Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 20
20 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014 Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 Sigurður Jakobsson frá Fellabæ er 19 ára nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum. Lifði á skyndibitum „Ég hafði gaman að því að sjá mig í þættinum og skemmtilegast að sjá hvað ég hef breyst mikið. Í þessum þætti sást líka þegar Gurrí þjálfari er að skjóta á mig og segja að það séu sextugar konur að æfa hjá henni sem geta meira en ég sem ég mótmæli auðvitað. Ég þyngdist jafnt og þétt alla mína grunn- skólagöngu en sumarið 2012 þyngdist ég síðan um 20 kíló. Ég vann mjög mikið, á N1 og sem næturvörður á hóteli, og lifði bara á skyndibitum. Hefðbundin máltíð var kannski 12 tommu pítsa eða tvöfaldur hamborgari. Ég hafði engar áhyggjur af þyngdinni þegar ég var 120 kíló. Ég rokkaði á milli 120 og 125 kílóa í þrjú ár og hélt að ég myndi bara vera í þeirri þyngd og hafði ekki miklar áhyggjur. Þegar ég var orðinn 140 kíló missti ég allt þol og allar athafnir fóru að verða erfiðari. Eftir á sé ég að ég var í afneitun og hreinlega nennti ekki að taka mig á. Ég varð aldrei fyrir neinum fordómum vegna þyngdarinnar heldur var það frekar þannig að fólk vildi hjálpa mér og sýna mér stuðning.“ Jónas Pálmar Björnsson er 27 ára kjötiðnaðarmaður frá Hvolsvelli. Aldrei verið fínt klæddur „Það var mjög sérstakt að sjá sjálfan sig þarna. Ég var hálf hissa á því hvernig ég var. Ég vissi að ég var orðinn stór og illa á mig kominn en að horfa á þetta var eins og að fá spark í sjálfan sig. Ég byrjaði að þyngjast í kringum bílprófs aldurinn. Ég hætti að reykja fljótlega eftir það, varð þunglyndur og þetta bara vatt upp á sig. Ég borðaði í tíma og ótíma og áður en ég vissi af var ég orðinn hrikalega þungur. Ég fékk mér til dæmis bara kók og súkkulaði ef mér leiddist. Eftir að ég eignaðist eldri dóttur mína ákvað ég að taka mig á. Ég fór þá á Herbalife og léttist um rúm 20 kíló en síðan slasaðist ég, datt alveg niður og fékk allt til baka, og meira til, á um ári. Þetta var hrikalegt. Ég hef ekki fundið fyrir fordómum sem ég hef tekið inn á mig. En það versta sem ég vissi var að reyna að finna mér föt. Það var sama hvað mér leist á, það var aldrei til í minni stærð og öll föt sem ég fékk voru ljót á mér. Ég gat aldrei verið fínt klæddur og mér fannst ég aldrei geta farið neitt. Allt nema rósakál „Ég er mjög stolt af sjálfri mér og ánægð að hafa tekið þetta skref, að hafa þorað þetta. Ég er jú að opinbera sjálfa mig algjörlega, segja frá mínum veik- leikum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með í þessu ferli, þetta var einstök lífsreynsla. Ég hef alltaf verið of þung en eftir tvítugt þá hætti ég að hugsa um sjálfa mig setti allt annað í fyrsta sæti. Ég bætti stöðugt á mig og gerði lítið til að stoppa þessa þyngdaraukningu. Ég hef alltaf verið dugleg að borða og borða allt nema rósakál. Ég fann vissulega fyrir útlitsfordómum vegna þyngdarinnar. Maður fær augngotur héðan og þaðan, það er hlutur sem ég tek mjög nærri mér.“ Eyþór Árni Úlfarsson er 34 ára öryrki og býr í Reykjanesbæ. Áreittur á skemmtistöðum „Ég hafði í raun gaman af því að sjá mig í þættinum þó það væri líka svolítið skrýtið. Ég var búinn að vera svona þungur lengi, líklega í fimm eða sex ár. Ég varð móður þegar ég labbaði upp þrjár tröppur og ég varð móður af því að klæða mig í skó. Líklega hafði það einna mest áhrif á mig þegar ég flutti til Keflavíkur þegar ég var 8 ára og átti erfitt með að aðlagast samfélaginu. Þarna voru miklir töffarar en ég lítill í mér, með krullað hér og gleraugu. Mjög fljótt var ég tekinn fyrir og strítt. Ég byrjaði að bæta á mig og datt yfir 100 kílóin þegar ég var um 15 eða 16 ára gamall. Ég hafði lengi verið í afneitun en síðan fór ég að hafa áhyggjur af hjartanu og sá hreinlega fyrir mér að einhvern daginn myndi ég hreinlega ekki vakna. Ég sá þáttinn sem tækifæri til að snúa blaðinu við. Ég fann mest fyrir fordómum á skemmtistöðum. Ég gat ekki farið á pöbbinn með vinum mínum án þess að hitta vaxtarræktargæja sem fóru að pota í mig og segjast ætla að taka mig í gegn, án þess að ég væri að óska eftir því. Ég fann fyrir því að fólk starði á mig og ég fór ekki í sund í mörg ár. Oft eru þetta litlir hlutir sem fólk gerir sér ekki grein fyrir en hafa áhrif á mann.“ Ég byrjaði að bæta á mig og datt yfir 100 kílóin þegar ég var um 15 eða 16 ára gamall. Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir er 35 ára lífeindafræðingur frá Mosfellsbæ. 143 kg 126 kg 140 kg 249 kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.