Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 80
— 8 — 14. febrúar 2014
Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir
V ið stöndum frammi fyrir ýmsum áhugaverðum áskorunum í heilbrigðismálum á næstu árum. Það er mikil gróska í starfsemi
nýrra fyrirtækja á heilbrigðissviði og hér
eru sterk fyrirtæki í fremstu röð á sínu
sviði í heiminum, eins og til dæmis De
code, Nox Medical og Kerecis. Við erum
nú að greina hvort grundvöllur sé fyrir
stofnun heilbrigðisklasa á Íslandi og höf
um þegar fengið marga að verkefninu, eins
og heilbrigðisráðuneytið, Félag atvinnu
rekenda, Læknafélagið og fjölda fyrirtækja
í heilbrigðistengdri starfsemi. Í starfinu
höfum við velt því upp hvort hér séu van
nýtt tækifæri í heilbrigðiskerfinu og hvort
formleg stofnun á heilbrigðisklasasam
starfi myndi flýta því að tækifærin yrðu
nýtt. Í þeirri vinnu höfum við spjallað við
ótalmarga sem að málaflokknum koma og
tekið púlsinn,“ segir Friðfinnur Hermanns
son, sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtæk
inu Gekon.
Hugmyndin um íslenskan heilbrigðis
klasa byggir á því að með formlegu klasa
samstarfi nái bæði fyrirtæki og stofnanir
innan heilbrigðisgeirans að sammælast um
betri innviði í greininni þannig að starfs
skilyrði verði betri. Þar má nefna eflingu
nýsköpunarumhverfisins, betri menntun,
markvissari samræðu við stjórnvöld og
gagnaöflun ýmis konar svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrirtæki og stofnanir keppa svo sín á milli
í veitingu þjónustunnar og framleiðni vex
auk þess sem gæðin verða betri. „Þetta hef
ur verið gert víða í heiminum og þarf ekki
að leita lengra en til Kaupmannahafnar
svæðisins þar sem er starfandi klasasam
starf undir heitinu „Medicon Valley“ sem
teygir sig yfir til SuðurSvíþjóðar og hefur
náð góðum árangri. Þannig að við erum alls
ekki að finna upp hjólið.“
Hugmyndin kviknaði innan þekkingar
fyrirtækisins Gekon og á sama tíma hófu
Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð
inu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sam
starf um þróun heilbrigðistækniklasa og
er nú stefnt að samvinnu þessara og fleiri
við greiningu á heilbrigðistengdri atvinnu
starfsemi og vannýttum tækifærum innan
hennar. Gekon hefur mikla reynslu af klasa
málum og kom að uppbyggingu íslenska
jarðvarmaklasans Iceland Geothermal og
hefur unnið mikið innan ferðaþjónustunnar.
Stærri kaka
Ein af hugmyndunum er að efla hér á landi
svokallaða læknistengda ferðaþjónustu.
Þegar er kominn vísir að slíku hjá augn
lækningafyrirtækjum sem taka á móti
nokkur hundruðum útlendinga ár hvert,
flestum frá Danmörku og Færeyjum. „Hing
að koma líka margar þúsundir til heilsu og
læknismeðferðar í Bláa lóninu. Þessa grein
mætti efla mikið og við eigum ekki að vera
hrædd við það. Með því að stækka markað
inn er hægt að gera umhverfið meira spenn
andi og fjölbreyttara, bæði fyrir þá Íslend
inga sem þjónustuna nota og starfsfólkið.
Með þeim hætti myndi fleira heilbrigðis
starfsfólk líta á það sem vænlegan kost að
flytja aftur til Íslands að námi loknu. Þetta
getur hjálpað okkur að byggja hér upp góða
þjónustu og skemmtilegt umhverfi,“ segir
Friðfinnur.
11
af
29
fyrirtækjum
í eignasafni
Nýsköpunar-
sjóðs Íslands
tengjast heil-
brigðismálum.
Samkvæmt McKinsey
skýrslunni frá 2012
um hagvaxtarmögu-
leika á Íslandi í fram-
tíðinni þurfa að koma
til nýjar undirstöðu
atvinnugreinar á næstu
áratugum. Ljóst er
að þær sem fyrir eru,
stóriðja, sjávarútvegur
og ferðaþjónusta,
munu ekki vaxa
endalaust og því er
ljóst að eitthvað annað
þarf að koma til eigi að
tryggja áframhaldandi
almenna hagsæld.
Síðan skýrslan kom út
hefur orðasambandið
„eitthvað annað“ verið
mikið notað og ýmsar
hugmyndir kviknað og
nú er þeirri spurningu
velt upp hvort heil-
brigðistengd starfsemi
geti orðið ein af undir-
stöðu atvinnugreinum
á Íslandi.
Samhliða breytingum á heil-
brigðisþjónustu
Á sama tíma og unnið hefur verið að
undirbúningi á stofnun heilbrigðisklasa
hafa yfirvöld kynnt breytingar á heil
brigðisþjónustu sem koma eiga til fram
kvæmda fram til ársins 2017. Friðfinnur
segir hugmyndir um heilbrigðisklasa
fara vel við þær breytingar. Til dæmis
verði rýmri reglur um rekstrarform sem
bjóði upp á einkarekstur. „Það skiptir
ekki öllu máli hver veitir þjónustuna,
heldur að hún sé góð og að allir hafi að
gang að henni óháð efnahag.“
Heilbrigðiskerfið er gott
Friðfinnur segir að þrátt fyrir niður
skurð síðustu ára og ýmis vandamál
sé heilbrigðiskerfið á Íslandi gott og að
innan þess séu mörg vannýtt tækifæri.
„Starfsfólk innan heilbrigðisgeirans
er mjög vel menntað og hefur sótt sér
menntun víða um heim. Meðal heil
brigðisstarfsmanna er gott tengslanet,
bæði innanlands og til bestu mennta
stofnana í heimi. Hér á landi eru mjög
sterkir gagnagrunnar sem fyrirtæki
eins og Decode og Hjartavernd nýta
í sinni starfsemi. Grunnurinn hjá
Krabbameinsskrá er einnig mjög ítar
legur og dýrmætur til rannsókna. Stað
setning landsins er mjög hentug og
flugsamgöngur góðar og stutt til flestra
átta. Allt hjálpar þetta til.“
Hann segir mikilvægt að nýta ná
lægðina við Grænland og Færeyjar og
hjálpa til þar við að byggja upp innviði
í heilbrigðismálum og selja þangað
þjónustu eftir því sem við á. „Í þessari
Norðureyjaálfu eru tæp hálf milljón
íbúa og 20 prósent af auðæfum jarðar.
Með því að stækka markaðinn okkar
aukast tækifærin.“
Friðfinnur segir ímynd Íslands í
orkumálum góða og að það hjálpi til
við að skapa ímynd í heilbrigðismál
um. „Hér á landi er meira orkuöryggi
Verða heilbrigðisvísindin „þetta hitt“?
Þekkingarfyrirtækið Gekon vinnur nú að því í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti, Félag atvinnurekenda, Læknafélagið og fjölda fyrirtækja í heilbrigðistengdri
starfsemi að kanna hvort heilbrigðistengd atvinnustarfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinum á Íslandi.
Sjávarútvegur
Stóriðja
Ferðamál
Önnur þjónusta
Önnur framleiðsla
Nýjar útflutningsgreinar
Þúsundir milljaða ÍSK
McKinsey greining haustið 2012
Nýjar útflutningsgreinar þurfa að verða til á Íslandi eigi að viðhalda hagvexti
Miðað við 4% hagvöxt