginlega óþarfi að tala um
þetta.“
Best að syngja í kirkjum
Hannes er í hljómsveitinni sem spilar
á tónleikum Guðrúnar en upphaflega
kynntust þau í gegn um tónlistina og
hefur Guðrún tekið þátt í fjölbreyti-
legum verkefnum í gegnum tíðina, en
best af öllu finnst henni að syngja í
kirkjum. „Kirkjan er minn staður. Það
hefur bara einhvern veginn æxlast
þannig og ég hef sungið mikið í jarðar-
förum. Lagið „Umvafin englum“ er
mitt lag og ég syng það nánast í hverri
jarðarför, og svo lagið hennar Ellýjar
„Heyr mína bæn.“ Ég hef aldrei samið
neitt og lít meira á mig sem laga-
miðlara. Reyndar hef ég samið eitt-
hvað sem er vel geymt ofan í skúffu
en kannski á ég eftir að stökkva fram
með mitt efni, kannski um sextugt. Ég
hef alltaf lagt áherslu á að flytja góðan
texta og túlkun.“
Hún hefur líka sungið mikið með
karlakórum, meðal annars Karlakór
Kjalnesinga og Karlakórnum Heimi,
og ferðast með þeim um allt land. „Mér
finnst það rosalega skemmtilegt að
vera með þessum frábæru körlum sem
bera mig á höndum sér og komið er
fram við mig eins og prinsessu. Þetta
eru góðir karlar og skemmtilegir.“
Litla stelpan sem hélt tónleika fyrir
dúkkurnar sínar og bangsana, og
söng „Ef væri ég söngvari“ fyrir bekk-
inn, lagði sönginn sannarlega fyrir sig.
„Mér finnst gaman að vera á þessum
stað, að eiga 30 ára söngafmæli og
vera enn að. Það er ekki sjálfgefið.
Ég hef alltaf verið að bíða eftir því
að ferillinn fjari út en svo gerist það
aldrei, og ég er afskaplega þakklát.
Ég var alltaf syngjandi sem barn og
unglingur og ég held að það sé bara
þannig, annað hvort fæðist maður
með þessum ósköpum eða ekki. Mið-
dóttir mín hefur til dæmis afskaplega
mikinn áhuga á hundum og hestum,
en hún er ekki alin upp þannig heldur
bara fæddist hún svona. Ég er ánægð
með líf mitt í dag, ég mjög hamingju-
söm – og ástfangin, við bæði.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
MK kvartettinn ke
mur í fyrsta skipt
i saman
eftir 25 ár á tónle
ikunum nú í febrú
ar. Þessi
menntaskólakvar
tett var afar vins
æll á
sínum tíma og ko
m fram bæði í sjó
nvarpi og
útvarpi. Mynd úr ei
nkasafni
„Vanabindandi
akstursánægja“
Ford Focus.
5 dyra frá 3.490.000 kr.
Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni
EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins,
tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka
sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km.
Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni
fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr.
öllum Ford Focus í febrúar. Nýttu tækifærið.
Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak.
ford.is
Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
Viltu vita meira um Ford Focus?
Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum og meðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því
hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þú með með lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum
vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér.
Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Station frá 3.640.000 kr.
Ford_Focus_5x18_14.01.2013.indd 1 31.1.2014 15:21:46
22 viðtal Helgin 14.-16. febrúar 2014