Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 66
2 Mandarín kínverska er eitt útbreiddasta tungumálið í heiminum. Íbúar Hong Kong fá frí úr vinnu einu sinni á ári til að sópa í kringum grafir forfeðra sinna. Kínverskar konur giftast oftast í rauðu sem er litur lukkunnar. Hvítur litur táknar hinsvegar dauðann. Einn af hverjum fimm íbúum jarðar er kínverskur. Rúmlega 50.000 tákn eru í kínverska ritmálinu. Þú þarft að kunna 1500-3000 tákn til að vera fær um að lesa kínversk dagblöð. Meðal menntaður einstaklingur lærir um það bil 5000 tákn. Í Kína eignast ennþá flestir bara eitt barn þó svo að slakað hafi ver- ið á reglum um barneignir. Til að koma í veg fyrir fóstureyðingar í Kína fá verðandi foreldrar ekki að vita kyn barnsins, þar sem margir foreldrar kjósa að eignast drengi í stað stúlkna. Það eru 32 milljónir fleiri drengir en stúlkur í Kína. Talið er að um tugi milljóna karlmanna muni vera ófærir um að finna sér eigin- konur í framtíðinni. Samkvæmt sögunni uppgötvaðist tedrykkja af kínverska keisar- anum Shennong sem einnig er kallaður faðir kínverskra lækninga árið 2.737 f.Kr. þegar telauf féll í sjóðandi vatn hans. Kínverjar telja te vera nauðsyn lífsins. Kínverjar fundu upp flugdreka („pappírs fugla“ eða „Aeolian hörp- ur“) fyrir um 3.000 árum síðan. Þeir voru notaðir til að hræða óvini í bardaga. Í suðvesturhluta Kína, er skemmtigarður sem heitir Konungsríki smáfólksins. Þar starfa tæplega 200 kínverskir dvergar við að skemmta ferðamönnum og skólabörnum með söng og dansi. Allur garðurinn er hannaður með þarfir smáfólksins í huga. Ein vinsælasta íþróttinn í Kína er borðtennis (Ping Pong). Stærsta verslunarmiðstöð í heimi, New South China Mall, er í borginni Dongguan í Kína. Verslunarmiðstöðin er með pláss fyr- ir 2.350 búðir, en hefur nánast staðið tóm síðan hún opnaði árið 2005. Verslunareigendum finnst leiguverð of hátt og viðskiptavinir láta ekki sjá sig. Fyrsta sjálfsala veraldar sem selur lifandi krabbadýr er að finna í neðanjarðarlestarstöð nálægt Hangzhou, höfuðborg Zhejiang héraðs. Um 200 krabbar eru seldir daglega og fá viðskiptavinirnir greiddar bætur ef krabbinn kemur dauður út. Vissir þú að? Sex mánaða ferðalag Andreu Lífar Ægisdóttur varð að þrettán mánaða dvöl í landinu. Andrea Líf leggur nú stund á nám í við- skiptatengdri kínversku við Há- skóla Íslands. Andrea Líf Ægisdóttir ákvað að halda í reisu um Kína árið 2011 þegar pabba hennar bauðst að fara í skiptinám til Shanghæ. Stefnan var sett á ferðalag, frá Peking og yfir til suð-austur Asíu. Áætlanir Andreu fóru þó út um þúfur og hún endaði á því að dvelja 13 mánuði í Kína og leggja stund á kínverskunám í háskól- anum í Haikou, í minnsta héraði landsins. Skellti sér á kínverskunámskeið „Fyrsti dagurinn í Peking var einhver erfiðasti dagur lífs míns. Það kom mér ótrúlega á óvart hversu erfitt það var að finna enskumælandi fólk í höfuðborg Kína. Enginn gat bent mér á hvert ég ætti að fara og leigubílar vildu ekki stoppa fyrir mér,“ segir Andrea en það var ýmislegt sem átti eftir að koma henni á óvart á meðan á dvöl hennar í Kína stóð. Næsta mánuðinn ferðaðist hún frá Peking til Tíbet og þaðan til Shanghæ. „Í Shanghæ fékk ég þá snilldar hugmynd að taka stutt kínverskunámskeið til að hjálpa mér að komast milli staða. Eftir námskeiðið var ég mikið öruggari á ferðalaginu svo ég ákvað að lengja dvölina í Kína og læra kín- versku.“ Kínverskunámið stundaði Andrea í Haikou, höfuðborg Ha- inan eyju sem er í Suður-Kínahafi. Þar segir hún hafa ríkt rólegt and- rúmsloft og fólk hafi lítið verið að flýta sér. „Lífið í Kína er að mínu mati rólegt og þægilegt og matar- ins mun ég alltaf sakna!“ Oft bent í ranga átt Varðandi það hvort þeir Kínverjar sem Andrea talaði við hafi heyrt um Ísland segist þessi brosmildi ferðalangur eiga erfitt með að svara þeirri spurningu. í Kína er ekki til siðs að viðurkenna að fólk skorti þekkingu og því er erfitt að átta sig á því hvort það veit hvar Ísland er. „Ég get ekki talið hversu oft ég spurði til vegar og mér var bent í vitlausa átt af fólki sem virtist vita nákvæmlega hverju ég væri að leita að. Á svipaðan hátt er ég viss um að margir hafi kinkað kolli og sagst vita hvar Ísland væri án þess að hafa hugmynd legu landsins,“ segir Andrea. -Hrefna Rós Matthíasdóttir Heimsreisan breyttist í háskólanám Útgefandi: Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, Háskóla Íslands Greinaskrif: Meistaranemar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands Umbrot: Stefán Drengsson Andrea Líf á Kínamúrnum. Mynd: Andrea Líf ÆgisdóttirAndrea fór víða og skoðaði meðal annars Kínamúrinn Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð árið 2008 á Íslandi. Hún er ein fjölmargra sambæri- legra stofnana sem reknar eru við háskóla víða um heim. Tilgangur hennar er að stuðla að fræðslu um kínverska menningu, tungu og samfélag. Háskóli Íslands rekur Konfús- íusarstofnunina í samstarfi við Hanban, undirstofnun menn- ingarmálaráðuneytis Kína, og Ningbo háskóla í Zhejiang-fylki í Kína. Frá Ningbo háskóla koma kennarar hingað til lands og dvelja að jafnaði tvö ár við kennslu. Kennararnir annast að mestu kennslu í kínversku við Háskóla Íslands en hafa að auki kennt námskeið við Endurmenntunar- stofnun háskólans og Mennta- skólann við Hamrahlíð. Konfúsíusarstofnun stendur reglulega fyrir ýmsum menn- ingar- og fræðaviðburðum og annast að auki stöðluð kínversku- próf. Konfúsíusarstofnunin Norð- urljós er til húsa í Nýja Garði. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós Starfsfólk Konfúsíusarstofnunarinnar. Mynd: Stefán Drengsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.