Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 45
heilsa 45Helgin 14.-16. febrúar 2014
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI
KYNNING
Ertu að kafna úr hita?
Þrjár af hverjum fjórum konum upplifa einhver
óþægindi við tíðahvörf. Chello hefur hjálpað ís-
lenskum konum sem kljást við svita- og hitakóf
með frábærum árangri.
Breytingaaldurinn er ekki sjúkdómur heldur
spennandi tímabil en því fylgja oft kvillar eins
og hita- og svitakóf, geðbreytingar, leiði og
orkuleysi. Margar konur þekkja það til dæmis
að vakna upp á nóttunni eins og þær hafi staðið
undir sturtu með nátt- og rúmfötin rennandi
blaut. Þess háttar svita- og hitakóf veldur því að
svefnmunstrið raskast og konurnar sofa því illa.
Chello er alveg náttúrulegt efni sem hjálpað
hefur fjölda íslenskra kvenna um árabil við
þessum kvillum. Efnið jafnar sveiflurnar og
slær þannig á hitakófin.
Það eru engir horm-
ónar í þessum töflum og
Chello er eitt af fáum
efnum sem norræn
læknablöð og kven-
sjúkdómalæknar hafa
mælt með fyrir konur á
breytingaskeiðinu.
Chello er framleitt
í Danmörku og er
þekktasta og vinsæl-
asta efnið fyrir konur
á breytingaskeiði
þar í landi sem og í
Noregi. Chello er til
í þremur útfærslum
og hentar öllum
konum:
Chello Classic Grænn er gott við mildum
einkennum af svita og hitakófi. Það inniheldur
plöntu-extrakt úr dong quai ásamt rauðsmára,
vallhumal, kamillu og túnfífli. Inniheldur ekki
soja.
ChelloForte Rauður er ætlað konum yfir
fimmtugt og er gott við miklu svita- og hitakófi.
Það inniheldur dong quai og soja-extrakt sem
virka vel á hita- og svitakóf, ásamt rauðsmára og
salvíu.
Chello Forte +D-vítamín Blár er gott fyrir
konur undir fimmtugu. Það slær á mikil hita- og
svitakóf og inniheldur sömu efni og rauða Chello
með viðbættu D-vítamíni sem styrkir beinin sem
er mikilvægt fyrir konur sem
byrja snemma á breytinga-
skeiðinu.
Hægt er að fræðast frekar um
Chello á www.gengurvel.is. Chello
er fáanlegt í flestum heilsubúðum,
apótekum og í Fjarðarkaupum.
Náttúruleg lausn við hita- og svitakófum
Helstu jurtir í Chello
• Dong Quai: Styrkir leg, linar tíðaverki,
við tíðaóreglu og tíðahvörfum.
• Vallhumall: Styrkjandi, mýkjandi ,
græðandi, bætir sinateygjur og minnkar
stirðleika.
• Túnfífill: Er mjög vatnslosandi.
• Rauðsmári: Minnkar svitakóf,
þvagblöðrustyrkjandi, góður við taugaóróa
og húðvandamálum.
• Kamilla: Góð við svefnleysi, kvíða, leiða,
útbrotum og gigt.
• Soja: Minnkar svitakóf, lækkar kólesteról.
Gott fyrir beinvefinn, fyrirbyggir
beinþynningu.
út í matvörubúð í dag og lesum
innihaldslýsingar sjáum við mörg
efni sem við vitum ekkert hvað
er. Sum efnin eru í svo litlu magni
að það þarf ekki að geta þeirra.
Til að búa til jarðarberjabragð,
svo dæmi sé tekið, þá fyllir listinn
yfir efnin sem notuð eru til þess
heilt A4 blað en það er svo lítið
af hverju þeirra að það nægir að
skrifa bara „strawberry flavor“.
Öll þessi aukaefni ýta bæði undir
offitu og sömuleiðis hamla því að
sumir getu þyngst og bætt við sig
vöðvum,“ segir hann.
Davíð hefur starfað sem einka-
þjálfari í 15 ár og sérmenntað sig
sem næringar- og lífsstílsþjálfari.
Hann rekur Heilsuþjálfun ehf. á
Akureyri ásamt eiginkonu sinni, og
á undanförnum árum hefur hann
haldið fjölda námskeiða og fyrir-
lestra um 30 daga hreint mataræði.
„Ég tók mitt mataræði í gegn
þegar ég var kominn yfir 100 kíló.
Ég er fínn í 85 kílóum þegar ég er
að lyfta. Meltingin mín var orðin
mjög léleg, ég var alltaf með út-
þaninn kvið og ég hafði hreinlega
bara skemmt meltinguna með
neyslu á fæðubótarefnum. Ég
prófaði þessa leið árið 2003 og hef
fylgt henni síðan,“ segir Davíð.
Í bókinni er farið yfir fjórar
leiðir til að fara yfir á hreint fæði
og þar er að finna fjölda upp-
skrifta. „Aftast erum við með
æfingakerfi sem er eiginlega bara
bónus og fólk getur þá nýtt sér
það hvort sem er í ræktinni,“ seg-
ir Davíð. Hann deilir gómsætri
uppskrift að hreinni máltíð með
lesendum Fréttatímans. - eh
Parísarbuff
fyrir 2-3
500 g nautahakk, ekki fituskert
Eðalkrydd frá Pottagöldrum
2 msk kókosolía
4 lífræn egg
200 g spínat
125 g sveppir
Kryddið nautahakkið og skiptið því
í fjórar jafnstórar bollur. Mótið þær
í buff og kryddið með Eðalkryddi.
Steikið spínat og sveppi í olíunni.
Steikið buffin og eggin, berið fram
með spínatinu, sveppunum og eggi
ofan á.
Mér fannst vanta á markaðinn
bók þar sem lögð er áhersla á
hreint fæði þar sem ekki eru
mjólkurvörur, glútein, sykur
eða aukaefni.
Ljósm
yndir/A
uðunn N
íelsson