Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 40
40 matur & vín Helgin 24.-26. janúar 2014  vín vikunnar Grey Goose Vodka Gerð: Vodka Uppruni: Frakk- land. Styrkleiki: 40% Verð í Fríhöfn- inni: 6.990 kr. (1.000 ml) Umsögn: Eðalvodki frá Frakkland. Full- kominn í Martini og aðra karl- mannlega drykki. Fæst á börum og í Fríhöfninni. G Vine Gerð: Gin. Uppruni: Frakk- land. Styrkleiki: 40% Verð í Vínbúð- unum: 8.999 kr. (700 ml) Umsögn: Gin er mikill eðaldrykkur sem fæst í ýmsum útgáfum. G Vine er stórskemmti- leg krydduð gintegund frá Frakklandi. Þetta er svona gin til að eiga spari. Gentleman Jack Tennessee Whiskey Gerð: Viskí. Uppruni: Bandaríkin. Styrkleiki: 40% Verð í Vínbúð- unum: 11.199 kr. (1.000 ml) Umsögn: Það er fátt jafn karlmannlegt og Jack Daniels. Fágaðir íslenskir karlmenn láta sér ekki hefð- bundinn Jack duga á degi sem þessum. Nei, í dag er það við- hafnarútgáfan, Gentleman Jack. Vín sem hæfir fáguðum karlmönnum Í dag er bóndadagur sem markar upphaf þorra. Þorrinn stendur í rúmar fjórar vikur en við upphaf hans hyllum við hinn fágaða, íslenska karlmann. Í dag er rétt að gera vel við sig í mat og drykk. Neðar á síðunni fjöllum við um sterka og karlmannlega drykki en það þarf einnig að huga að borð- víni. Þar sem flestar eiginkonur og kærustur hafa síðustu daga hugað að undirbúningi nautakjöts- og bernais-veislu fyrir sína menn þá er um að gera að benda þeim góðfúslega á hvaða vín hentar fyrir tilefnið. Til dæmis með því að rífa þessa síðu úr blaðinu og rétta þeim. Á degi sem þessum dugar ekkert minna en að leita í höfuðvígi rauðvínsgerðar heimsins, Frakkland. Þar veljum við vín sem er kröftugt og mikilfenglegt, rétt eins og hinn íslenski karlmaður. Vín frá Châteauneuf-du-Pape-svæðinu eru upplögð við þetta tilefni. Clos de l'Oratoire er fullkomið með nautasteikinni í mikilfengleika sínum. Clos de l'Oratoire Chateauneuf-de-Pape Gerð: Rauðvín. Þrúga: Grenache, Syrah, Mourvedre, Cinsault. Uppruni: Frakkland, 2011. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 4.499 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með fyrir karlmenn Uppskrift vikunnar Þorrinn er fram- undan með til- heyrandi þorramat og þorrabjór. Það er því tilvalið að hefja þorrann á ekta karlmannsdrykk í anda James Bond, Churchills, Roose- velt og annarra stórmenna. Hér eru þrjár óbrigð- ular uppskriftir af Martini-drykkjum. Þrír góðir Martini-drykkir Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Mósel Hornsófi 2H2 verð 215.900 áður 431.880 Río Tungusófi 3+t verð 149.900 áður 33 6.200 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70% Allt a ð ÚTSALA Rúm frá 99.000 Tungusófar frá 125.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 199.900 kr Stál stólar 15.900 verð áður 35.900 Stólar 35.920 verð áður 44.900 Sjónvarpskápur 55.900 Skenkur 77.000 Sjónvarpsskápar frá 33.500 Barskápur 89.000 Í öllum góðum Martini- drykkjum er nauðsynlegt að hafa góðan vermút eins og Martini Extra Dry. Prófaðu Ungava gin en skreyttu það með greipaldini í staðinn fyrir sítrónu. Hristur martini með ólívu Þetta er sá allra klassískasti og inniheldur ólífu sem ber með sér olíu og salt og hefur strax áhrif á bragð drykkjarins. Ef þú hristir smá ólívuvökva út í klakann með gininu kallast það „dirty martini“. 2 cl gin Nokkrir dropar af þurrum vermút. Hrist saman í klaka. Hellt í ískalt kokteilglas. Skreytt með ólívu eða ólívum sem er haldið saman með kokteilpinna. Það er einnig hægt að skreyta drykkinn með perlulauk en þá kallast hann Gibson. Hrærður martini með sítrónuberki Þessi er líka klassískur og inniheldur snúinn sítrónubörk (lemon twist). Skerið þunna lengju af sítrónuberki og kreistið hann yfir glasinu áður en hann er lagður ofan í. Það er ótrúlegt hvað smá sítrónubörkur getur haft mikil áhrif. Vesper Ian Flemming fékk Bond sjálfan til að kynna drykkinn í fyrstu Bond-bókinni, Casino Royal. Bond, sem pantar eingöngu einn drykk fyrir matinn, vildi hafa hann vel útilátinn. Óhætt er að fullyrða að Vesper nái að snerta flest hraustmennin. 3 hlutar gin 1 hluti vodka ½ hluti Kina Lillet eða annar bitter drykkur Allt hrist vel í klaka, hellt í stórt kokteilglas og skreytt með sítrónuberki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.