Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 82
— 10 — 14. febrúar 2014
Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir
L ýtalæknirinn Jóhannes Árnason lifir sannkölluðu flökkulífi því hann starfar í þremur löndum. Hann er hluthafi í Teres Medical Group, sem rekur 17 stofur á Norðurlöndum. Jóhannes vinnur fyrir
Teres í Kaupmannahöfn og Malmö aðra hverja viku og hér
á Íslandi hjá DeaMedica á milli. Á Íslandi býr fjölskyldan
– eiginkonan og börnin tvö. Þau bjuggu erlendis í ellefu
ár en fluttu heim haustið 2008, stuttu áður en þáverandi
forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland. „Ætlunin var
að ég myndi vinna áfram úti í tvö til þrjú ár í viðbót þó við
værum flutt heim. Árin verða orðin sex næsta haust. Það er
mjög gaman að starfa í þremur löndum en helgarnar á ég
alltaf heima á Íslandi með fjölskyldunni. Flugsamgöngur
héðan til Kaupmannahafnar eru fínar og ég nýt góðs af
samkeppni flugfélaganna. Aðeins klukkutíma eftir að ég
lendi í Kaupmannahöfn er ég mættur í vinnuna.“
Æskudraumur að verða lýtalæknir
Jóhannes ólst upp í Breiðholtinu og þaðan lá leiðin í
Menntaskólann við Sund. Áður en læknisfræðinámið hófst
lærði Jóhannes trésmíði og lauk öllum fögum nema einu.
„Ég var aðeins 14 ára þegar ég gerði mér grein fyrir því
að lýtalækningar væru mjög spennandi. Frá 10 ára aldri
vann ég í Kjötbúðinni Borg við að skera kjöt sem var fínt
en mér þykir þó mun skemmtilegra að skera lifandi fólk,“
segir Jóhannes og brosir. Aðspurður hvort margt sé líkt
með lýtalækningum og smíðum segir hann bæði vissulega
vera handverk. Þessa dagana fæst hann við smíðar á nýju
húsi fjölskyldunnar og kveðst sáttur að búa nálægt fjöl
skyldu og vinum á Íslandi. „Ég hitti einu sinni prófessor í
Bandaríkjunum sem hafði tekið eftir því að fólk frá Íslandi
og Chile stefndi alltaf að því að flytja heim að námi loknu,
ólíkt öðrum nemendum. Einhverra hluta vegna er það ríkt
í okkur Íslendingum og er ég þar engin undantekning.“
Æfingin skapar meistarann
Í námi og starfi hefur Jóhannes einbeitt sér að fegrunar
aðgerðum en fæst lítið við lýtaaðgerðir, eins og þær sem
gerðar eru eftir slys eða veikindi. Að hans mati er mikil
vægt að einbeita sér að ákveðnu afmörkuðu sviði til að
öðlast færni, með fjölbreytni þó. Frá því námi lauk hefur
Jóhannes starfað víða á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Jóhannes Árna-
son lýtalæknir
býr á Íslandi en
starfar í þremur
löndum. Frá
tíu ára aldri
vann hann í
Kjötbúðinni Borg
við að skera kjöt
en segir mun
skemmtilegra að
skera lifandi fólk.
Hann er þeirrar
skoðunar að
samfélagið hafi
áhrif á hugmynd-
ir fólks um það
hvað er gott útlit
og hvað ekki.
Jóhannes Árnason lýtalæknir starfar aðra hverja viku í Malmö og Kaupmannahöfn og aðra hverja á Íslandi. Meirihluti þeirra
sem til hans leita eru konur en þó eru karlarnir nokkrir og koma þeir helst í fitusog og að láta laga augnlok. „Svo koma eldri
karlar líka í andlitslyftingar en þeir leggja alltaf mikla áherslu á að lyftingin sé það lítil að hún sjáist varla,“ segir Jóhannes
Árið 2010 var honum og dönskum félaga
hans svo boðin staða hjá Teres Medi
cal Group við að byggja upp starfsemi
þeirra í Kaupmannahöfn og Malmö. „Á
þeim tíma var ég farinn að hugsa um
að flytja alfarið heim en verkefnið var
spennandi og krefjandi svo ég lét til leið
ast að vera með í þessari uppbyggingu
og ég er þar enn. Frá árinu 2012 hef ég
líka fengist við kennslu fyrir Galderma/
Qmed á Norðurlöndunum sem selur Bo
tox og fylliefni.“
Karlar í fitusog og augnpokaað-
gerðir
Jóhannes segir ekki svo mikinn mun á
því hvernig aðgerðum fólk sækist eftir
í löndunum þremur með einni undan
tekningu þó. „Í Malmö hef ég mjög
mikið að gera í nefaðgerðum, einhverra
hluta vegna. Það er hins vegar lítið um
þær hjá mér á Íslandi. Annars eru þetta
svipaðar aðgerðir en ég finn breyting
ar eftir því sem árin líða. Til dæmis er
minni feluleikur í kringum fegrunar
aðgerðir núna en áður og margt fólk
sem segir hiklaust frá því að hafa farið
í slíkt.“
Konur eru í meirihluta þeirra sem
leita til Jóhannesar þó karlarnir séu líka
nokkrir og koma þeir yfirleitt í fitusog
eða að láta laga augnlok. „Þessar tvær
aðgerðir þykja ekki vandræðalegar. Svo
koma eldri karlar líka í andlitslyftingar
en þeir leggja alltaf mikla áherslu á að
lyftingin sé það lítil að hún sjáist varla.“
Á árum áður voru konur yfirleitt 55
ára og eldri þegar þær komu í andlits
lyftingu en Jóhannes segir aldurinn fara
sífellt lækkandi og nokkuð um að fer
tugar konur kanni möguleikann á slíku.
„Ég ráðlegg fólki að byrja ekki of seint
því þá getur lyftingin verið erfiðari við
fangs. Það er oft auðveldara að halda
sér fínum með því að koma fyrr. Sú
elsta sem hefur komið til mín í andlits
lyftingu var 84 ára. Hún var mjög frísk
og hélt sér vel en fannst eitthvað vera
farið að láta undan og kominn tími til
að athuga með lyftingu. Sú yngsta var
34 ára, ef ég man rétt.“
Samfélagið hefur áhrif
Skiptar skoðanir eru um ágæti fegr
unaraðgerða og er því stundum haldið
fram að fjölmiðlar og þrýstingur sam
félagsins hafi þau áhrif að fólk finni hjá
sér þörf til að fara í slíkt. „Hjá því er
ekki hægt að horfa að samfélagið hefur
áhrif á hugmyndir okkar um það hvað
er gott útlit og hvað ekki. Skilaboðin
berast víða að og svo má hver hafa sinn
smekk. Samt má ekki gleyma því að
mikil heilsuvakning hefur orðið hér á
landi á undanförnum árum sem hefur
meðal annars skilað því að Íslendingar
eru farnir að léttast. Aðgerðirnar eru
hluti af því að fólk vill líta betur út. Fólk
verður vissulega fyrir áhrifum úr sínu
samfélagi og það getur haft bæði nei
kvæðar og jákvæðar afleiðingar.“ Jó
hannes tekur unnar ljósmyndir í tíma
ritum sem dæmi og segir fólk almennt
gera sér betri grein fyrir því að þær séu
yfirleitt ekki raunverulegar. „Slíkar
myndir hafa áhrif og vekja upp hjá fólki
pælingar um útlit sitt en svo eru auðvit
að einhverjir sem finna þörfina innra
með sér. Ég sé ekkert að því ef fólk vill
líta vel út. Þetta byggist fyrst og fremst
á því að halda góðri heilsu og líta vel og
frísklega út.“
Jóhannes leggur áherslu á að eftir
aðgerðir líti fólk eðlilega út og er ekki
hrifinn af því þegar fólk sækist eftir því
að líta þannig út að langar leiðir sjáist að
viðkomandi hafi farið í fegrunaraðgerð.
„Ég hef þó haft þannig sjúklinga. Til
dæmis man ég eftir tveimur sem fannst
nefið á Michael Jackson bara fínt eins og
það var orðið. Því var ég nú ekki sam
mála. Almennt er fólk þó fyrst og fremst
að sækjast eftir því að líta vel út eins og
það er.“
Gefandi að gleðja
Reynsla Jóhannesar er sú að fegrun
araðgerðir hafi góð áhrif á sjálfstraust
fólks og bendir á að ýmsar rannsóknir
sýni það. „Það eru margir sem finna
að lífið gengur betur – heima við, í
vinnunni, samlíf para er innilegra og
fólk er ánægðara með sig á allan hátt.
Það er mjög gaman að sjá útgeislunina
þegar fólk kemur til mín í eftirskoðun
eftir aðgerð. Ég sé yfirleitt mikinn mun
og það er allt annar ljómi yfir fólki og
augljóslega meira sjálfstraust.“
Flakkar og fegrar
Kemur næst
út 14. mars
liggur einnig frammi
á heilbrigðisstofnunum.
Líftíminn er prentaður
í 87 þúsund eintökum
og dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og á Akureyri.
Líftíminn fylgir
Fréttatímanum
og má nálgast
blaðið um land allt.
HeiLbrigðismáL í brennidepLi
Nánari upplýsingar gefur Gígja Þórðardóttir | gigja@frettatiminn.is | 531 3312