Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 64
SKJARINN.IS | 595 6000 SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT NÚNA OG VIÐ OPNUM STRAX! ARNFINNUR DANÍELSSON 44 ára viðskiptafræðingur úr Kópavogi. #AframFinni AÐALHEIÐUR BRAGADÓTTIR 43 ára þroskaþjálfi og grunn- skólakennari úr Garðabæ. #AframAdalheidur ANNA LÍSA FINNBOGADÓTTIR 28 ára hjúkrunarfræðingur úr Kópavogi. #AframAnnaLisa ÞÓR VIÐAR JÓNSSON 39 ára kerfisstjóri frá Hafnarfirði. #AframThor HRÖNN HARÐARDÓTTIR 30 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. #AframHronn JÓNAS PÁLMAR BJÖRNSSON 27 ára kjötiðnaðarmaður frá Hvolsvelli. #AframJonas KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR 25 ára í fæðingarorlofi, frá Vestmannaeyjum. #AframKolbrun EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON 34 ára frá Reykjanesbæ. #AframEythor JÓHANNA ENGELHARTSDÓTTIR 35 ára lífeindafræðingur frá Mosfellsbæ. #AframJohanna INGA LÁRA GUÐLAUGSDÓTTIR 31 árs félagsfræðinemi frá Akranesi. #AframIngaLara ÓÐINN RAFNSSON 37 ára sölumaður frá Hafnarfirði. #AframOdinn SIGURÐUR JAKOBSSON 19 ára nemi við Mennta- skólann á Egilsstöðum. #AframSiggi FIMMTUDAGA KL. 20.40 Þ ótt mannskepnunni sé einkar lagið að sýna öllu óréttlæti og mis- munun jafnaðargeð og þolgæði; þá endar það nú samt oftast með því að fólk rís upp þegar misréttið verður yfirgengilegt. Án efa erum við að nálgast slík tímamót. Það er óhjá- kvæmilegt að þeir örfáu sem hafa sankað að sér stærstum hluta af auðlegð mannkyns verði sviptir eignum sínum. Allar byltingar snú- ast um slíka eignaupptöku. Fyrst eru eignir forréttindahópanna þjóðnýttar og síðan endurúthlutað með einhverjum hætti til nýrra eignastétta. Sem draga síðan til sín enn fleiri eignir; hægt og bítandi til að byrja með en svo með stigvax- andi afli og hraða. Þegar eigna- söfnun hinna fáu er aftur komin út yfir allan þjófabálk (í eiginlegri og/ eða óeiginlegri merkingu) endur- tekur sagan sig. Franska stjórnar- byltingin var saga þjóðnýtingar á auði aðalsins og völdum kirkjunnar eins og bandaríska byltingin var þjóðnýting á auði og völdum Breta- kóngs eða uppreisn Múhameðs og fylgismanna hans snérist um að flytja auð, völd og frelsi til alþýðu manna. En byltingar spretta ekki bara upp af misrétti. Eins og ég sagði áðan er manninum einkar lagið að lifa lengi við mikinn órétt. Misrétti og misskipting auðs er vissulega forsenda byltingar en til þess að kveikja í fólki vilja og sannfæringu fyrir breytingum þarf fyrst að semja einhvers konar siðbót og rök fyrir siðaskiptum. Það þarf að sanna með góðum rökum að gamla kerfið sé gengið sér til húðar; að ef innan þess hafi einhvern tímann ríkt réttlæti þá hafi það réttlæti verið svikið og forsmáð. Það þarf að draga fram í hverju óréttmæti kerfisins liggur; afhjúpa það sem lögleysu og sýna fram á réttmæti andstöðu gegn kerfinu. Og að öllum mönnum sé í raun skylt að brjóta kerfið niður. Samkvæmt hin- um nýja sið eru valdsmenn gamla kerfisins glæpamenn en ekki þeir sem steypa þeim af stóli eða svipta þá eignum sínum. Franska, bandaríska og íslamska byltingin voru því fyrst og fremst siðbót og siðaskipti. Ef svo hefði ekki verið hefðu þessar byltingar aðeins verið valdarán og eignaupp- taka en ekki þau straumhvörf í mannkynssögunni sem þær vissu- lega voru. Þeir sem vilja gagngera upp- stokkun á samfélagi okkar á Vesturlöndum ættu því ekki að krefjast byltingar heldur siðbótar og siðaskipta. Bylting án siðaskipta er aðeins uppþot; eins og dæmið af búsáhaldabyltingunni sannar. Hið æðsta vald til fólksins Gallinn við þau siðaskiptin sem við þekkjum helst og hafa nánast einkarétt á nafngiftinni; er að þeim fylgdi ekki augljós þjóðfélagsbylt- ing. Furstar og smákóngar náðu vissulega undir sig völdum og áhrifum sem áður höfðu tilheyrt hinu yfirþjóðlega valdi páfadóms; en það var líkara tilflutningi á verkefnum milli ríkis og sveitar- félaga en algjörri umpólun á stofn- unum samfélagsins – alla vega út frá lágum sjónarhóli almúgafólks. En það sýnir mátt siðbótar að þessi siðaskipti sem virtust svo mátt- laus á veraldlega sviðinu eru talin hafa með tímanum getið af sér sjálfan kapítalismann og allar þær samfélagsbyltingar sem hann bar með sér. Kenningin er að frjókorn hugans, sem siðbót Marteins Lúth- ers og félaga náði að fróvga, hafi á endanum gefið einstaklingnum afl til að slíta sig lausan úr stöðnuðu samfélagi miðalda. Orð eru til alls fyrst, eins og sagt er. Það má segja að Lúther og fé- lagar hafi fellt fulltrúahjálpræðið og komið á beinu hjálpræði. Í páfadómi var kerfið þannig að allt hjálpræði streymdi frá Guði en ekki til fólks- ins heldur rann það fyrst til tiltölu- lega þröngrar valdaklíku og þangað gat fólkið sótt sitt hjálpræði, réttlæti og frið. Eins og gefur að skilja var oft lítið eftir af hjálpræðinu þegar það hafði liðast um flóknar pípu- lagnir valdakerfisins. Hjálpræðið er eins og vald og auður; það seytlar ekki niður heldur stígur upp. Þrátt fyrir margar kenningar um að hinn sterki og stóri gefi hinum smáa og bjargarlausa þá er því ávallt öfugt farið. Hinn smái heldur uppi hinum sterka. Náð Guðs var talin mestu hugs- anleg verðmæti á dögum Lúthers. Fólk gat notið auðs og áhrifa en án náðar Guðs færðu þessi gæði fólki hvorki hamingju né frið. Að sama skapi gat fólk unað glatt við lítil ver- aldleg gæði ef það naut blessunar og náðar Guðs. Það var því æði bylt- ingarkennd krafa sem Lúther setti fram; að hvert mannsbarn gæti þegið náðina milliliðalaust og þyrfti ekki að spyrja kóng né prest um leyfi. Lúther skráði í hina andlegu stjórnarskrá að náð Guðs, grund- völlur lífshamingjunnar, skyldi um aldur og ævi vera skilgreind sem einskonar almenningur; verðmæti sem allir hefðu jafnt aðgengi að og enginn ætti umfram annan; verðmæti sem aldrei mætti tak- marka með nokkrum mannlegum hindrunum né selja eða leigja hópi manna svo þeir hefðu betri aðgengi að þessari auðlind en annað fólk, gæti selt aðgang að henni eða leigt. Það er svo langt um liðið sem þetta var að okkur finnst flestum í dag fáránlegt að einhver mann- leg stofnun geti skammtað okkur innri frið eða lífsfyllingu. Við erum reyndar tilbúin að borga þeim mik- ið sem segjast geta aukið hamingju okkar og frið; til dæmis læknum og lyfjafyrirtækjum; en okkur finnst það eftir sem áður ankannaleg hug- mynd að einhver stofnun eða fyrir- tæki geti meinað okkur að finna tilgang með lífinu. Helgir fulltrúar Það tók síðan nokkrar aldir þar til áhrifin af þessari hugmynd höfðu náð fullri virkni. En hægt og bítandi færðist þessi hugmynd um milli- liðalaus tengsl einstaklingsins við eigin hamingju frá guðfræðilegri og tilvistarlegri stöðu sálarinnar yfir í stöðu mannsins í samfélaginu. Eins og menn höfðu áður véfengt vald páfans á andlega sviðinu og hafnað óskeikulleika hans; þá höfn- uðu menn líka ríkisvaldi kóngs og aðalsstétta. Sú hugmynd að hafa engan yfir sér nema algóðan Guð styrkti sjálfstæðishugsjón borgara og efldi þeim kjark til að leita sér lífshamingju, veraldlegs öryggis og velferðar og var for- senda þess að þeir gerðu kröfu um að sitja við sama borð og allir aðrir þegar kom að ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál borgaranna. Marteinn Lúther og Jón Kalvin eru ekki bara afar kapítalismans heldur langafar hins borgaralega lýðræðiskerfis, sem fólk í okkar heimshluta telur forsendur fyrir frelsi, velferð og öryggi einstak- lingsins. Þeir félagar stigu fyrstu skrefin í þá átt að færa guðlegt vald út úr samskiptum manna og komu þannig í veg fyrir að einn gæti kúgað annan í umboði Guðs. Við það misstu vestrænir menn að mestu áhugann á Guði. Í flestum ríkjum þessa heimshluta er Guði illa haldið við. Hann er núorðið eins og enn ein sönnun frjálshyggju- manna fyrir því að þegar eignarrétturinn er óskýr er hætt við að fólk fari illa með verðmætin og sinni þeim ekki. Í þeim menningarheimum þar sem aðgreining hefur ekki orðið á milli andlegs og veraldlegs Siðaskipti á markaði og í stjórnmálum Búsáhaldabyltingin var aðeins uppþot vegna þess að baki var engin krafa um siðaskipti eða siðbót heldur aðeins krafa um yfirbót einstakra manna. 64 samtíminn Helgin 24.-26. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.