Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 62
Síðustu sýningar! „Ólafur Darri sýnir margar hliðar Hamlets af snilld” Sigurður G. Valgeirsson, - mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is F jölmenning er Erlu Bolladóttur hugleikin. Hún ólst upp í New York til sjö ára aldurs og hefur einnig verið innflytjandi um árabil í Banda- ríkjunum og Suður-Afríku. Erla hefur á síðustu árum starfað fyrir Alþjóðahús og Alþjóðasetur en ætlar nú að sinna fjöl- menningarverkefnum og þróun námsefn- is og kennsluaðferða í íslensku hjá Mími. „Ég get bara sagt það beint frá hjart- anu að það hefur ekkert nema jákvætt komið út úr allri umgengni minni við inn- flytjendur og það besta er að maður lærir svo margt af þeim,“ segir Erla sem hefur helst kynnst innflytjendum sem eru að læra íslensku eða leita sér aðstoðar í sam- skiptum sínum við kerfið. „Sá frumskóg- ur getur verið svolítið vandrataður fyrir þá sem þekkja ekki til.“ Erla segir ákveðið óöryggi alltaf ein- kenna stöðu innflytjenda og að hún upp- lifi það sem forréttindi að fá að vera í þeirri stöðu að geta veitt þeim stuðning. „Ég þekki þessa stöðu svo vel af því að ég hef verið innflytjandi sjálf og jafn- vel í viðkvæmri stöðu sem slík. Þegar maður er innflytjandi er maður ekki einn af hópnum og þá hefur maður einhvern veginn minni rödd. Ég þekki þetta sjálf svo vel, ekki bara sem innflytjandi heldur líks sem „pers- ona non grata“ í íslensku samfélagi. Ég veit því vel hvernig það er að upplifa for- dóma og höfnun af hálfu Íslendinga og það er gjarnan í gegnum þessa reynslu sem traustið milli mín og innflytjendanna myndast.“ Erla segir að í raun hafi áhugi hennar á málefnum innflytjenda hafa kviknað strax í æsku. „Það gerðist þegar ég var sjö ára og flutti til Íslands frá Banda- ríkjunum með fjölskyldu minni. Þá talaði ég ekki íslensku en var fljót að læra tungumálið eins og börn á þessum aldri. Enskukunnátta Íslendinga var ekki jafn almenn í þá daga og núna og ég hafði alltaf jafn mikla ánægju af því að stökkva inn í og túlka þannig að ég kannast vel við túlkahlutverkið og ég hef alltaf verið útlendingur í mér að ein- hverju leyti.“ Erla segir Íslendinga almennt taka innflytjendum vel og að kynþáttahatur fyrirfinnist ekki hérna, enda engin for- senda fyrir slíku í sögu landsins.“ Hins vegar eigi sumir og þá helst eldra fólk erfitt með að meðtaka að það búi í fjöl- menningarsamfélagi. „Ég skil það vel að þau verði svolítið skelkuð. Síðan er líka svolítið stutt í eigingirni Íslendingsins vegna þess að við höfum alltaf átt þetta allt ein. En í heildina eru Íslendingar ofsalega yndislegt fólk að koma og hitta. Langflestir innflytjendur sem ég hef hitt hafa átt góða reynslu en margir auðvi- tað orðið fyrir skringilegum viðbrögðum inni á milli.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Veit hvernig er að vera „persona non grata“ Erla Bolladóttir hefur undanfarin ár verið á kafi í fjölmenningarsam- félagslegum pælingum og starfað hjá Alþjóðahúsi og Alþjóðasetri. Hún hefur nú gengið til liðs við Mími-símenntun þar sem hún mun sinna verkefnum tengdnum fjölmenningu íslensks samfélags og þróun náms- efnis. Áhugi Erlu á málaflokknum er brennandi en hún hefur bæði verið innflytjandi í öðrum löndum og mætt fordómum á Íslandi.  Erla Bolladóttir Sinnir FjölmEnningu hjá mími Ég veit því vel hvernig það er að upplifa fordóma og höfnun af hálfu Íslend- inga. Málefni innflytjenda hafa verið Erlu Bolladóttur hugleikin frá því hún flutti til Íslands sjö ára gömul. Eigin reynslu og þekk- ingu nýtir hún nú til þess að aðstoða innflytjendur á vegum Mímis-símenntunar. Mynd/Hari. Á laugardagskvöld fæst úr því skorið hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision í maí. Úr- slitakeppni Söngvakeppninnar verður sjón- og útvarpað beint frá Háskólabíói í Sjónvarpinu, á Rás 2 og ruv.is. Sex lög koma til greina og sama fyrirkomulag verður á keppninni og tekið var upp í fyrra við góðar undirtektir að sögn Heru Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra keppninnar. Dómnefnd hefur helmings atkvæðavægi á móti síma- kosningu. Þegar stigin hafa verið talin heyja tvö stigahæstu lögin einvígi og keppa um hvort þeirra verður framlag Íslands í Eurovision 2014. Þá sleppir dómnefndin takinu og loka- niðurstaðan verður alfarið í höndum áhorfenda sem kveða upp sinn dóm í hreinni síma- kosningu. Sú nýbreytni verður nú höfð á að lögin tvö sem etja kappi í lokin verða flutt í þeirri útgáfu og á því tungumáli sem stefnt er á að senda til Danmerkur. Hera segir þetta tilkomið svo áhorf- endur geti áttað sig á því hvaða texti og útgáfa fari í Eurovison. Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir og Guðrún Dís Emils- dóttir eru kynnar kvöldsins en þeim til halds og trausts verða hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Þegar er uppselt á lokaæf- inguna og úrslitakvöldið í Há- skólabíói. Svellköld með Sigmundi Davíð Sú smekkvísa blaðakona Marta María Jónasdóttir, sem ríkjum ræður á Smart- landi á mbl.is, sást á gangi umhverfis Reykjavíkurtjörn ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Í humátt fylgdi eftir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar. Athygli vakti að tískudrottningin lét sig ekki muna um að skauta yfir hálkublettina í 15 sentimetra háhælaskóm án þess að þurfa að reiða sig á stuðning ráðherrans. Hermt er að Marta María hafi verið að taka viðtal við Sigmund Davíð um heilsurækt og því bauð hún forsætisráðherra ekki upp á ís. Enda bæði í átaki. Buslað í ljósadýrð Vetrarhátíð í Reykjavík lýkur á laugardags- kvöld með hinni rómuðu Sundlauganótt. Hressileg dagskrá verður í Álftaneslaug, Lágafellslaug, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardagslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Ylströndinni þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið dagskrárinnar frá átta til miðnættis sér að kostnaðarlausu. Meðal viðburða er öldud- iskó í Álftaneslaug, Zumba í Lágafellslaug, skvettuleikar í Grafarvogslaug, tónleikar í Laugardagslaug og slökun á Ylströndinni en gestir eru hvattir til njóta og taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Óstöðug drulla í Hörpu Tónlistarmaðurinn Bjarki Sigurðarson, sem kallar sig Kid Mistik, hefur spilað tekknó- tónlist víða um lönd frá 2009. Hann býr í Amsterdam og hefur farið víða um Evrópu með sína eigin tæknitónlist. Hann treður upp á Sónar í Hörpu á miðnætti á föstudag þar sem hann ætlar að bjóða upp á sultu úr afskræmdum bassatrommum sem breiðast út eins og „óstöðug drulla“, eins og hann orðar það sjálfur. Í þessum mán- uði stofnar hann sitt eigið útgáfufyrirtæki, Do not sleep Records, þar sem hann gefa út eigin tónlist og annara. Á fyrstu plötunni er hann sjálfur ásamt Arnviði Snorrasyni, betur þekktum sem Exos, ásamt Dj Rush. Platan kemur út á mánudag  SöngvakEppnin ÚrSlit á laugardaginn Sungið til úrslita á ensku Öllu verður tjaldað til í Háskólabíói á laugardagskvöld þegar það ræðst hverjir keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. 62 dægurmál Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.