Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 78
— 6 — 14. febrúar 2014 Augnheilbrigði Fæst í öllum helstu apótekum um allt land. www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Eldri umbúðir Nýjar umbúðir Á stæður bráðra bakverkja segir Gísli geta verið margþættar og nefnir sem dæmi læsingar í smáliðum hryggjarins sem stjórna hreyfingum hryggjarliða. „Það má líkja læsing- um í smáliðum við hurð sem er stíf á hjörunum og þarf að smyrja til að hún opnist og lokist rétt. Ef smálið- irnir læsast sem getur gerst þegar líkaminn þolir ekki ákveðið álag virð- ast liðfletir smáliða leggjast í ranga stöðu og ein kenning er sú að liðpok- inn sem umlykur smáliði klemmist á milli sem veldur einkennum og oft og tíðum miklum verkjum.“ Vert sé þó að hafa í huga að aðrir vefir sem liggja að hryggnum geti einnig gef- ið einkenni þó skýringarnar geti verið fleiri. „Einkenni geta verið frá hryggþófa sem liggur milli aðlægra hryggjarliða en hryggþófinn virkar sem dempari og tekur við lóðréttu samþjöppunarálagi. Mesta álagið á hryggþófann er við langvarandi ein- hæfar stöður eins og kyrrsetu eða ranga líkamsstöðu og beitingu.“ Stundum er það sambland af smáliðum og hryggþófa sem skýra bakverk sem hefur áhrif á hreyfi- mynstur og almenna færni einstak- lingsins. Gísli segir oftast einhvern undanfara bráðra bakverkja eins og stirðleika í baki og vöðvakerfi sem umlykur hryggjarsúluna. „Oft án þess að fólk hafi veitt því athygli sem svo síðar gefur sig við einhverja at- höfn sem þarf ekki endilega að vera nema klæða sig í sokka að morgni eða bogra fram eftir léttum hlut frá gólfi.“ Til að lina þjáningar og verki þegar óvættirnar hafa tekið sér bólfestu í líkamanum segir Gísli mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í mörgum tilfellum vari þessi einkenni aðeins um stundarsakir en yfirleitt þurfi að taka því rólega fyrstu tvo sólar- hringana. „Í kjölfarið er mikilvægt að leita sér hjálpar hjá fagaðilum eins og sjúkraþjálfurum sem hafa þekk- ingu á meðhöndlun bráðaeinkenna frá baki. Ef skoðun og greining gefur vísbendingu um að smáliðir eigi sök á einkennum frá bakinu geta ýmis meðferðarsnið flýtt fyrir bata, meðal annars liðlosun á hryggjarliði.“ Séu einkennin hins vegar frá hryggþóf- anum er nálgunin öðruvísi því skjól- stæðingar þurfa að fylgja ákveðnum leikreglum til að ná árangri og þar skiptir samvinna sjúkraþjálfara og Óvættirnar þursabit, skessuskot og djöflatak lýsingar bráðra bakverkja Fólk sem fær snöggt í bakið lýsir flest mikilli vanlíðan og kvölum. „Ekki þarf annað en vitna í orð eins og þursabit, skessuskot og djöflatak sem eru orð sem fólk fyrr á tímum notaði til að lýsa slæmum bráðabakverk,“ segir Gísli Sigurðsson, MT-sjúkraþjálfari hjá Klíník sjúkraþjálfun. skjólstæðinga miklu máli. „Ef nefna á eitt meðferðarsnið við hryggþófarösk- un þá getur togmeðferð í sumum til- fellum hjálpað en fræðsla er líka stór þáttur meðferðarinnar,“ segir Gísli og leggur áherslu á að ávallt þurfi að meta hvern og einn skjólstæðing með tilliti til einkenna og almennrar færni áður en meðferðarsnið er ákveðið. Gísli Sigurðsson, MT-sjúkraþjálfari hjá Klíník sjúkraþjálfun, segir oftast einhvern undanfara bráðra bakverkja eins og stirðleika í baki og vöðvakerfi sem umlykur hryggjarsúluna. Ljósmynd/Hari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.