Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 38
var haldið í kjallara grunnskólans þurfti að setja á kvótakerfi sökum plássleysis og fengu þá aðeins tveir frá hverju heimili að koma á blótið. „Árið 2000 fluttist blótið í íþrótta- húsið og þá var kvótakerfið lagt niður og síðan hafa allir verið vel- komnir,“ segir Pálmi. Brottfluttir Laugvetningar fjölmenna á blótið og segir Pálmi marga alltaf mæta og halda tryggð við sveitina sína. „Með það í huga færðum við þorra- blótið í stærri sal svo brottfluttir gætu líka komið. Þeim fjölgar alltaf eftir því sem fólk eldist hérna.“ Áður fyrr tíðkaðist að gestir kæmu með sín eigin trog en sá siður var einnig lagður niður þegar blótið fluttist á nýjan stað. Aldrei hefur fallið niður þorrablót en eitt sinn fór rafmagnið af þegar fólk var að ganga í hús og þá var lýst upp með kertum og rafstöð sótt svo hljómsveitin gæti stungið hljóð- færum sínum í samband og spilað fyrir dansi. Að sögn Pálma eru skemmtiat- riðin alltaf í höndum heimafólks og það sem vekur hvað mesta eftir- væntingu. „Við gerum þá óspart grín hvert að öðru og ekkert er dregið undan. Á ballinu í ár leikur Leynibandið fyr- ir dansi en sú hljóm- sveit er héðan.“ Á þorrablóti Laugdæla er boðið upp á allar gerðir af þorramat en líka gúllas, salt- kjöt og aðra rétti svo þeir sem ekki eru fyrir þorramatinn fá líka eitthvað gott í gogginn. 38 þorrinn Helgin 24.-26. janúar 2014  Þorrablót ungmennafélag laugdæla u ngmennafélag Laugdæla heldur árlega þorrablót í íþróttahúsinu á Laugar- vatni þar sem mikið er um dýrðir og Laugvetningar, nærsveitamenn og brottfluttir fjölmenna og gera sér glaðan dag. „Yfirleitt mæta rúmlega 300 manns og þegar mest hefur verið komu 450 manns. Við leggjum mikla vinnu í blótið og skreytum íþróttahúsið í bak og fyrir. Meðal íbúa eru mjög flinkir teiknarar sem teikna myndir af góðborgurum og hengja á veggina og á hverju ári bætast fleiri myndir við,“ segir Pálmi Hilmarsson sem sæti á í skemmtinefnd þorrablóts- ins. Saga þorrablóta Laugdæla teygir sig allt aftur til miðbiks síðustu aldar og á árum áður þegar það Þorrablótin er þeirri mynd sem þau eru haldin í dag eiga uppruna sinn að rekja til matar- og drykkjuveislna mennta- og embættismanna á síðari hluta 19. aldar. Þau voru því í upp- hafi þéttbýlisviðburður sem barst út í sveitirnar. Nú eru þorrablót haldin víða um landið það sem fólk skemmtir sér í skammdeginu og blótar þorra með því að syngja ætt- jarðarsöngva og snæða íslenskan mat eins og síld, harðfisk, hákarl, hvalkjöt, súrt hvalrengi, slátur, sviðahausa, súrsaða hrútspunga, hangikjöt, laufabrauð og flatkökur. Í fornu íslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar eða á tímabilinu 19. til 25. janúar. Talið er að mánaðarheitið sé frá 12. öld. Þorri var vetrarvættur í forneskju en opinber dýrkun hans var bönnuð eftir kristnitöku. Þorri var oft pers- ónugerður í sögum sem harður og grimmur eða umhyggjusamur til- sjónarmaður bænda sem vildi hafa gætur á heyi þeirra. Því þótti betra að taka vel á móti honum og veita rausnarlega í mat og drykk. Upplýsingar af vef Stofnunar Árna Magnússonar og af vefnum ferlir.is Bóndadagur er fyrsti dagur þorra og segir í Þjóðsögum Jóns Árnason- ar að sá siður hafi tíðkast að bændur færu fyrstir á fætur þann morgun, væru berir að ofan og aðeins í annarri buxnaskálminni en létu hina lafa og drógu hana á eftir sér á öðrum fæti og gengu þannig út. Þar hoppuðu þeir á öðrum fæti í kringum bæinn, drógu á eftir sér brókina og buðu þorrann velkominn. Til allrar hamingju fyrir karlmenn samtímans hefur þessi siður verið aflagður enda töluverðar líkur á að hrasa og meiða sig við slík hopp úti í kulda og hálku. Í dag tíðkast að gera vel við karlmenn á bóndadaginn og jafnvel færa þeim gjafir og veita rausnarlega í mat og drykk. Bóndadagur Saga þorrablótanna Allt í einum pakka í Víkingastræti – Öðruvísi stemmning w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i : 5 6 5 1 2 1 3 Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 24.janúar Pakkatilboð í Víkingastræti ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum. Tilboð gilda til 30. apríl 2014. Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann. 1. Þorrapakki: Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti. Tveggja manna herbergi kr. 13.400 á mann. 2. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði. Tveggja manna herbergi kr. 13.700 á mann. 3. Sælkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu. Tveggja manna herbergi kr. 13.000 á mann. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar. www.fjorukrain.is Víkingasveitin leikur fyrir matargesti öll kvöldin eins og þeim einum er lagið. Gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og mat Sérréttamatseðill HLIÐ ÁLFTANES I Veitingar og gisting Hlið á Álftanesi Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu. Verið velkomin Brottfluttir fjölmenna á þorrablót Laugdæla Þorrablót Ungmennafélags Laugdæla hefur verið haldið í yfir hálfa öld og nýtur mikilla vinsælda. Á árum áður var blótið haldið í kjallara grunnskólans og sökum plássleysis fengu aðeins tveir frá hverju heimili að mæta. Nú er blótið haldið í íþróttahúsinu svo nægt er plássið og engin þörf á þorrablótskvótakerfi. Prúðbúnir gestir á Þorrablóti Laugdæla. Pálmi Gunnarsson og Jói Gunna (að ofan) eru í skemmtinefnd Þorrablótsins ásamt konum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.