Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 28
Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta geð kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 31. janúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmda. Uppstillinganefnd VR Viltu leggja þitt af mörkum í starf i VR? N ick Cave fer hörðum orðum um stofnanir kirkjunnar og stofnanavæðingu trúar. Að hans mati er kirkjan orðin að lög- málsstofnun sem hefur misst sjónar á hlutverki sínu og hann gengur svo langt að segja að þeir sem að kirkj- unni standi séu farísear nútímans,“ segir Kristján Ágúst Kjartansson sem skrifaði lokaritgerðina „Guð- fræði Nick Cave“ í BA-námi í guð- fræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin sem ber undirtitilinn „Framlag til nútímalegrar umræðu innan guð- fræði með hliðsjón af rannsókn- araðferðum femínískrar guðfræði“ hlaut mikið lof og er hún notuð sem kennsluefni við guðfræðideildina þar sem Kristján er nú í magister- námi. Hann er í stjórn Æskulýðs- sambands þjóðkirkjunnar, hefur sinnt almennu æskulýðsstarfi við Hallgrímskirkju og fermingar- fræðslu við fjórar sóknir. Krist- ján, líkt og Nick Cave, hafnar bók- stafstrú og segir mikilvægt að kirkja nútímans tali inn í nútíma- samfélag í stað þess að vera föst í tvö þúsund ára kreddum. Tónlist Nick Cave er að sjálfsögðu á fón- inum þegar við Kristján setjumst niður til að ræða guðfræðina. Nic Cave er heimsþekktur fyrir tón- listarferil sinn sem spannar þrjá áratugi og í textunum fjallar hann gjarnan um efni á borð við dauða, ást, ofbeldi og trú. Hann hefur hald- ið fimm tónleika á Íslandi, síðast í fyrra með hljómsveit sinni The Bad Seeds, og hefur samið tónlist fyrir nokkur verka leikhópsins Vestur- ports. Minna þekkt eru skrif hans um guðfræði en þó hafa fræðimenn víða um heim sökkt sér niður í guð- fræði þessa listamanns auk þess sem aðdáendur hans hafa margir velt sér upp úr þeim. Guð mættur með útrétta hönd „Ég fór í raun ekki að hlusta á Nick Cave af alvöru fyrr en fyrir um tíu árum. Í fyrstu hlustaði ég mest á þessar klassísku plötur, Mur- der Ballads og Boatman´s Call, og fannst tónlistin mjög góð. Seinna þegar ég var farinn að velta trúmál- um fyrir mér þá tók ég eftir öllum þessum trúartilvísunum hjá honum og varð forvitinn um hvað honum gengi til,“ segir Kristján sem var orðinn fullorðinn þegar hann varð trúaður. „Ef t ir menntaskóla fór ég í tölvunarfræði en hætti þar og fór að vinna í fjöl- skyldufyrirtæk- inu sem rekur gleraugnaversl- anir. Þar komst ég að því að framtíð mín lægi á sviði mannlegra sam- skipta. Tengda- foreldrar mínir á þessum tíma voru úr KFUM og ég fór smátt og smátt að velta guð- fræði fyrir mér en áður hafði ég lítið kynnt mér hana og var ekki alinn upp í æskulýðsstarfi. Ég átti þarna hægt um vik að leita eftir svörum,“ segir Kristján sem þá fór þegar að nálgast kirkjuna með það að leið- arljósi að hún ætti ekki að vera stofnun sem þjónar sjálfri sér fyrst og fremst, heldur fólkinu sem hún samanstendur af. „Þegar ég lagðist yfir texta Nick Cave sá ég að þar var oft mikið um átök þar sem verið var að fást við missi, söknuð og vonbrigði, og mörkin oft óljós milli þess hvort hann er að tala til manneskju eða guðs. Við fyrstu hlustun virðist kannski augljóst að hann sé að tala til konu en síðan verða mörkin óljósari.“ Kristján tekur dæmi af laginu „Gates to the Garden“ sem Nick Cave samdi þegar hann var í afvötnun vegna heróínfíknar. „Í lokaversinu er guð mættur með út- rétta hönd og boðskapurinn er að hendi guðs sé alltaf til staðar – það eina sem þú þarft að gera er að taka við hjálpinni. Guð krefst einskis af þér, alveg sama hvað þú hefur gert. Þú þarft bara að treysta.“ Rannsakaði guðfræði Nick Cave Kristján Ágúst Kjartansson byrjaði að læra tölvunarfræði við Há- skóla Íslands en fann sig ekki í því námi og fór að læra guðfræði auk þess sem hann er virkur í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar. Lokaverkefni hans fjallar um birtingarmyndir guðfræði í verkum Nick Cave. Kristján er sammála listamanninum um að kirkjan nálgist nútímasamfélag á fornaldarlegan hátt og fann líkindi með Nick Cave og femínistum þegar kemur að því að nálgast guð. Villtur unglingur Nick Cave fæddist inn í reglusama miðstéttarfjölskyldu í Ástralíu þar sem bókmenntum var haldið að honum frá unga aldri auk þess sem hann söng í kirkjukór. Á unglingsár- unum varð hann heldur villtur og fann sig með hópi artí-pönk-hóps sem reyndi mikið að valda bæði hneykslun og usla. Síðar öðlaðist hann nokkra frægð með hljóm- sveitinni The Birthday Party þar sem hljómsveitarmeðlimir komu varla fram nema undir miklum áhrifum fíkniefna. „Nick Cave var á þessum tíma farinn að lesa Gamla testamentið og nýta sér ýmis stef þaðan í textagerðina. Hann hefur síðar skrifað mikið um guðfræði, bæði bækur og fyrirlestra.“ Meðal þess sem Kristján vísar til í ritgerðinni er fyrirlesturinn „The Flesh made Word“ sem Nick Cave flutti fyrst á BBC árið 1996. Þar segir hann frá því að hafa upp- haflega heillast af þessum harða og grimma guði Gamla testamentisins sem vílaði ekki fyrir sér að þurrka út heilu þjóðirnar. „Þegar líf Nick Cave var komið í algjört óefni, hann var óhamingjusamur og reiður út í alla, fékk hann það ráð frá ónefnd- um presti að hvíla sig á Gamla testa- mentinu og lesa það Nýja. Hann tek- ur prestinn á orðinu og viðhorf hans til guðs og heimsins gjörbreytist, hann finnur þar mýkri og friðsam- ari guð og þetta hefur einnig mikil áhrif á textagerðina hans. Boðskapur guðs misnotaður Um sex ár eru síðan Kristján fékk þá hugmynd að vinna lokaverkefni um guðfræði Nick Cave. „Mig lang- aði að vekja athygli á nálgun hans á guðfræði en var hræddur um að þetta væri efni sem væri erfitt að fá samþykkt sem akademískt loka- verkefni í háskóla. „Bæði í textum sínum, fyrirlestrum og viðtölum segir Nick Cave mjög afdráttarlaust hvað honum gengur til. Honum mis- býður hvernig boðskapur Krists hefur verið misskilinn og misnot- aður af stofnunum og bókstafstrú til að réttlæta kúgun ákveðinna samfélagshópa. Honum finnst það hreinlega skylda sín að leiðrétta þennan misskilning á boðskap kristinnar trúar og koma á framfæri þeim kærleik og von sem þar er að finna. Kjarninn í boðskap Nick Cave er að Kristur kemur inn í heiminn til að veita okkur innblástur, lyftir okkur upp og sýnir okkur hvernig hann getur verið okkur fyrirmynd. Til að guð hafi hjálpandi merkingu þurfum við að geta tengt við hann og skilið þá rödd sem hann talar með til okkar. Hann lítur svo á að með ögrandi textum sínum sýni hann hvernig við getum leyft guði að fylla upp í þau göt sem lífið er sí- fellt að slá í tilveru okkar og verði þannig tækifæri til að finna okkur leið til að veita lífi okkar tilgang og merkingu. Guð er ekki persóna, ekki karl eða kona, heldur innblást- ur og vilji til góðs,“ segir Kristján um boðskap Nick Cave. Popptónlist í fermingar- fræðslunni Í ritgerðinni fjallar hann einnig um femíníska guðfræði og hvernig hún hefur verið notuð til að nálgast al- menning ennfrekar, líkt og Nick Cave gerir. „Konur máttu lengi vel ekki vera leiðtogar innan kirkj- unnar vegna kynferðis síns. Þær vildu láta í sér heyra og fóru þá leið að ögra föstum ímyndum, líkt og Nick Cave gerir. Þær vissu að það þurfti að sveifla pendúlnum langt yfir miðjuna til að ná einhverju jafn- vægi. Kristnar konur áttuðu sig á því að þeirra reynsla skipti máli og að þær máttu líka hafa rödd. Þær áttuðu sig á því að boðskapur Krists þarf að tala til þjóðfélagsins eins og það er í dag en ekki bara taka mið af tvö þúsund ára menningarsam- félagi.“ Dr. Arnfríður Guðmunds- dóttir var leiðbeinandi Kristjáns í verkefninu. „Arnfríður er leiðandi fræðimaður í femínískri guðfræði á Íslandi og prófessor við guðfræði- deild Háskóla Íslands. Hún er mér líka mikil fyrirmynd og hún hefur sýnt að við þurfum að hrista upp í því hvernig við tölum um trú. Það er ekkert að innihaldinu í boðskap Krists, það er bara oft svo mikið að umbúðunum.“ Þetta er einmitt það sem Kristján hefur einsett sér í sínu kristilega starfi. „Við þurfum að hlusta á og tala inn í aðstæður fólks í nútímasamfélagi. Við þurfum að nota nýjar myndlíkingar og vera skapandi í framsetningu,“ segir Kristján sem meðal annars hefur notað texta úr nútíma popptónlist í fermingarfræðslunni til að ná fram nýjum vinklum á guðfræði. Stöðnun í því hverning við tölum um trú og guðfræði getur leitt til þess að rof myndist milli guðfræði og nýrra kynslóða samfélagsins. „Aukin áhersla á hversdagsmenningar er því mikilvæg og ef við vinnum með gagnvirkum hætti þarna á milli má koma miklu til leiðar. Jafnvel þó við þurfum líka að ögra.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kristján Ágúst Kjartansson fékk mikinn áhuga á því hvernig guðfræði birtist í verkum Nick Cave og skrifaði um það lokaritgerð við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Hari Nick Cave & The Bad Seeds á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties í gömlu NATO herstöðinni Ásbrú í fyrra. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty 28 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.