Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 30
O fvirkni og athyglis- brestur höfðu gert Söru Djeddou lífið leitt alla hennar tíð. Sara er les- blind, ofvirk og með athyglis- brest. Þessir kvillar hafa háð henni svo lengi sem hún man eftir sér en með mikilli hreyf- ingu og breyttum lífsstíl hefur hún náð tökum á þessum erfiðu vöggugjöfum og hnyklar nú vöðv- ana á móti þeim. „Mér gengur ágætlega að einbeita mér en þarf að vera mjög skipulögð og þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég þarf að nota dagbók til þess að halda utan um allt sem ég þarf að gera. Vinnuna, æfingarnar og allt annað,“ segir Sara Dejddou sem hefur náð tökum á athyglisbresti og ofvirkni með breyttu mat- aræði og stífum fitness-æfingum. Sara segist hálfpartinn hafa slysast í tískusportið fitness og hún hafi alls ekki lagt upp með að leggja það fyrir sig. En það var meðal annars ákaft keppnisskap- ið sem togaði hana í þessa átt. „Þetta var alveg óvart. Ég ætlaði ekkert að fara í þetta en ákvað bara að fara að hreyfa mig. Ég freistaðist svo til þess að taka þetta alla leið, ganga skrefinu lengra og athuga hversu mikinn sjálfsaga ég hefði.“ Um leið og Sara byrjaði að hreyfa sig ger- breytti hún mataræði sínu og mögnuð áhrif þeirrar ákvörðunar áttu heldur betur eftir að koma henni á óvart. „Það er ótrúlegt hvað mat- aræðið getur gert fyrir mann og ég mun aldrei hvika frá þessari breytingu, “ segir Sara sem losaði sig við allan sykur og hveiti, nán- ast allt kolvetni. „Ég borða helst lífrænt og forðast öll aukaefni. Ég er með rosalega mikinn athyglisbrest og hef alltaf verið á lyfjum. Þetta hefur lagast geð- veikt mikið og ég get einbeitt mér mikið betur núna. Ég hefði ekki búist við þessu en mér líður alveg tíu sinnum betur og get hugsað miklu skýrar.“ Að sigra sjálfa sig Sara segist í byrjun hafa ætlað sér að æfa af kappi til þess að keppa í greininni. „Í byrjun hugs- aði ég mikið um að mig langaði að vinna keppnir en síðan fattaði ég að þetta snýst engan veginn um það heldur bara um mann sjálfan. Maður er fyrst og fremst reyna að sigra sjálfa sig og þarf ekkert endilega að vera í ein- hverri keppni við aðra.“ Og það tekur á að glíma við sjálf- an sig í fitnessinu. „Þetta er erfið- ara en ég bjóst við. Mikið erfiðara. Maður þarf að vera í mjög góðu andlegu jafnvægi þegar maður þarf að huga að mataræðinu og öllu sem þessu fylgir. Það segir sig alveg sjálft. Auðvitað er líka hægt að fara með þetta út í öfgar og það getur verið varasamt en fitness hlýtur alltaf að vera hollara en að fá sér skyndibita á hverjum degi.“ Sara heldur sér við efnið með því að skrifa allt niður sem hún gerir og þarf að gera enda veitir ekki af þar sem hugurinn staldrar ekki alltaf við þar sem hann á helst að vera. „Það er svo mikið að gera og til að geta fylgst með hvað ég borða þá skrifa ég það allt niður. Ég held matardagbók og venjulega dag- bók. Að virkja ofvirknina Athyglisbresturinn og ofvirknin hafa vitaskuld háð Söru í lífinu en hún segir þetta þó ekki alslæmt. „Já, það má segja að þetta sé búið að há mér í lífinu. Ég er ofvirk, lesblind og með athyglisbrest og hef bara alltaf verið svona. Ég er samt ekki viss um að ég gæti gert allt sem ég geri og æft af kappi nema vegna þess að ég er ofvirk. Og þó. Ég gæti þetta sjálfsagt en það hjálpar að vera ofvirk. Það býr kraftur í ofvirkninni og maður þarf bara að læra að meta hana. Athyglisbresturinn er ekki alveg jafn skemmtilegur og það þarf að hafa smá húmor fyrir honum. Það var til dæmis hægara sagt en gert fyrir mig að taka bílpróf með athyglisbrest og ég féll tvisv- ar á verklega prófinu út af því að ég datt alltaf út. Hausinn er stundum einhvers staðar allt ann- ars staðar eða bara út um allt að fylgjast með öllu frekar en að ein- beita sér að einhverju ákveðnu. Þannig að þetta hafa alveg verið smá leiðindi að burðast með þetta og vera í skóla og svona. En það lærist alveg að lifa með þessu og ég myndi ekkert endilega segja að þetta væri galli.“ Eins og fyrr segir náði Sara góðum tökum á athyglisbrest- Tæklar ADHD með fitnessi og hollum mat Sara Djeddou hefur alla sína tíð tekist á við ofvirkni og athyglisbrest. Hún segist vera öll önnur eftir að hún byrjaði að æfa fitness og gerbreytti mataræði sínu. Hún segir fitness fyrst og fremst vera keppni við sjálfa sig og að ofvirknin sé styrkur á þessu sviði. Athyglisbresturinn er erfiðari viðureignar og til þess að þola hann sé nauðsynlegt að hafa húmor fyrir meininu. 30 viðtal Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.