Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 6
Kjarasamningar Helmingur aðildarfélaga asÍ Hafnar samningum
Kemur ekki
alveg á óvart
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það ekki hafa komið alveg á óvart að
helmingur aðildarfélaga ASÍ hafi hafnað kjarasamningum. Innan þeirra vé-
banda sé launalægsta fólkið en ríkisstjórnin hafi hafnað því að hækka skatt-
leysismörk og þess í stað valið að lækka skatta þeirra sem hæstar tekjur hafi.
Þ að er ekki ljóst hverju félagsmenn voru að hafna í samningunum og þurfum við nú að komast að því,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann
segir óljóst hvað niðurstaðan þýði og erf-
itt að lesa í stöðuna. „Fyrir utan þrjú félög
þar sem afstaða félagsmanna er afgerandi
eru samningarnir að standa og falla á mjög
litlum mun,“ segir Gylfi.
Hann segir að samningarnir taki til
þriggja atriða. Í fyrsta lagi séu þeir einföld
launahækkun, í öðru lagi aðfarasamningur
að lengri samningum og í þriðja lagi stöð-
ugleikasáttmáli. Ekki sé ljóst hverju þess-
ara atriða félagsmenn voru að hafna. „Það
getur verið að félagsmenn hafi verið að
hafna launahækkuninni, að hún hafi ekki
þótt nægilega mikil. En hvað þarf hún þá
að vera mikil? Við þurfum að fara í gegn-
um umræðu með félagsmönnum okkar um
það,“ bendir Gylfi á.
„Þessi samningur er undanfari lengri
samnings sem er grundvöllur að meiri sátt
og stöðugleika. Það er í uppnámi og er það
tónn sem ég hef aldrei heyrt áður, að menn
séu á móti stöðugleika og að treysta gengi
krónunnar,“ segir Gylfi.
„Kjarasamningarnir voru samkomulag
við stjórnvöld um aðgerðir í skatta- og
verðlagsmálum. Ríkisstjórnin hafnaði því
að hækka skattleysismörkin eins og við
vildum gera og valdi þess í stað að setja
60 prósent af skattalækkunarsvigrúminu
í að lækka skatta tekjuhæsta fólksins. Það
kemur því ekki alveg á óvart að tekjulægsta
fólkið sem greiddi atkvæði í þessum samn-
ingum hafi hafnað þeim. Að sama skapi
vildi ríkisstjórnin ekki sýna frumkvæði og
axla sjálf ábyrgð á stöðugleikasáttmálan-
um með því að afturkalla hækkanir hjá sér
eins og Reykjavíkurborg hefur gert. Ríkið
hækkaði gjaldskrár um 3,2% að meðaltali.
Ríkisstjórnin hafnaði því að afturkalla þær
hækkanir en boðaði að hún myndi kannski
gera eitthvað smávegis af samningar yrðu
samþykktir,“ segir Gylfi og bendir jafn-
framt á að fjármálaráðherra, Bjarni Bene-
diktsson, hafi ekki sent opinberum stofn-
unum bréf með tilmælum um að halda aftur
af hækkunum fyrr en 21. janúar. „Þá voru
áramótin löngu liðin og gjaldskrárhækk-
anir höfðu þegar tekið gildi. Þess má geta
að meirihluti þeirra sem eru á svörtum lista
ASÍ yfir fyrirtæki og stofnanir sem hækka
vöru og þjónustu eru opinberar stofnanir,“
segir Gylfi.
Hann segir að næstu skref í kjarasamn-
ingum landsmanna séu þau að ríkið semji
við sína starfsmenn. „Samningur okkar
getur vart talist fyrirmynd þar sem hann
var felldur að hálfu leyti. Næstu skref eru
þá að búa til ný viðmið og eðlilegt að ríkis-
stjórnin geri það, ekki síst í ljósi áramóta-
ávarps forsætisráðherra, þar sem hann
boðaði hækkun lægstu launa. Tækifæri
ríkisstjórnarinnar til að hækka laun er
núna og því eðlilegt að ríkisstjórnin grípi
það,“ segir Gylfi.
„Ríkisstjórnin hafnaði því að hækka
skattleysismörkin eins og við vildum gera
og valdi þess í stað að setja 60 prósent af
skattalækkunarsvigrúminu í að lækka
skatta tekjuhæsta fólksins. Það kemur því
ekki alveg á óvart að tekjulægsta fólkið sem
greiddi atkvæði í þessum samningum hafi
hafnað þeim,“ segir Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Gylfi Arn-
björnsson,
forseti ASÍ,
segir að
aðildarfélögin
þurfi nú að
komast að því
hvaða þáttum
samningsins
félagar hafi
verið að
hafna.
Mynd/Hari
Það kemur
því ekki
alveg á
óvart að
tekjulægsta
fólkið sem
greiddi
atkvæði
í þessum
samningum
hafi hafnað
þeim.
Aflaverðmæti dróst saman um 7,5 milljarða
sjávarafli fyrstu tÍu mánuðir liðins árs
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 130,8 millj-
örðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2013
samanborið við 138,4 milljarða á sama tímabili
2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman
um rúmlega 7,5 milljarða króna eða 5,5% á milli
ára, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.
„Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 75,9
milljarðar króna og dróst saman um 6,8% mið-
að við sama tímabil í fyrra. Verðmæti þorskafla
nam 38,1 milljarði og dróst saman um 8,5% frá
fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 9,6 milljörðum
og dróst saman um 7,2% en verðmæti karfa-
aflans nam rúmum 11,5 milljörðum, sem er
4,1% samdráttur frá fyrstu tíu mánuðum ársins
2012. Verðmæti úthafskarfa nam 2,1 milljarði
króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og jókst
um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Verð-
mæti ufsaaflans jókst um 7,9% milli ára og
nam rúmum 8,6 milljörðum króna í janúar
til október 2013.
Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum 41,6
milljörðum króna í janúar til október 2013, sem
er um 2,1% samdráttur frá fyrra ári. Aflaverð-
mæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu
tíu mánuðum ársins sem er 19,2% aukning
miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti
kolmunna jókst um 9,6% frá fyrra ári og var
tæplega 3 milljarðar króna í janúar til október
2013. Aflaverðmæti síldar dróst saman um
35,8% milli ára og var rúmlega 6,9 milljarðar
króna í janúar til október 2013. Aflaverðmæti
makríls var um 15,4 milljarðar króna á fyrstu
tíu mánuðum ársins sem er 6,7% aukning mið-
að við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti flat-
fisksafla nam rúmum 8,4 milljörðum króna,
sem er 9% samdráttur frá janúar til október
2012.
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu
útgerða til vinnslu innanlands nam 61,5
milljörðum króna og dróst saman um 5,1%
miðað við fyrstu tíu mánuði ársins 2012.
Verðmæti afla sem keyptur er á markaði
til vinnslu innanlands dróst saman um
1,7% milli ára og nam tæplega 17,9 milljörð-
um króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam
tæpum 47 milljörðum í janúar til október og
dróst saman um 5,5% milli ára en verðmæti
afla sem fluttur er út óunninn nam tæpum 3,5
milljörðum króna, sem er 25,7% samdráttur
frá árinu 2012.“ -jh
Verðmæti þorskafla dróst saman en
verðmæti loðnu- og makrílafla jókst.
Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution
AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22
LyfjAborg, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108
urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115
Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek,
Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11
Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is
Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína
og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í
veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!
Solaray Ísland
www.heilsa.is
Solaray bætiefnin fást eingöngu í
Apótekum og Heilsuvöruverslunum.
Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar
mæla með.
Tískutímaritin hafa sagt frá því að leikkonan Kate Hudson taki inn
Asparagus frá Solaray í nokkra daga áður en hún þarf að ganga rauða
dregilinn, en virku næringarefnin í asparagus hreinsa lifrina og eru
vatnslosandi. Góð blanda þegar maður vill líta sem allra best út.
Asparagus er ekki bara vatnslosandi heldur hefur marga aðra góða
eiginleika. Nýsprottnir sprotarnir, rótin og jarðstilkarnir eru notaðir til
að búa til bætiefni og lyf. Aspas er notað með vatni til að örva
þvagmyndun og létta á okkur. Asparagus hefur einnig verið talin
hjálpa gegn þvagfærasýkingum, og öðrum óþægindum frá
þvagfærunum sem valdið geta verkjum og bólgu.
Aspargus er líka talin hjálpa við:
• verkjum í liðum en oft eru þeir verkir
vegna vökvasöfnunar í kringum liðina
• hægðatregðu, Asparagus inniheldur
náttúrulegar trear og er hreinsandi.
Asparagus frá Solaray
léttir á okkur
Aspargus er líka talin hjálpa við:
• verkjum í liðum en oft eru þeir verkir
vegn vökvasöfnunar í kringum liðina
• hægðatregðu,
Asparagus inniheldur náttúrulegar trefjar
og er hreinsandi. Sumir nota asparagus
til að hreinsa húðina, tilvalið að nota á
bólur. Þá er best að taka hylkið í sundur
blanda innihaldinu saman við vatn þangað
til svona létt kremkennt áferð fæst (verður
samt alltaf soldið gróft) og bera beint á
bólurnar, láta bíða í ca. 10 mínútur strjúka
svo af, þetta er talið þurrka upp fituna og
koma jafnvægi á rakann í húðinni. Aspar-
gus er góð uppspretta af trefjum, fólín
sýru, C-vítamíni, E-vítamíni, B6- vítamíni
og nokkrum steinefnum.
Fæst aðeins í apótekum og
heilsuvöruverslunum.
Tískutímaritin hafa sagt frá því að leikkonan Kate Hudson taki inn Asparagus frá
Solaray í nokkra daga áður en hún þarf að ganga rauða dregilinn. Hún tekur
Asparagus frá Solaray en virku næringarefnin í asparagus hreinsa lifrina og eru
vatnslosandi. Góð blanda þegar maður vill líta sem allra best út. En Asparagus er
ekki bara vatnslosandi heldur hefur marga aðra góða eiginl ika. Nýsprottnir sprot-
arnir, rótin og jarðstilkarnir eru notaðir til að búa til bætiefni og lyf. Aspas er notað
með vatni til að örva þvagmyndun og létta á okkur. Asparagus hefur einnig verið
talin hjálpa gegn þvagfærasýkingum, og öðrum óþægindum frá þvagfærunum sem
valdið geta verkjum og bólgu.
Sumir nota asparagus til að hreinsa
húðina, tilvalið til að nota á unglinga
bólur. Þá r bes að taka hylkið í sundur
blanda innihaldinu saman við vatn
þangað til svona létt kremkennt áferð
fæst (verður s mt alltaf soldið gró)
og bera beint á bólurnar, láta bíða í ca.
10 mínútur strjúka svo af, þetta er talið
þurrka upp tuna og koma jafnvægi á
rakann í húðin i. Aspargus er góð
uppspretta af treum, fólín sýru,
C-vítamíni, E-vítamíni, B6- vítamíni
og steinefnum.
Asparagus frá Solaray léttir á okkur
Reykjavík, Bíldshöfða 9,
kópavoguR, Smiðjuvegi 4a, græn gata
HafnaRfjöRðuR, Dalshrauni 17
ReykjanesbæR, Krossmóa 4, selfoss, Hrísmýri 7
akuReyRi, Furuvöllum 15, egilsstaðiR, Lyngás 13
www.bilanaust.is gæði, reynsla og gott verð!
EX
PO
-
w
w
w
.ex
po
.is
sími: 535 9000
gæðavöRuR fyRiR
bílinn á góðu veRði!
landsins mesta úrval bílavara
ÞuRRkublöð
Í flestar gerðir fólks- og atvinnubifreiða. verslanir
sjö
með mikið
vöruúrval
6 fréttir Helgin 24.-26. janúar 2014