Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 60
60 bíó Helgin 24.-26. janúar 2014 Í Sha- dow Recruit er Ryan kynntur til leiks sem ungur og upp- rennandi njósnari.  Frumsýnd Jack ryan: shadow recruit B andaríski rithöfundurinn Tom Clancy lést í fyrra langt fyrir aldur fram. Hann náði miklum vinsældum með njósna- og stríðsbrölts bókum sínum sem flestar snúast um einhvers konar eftirmál kalda stríðsins. Clancy var ekki síst annál- aður fyrir nákvæmar, ef ekki beinlínis smá- smugulegar, tæknilegar lýsingar á ýmsum stríðstólum og njósnatækjum. CIA-sérfræðingurinn Jack Ryan er lang þekktasta sögupersóna Clancys og hann hefur átt góðu gengi að fagna í kvikmyndum. Fyrsta bók Clancys um Ryan, The Hunt for Red October, kom út árið 1990 en var kvik- mynduð 1990. Þar lék Alec Baldwin njósnar- ann sem reynir að hafa uppi á rússneskum kjarnorkukafbáti. Sean Connery fór með hlutverk skipherrans um borð í bátnum en sá óhlýðnaðist yfirvöldum í Sovétríkjunum og gerðist liðhlaupi. Baldwin sagði skilið við Ryan eftir kafbáta- hasarinn og Harrison Ford tók við keflinu og lék Ryan í tvígang, í Patriot Games 1992 og Clear and Present Danger 1994. Eftir Clear and Present Danger tók við átta ára hlé þar til trommað var upp með Ben Affleck í hlut- verki Ryans í þeirri frekar slöppu mynd The Sum of All Fears 2002. Og síðan þá hefur ekkert til Ryans spurst þar til nú þegar Chris Pine birtist í hlutverkinu í Jack Ryan: Shadow Recruit en hugmyndin með myndinni er að hleypa af stokkunum nýrri myndaröð um hetjuna en áhorfendur og viðtökur þeirra munu að sjálfsögðu ráða úrslitum um hvort frekara framhald verði á ævintýrum Ryans í bíó. Hér er sú gamalþekkta leið farin að gera einhvers konar forleik að því sem við höfum þegar séð af Ryan og í Shadow Recruit er hann kynntur til leiks sem ungur og upp- rennandi njósnari. Auk Chris Pine eru Keira Knightley og Kevin Costner í mikilvægum hlutverkum. Knightley leikur eiginkonu Jacks, Cathy Ryan, og Costner leikur Thomas Harper, leiðbeinanda og yfirmann njósnarans unga. Kenneth Branagh leik- stýrir myndinni og fer einnig með hlutverk aðalskúrksins, Rússans Viktor Cherevin. Sót- rafturinn sá hefur illt eitt í hyggju og ætlar sér að kollsteypa efnahag Bandaríkjanna og þar með heimsbyggðarinnar með útpældum hryðjuverkaárásum. Ryan fær pata af þessu ráðabruggi og drífur sig til Rússlands til þess að bregða fæti fyrir skúrkinn og koma í veg fyrir áætlun hans. Ryan má hafa sig allan við eigi hann að halda lífi í þeim hildarleik en málin flækjast þegar eiginkona hans ákveður að drífa sig á eftir honum til þess að leggja honum lið. Shadow Recruit byggir ekki á skáldskap Tom Clancy heldur skrifuðu Adam Cozad og David Koepp söguna beint fyrir hvíta tjaldið. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tomatoes: 63%, Metacritic: 58% CIA-sérfræðingurinn Jack Ryan er þekktasta söguhetja spennusagnahöfundarins Toms Clancy. Saga Ryans í kvikmyndum er orðin nokkuð löng en hann var kynntur til leiks 1990 í The Hunt for Red October þar sem Alec Baldwin lék kappann. Ryan hefur ekki látið sjá sig í bíó síðan 2002 í The Sum of All Fears en er nú mættur til leiks, ungur og ferskur í líkama Chris Pine í Jack Ryan: Shadow Recruit. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ungur og sprækur Ryan í Rússlandi Kevin Costner og Chris Pine í hlutverkum sínum í Shadow Recruit þar sem Pine leikur hinn unga njósnara Jack Ryan sem nýtur handleiðslu Thomasar Harper sem Costner leikur.  Frumsýnd BókaþJóFurinn Kvikmyndin The Book Thief er gerð eftir samnefndri skáldsögu ástralska rithöfundarins Markus Zusak. Bókaþjófurinn kom út á íslensku fyrir nokkrum árum og gerði mikla lukku hér, rétt eins og annars staðar. Hún sat samfleytt í 240 vikur á metsölulista New York Times, sankaði að sér verðlaunum og höfundurinn var ausinn lofi. Sagan gerist í Þýskalandi mitt í hryllingi síðari heimsstyrjald- arinnar. Ung stúlka að nafni Liesel er send í fóstur því móðir hennar getur ekki séð henni farborða. Þjökuð af söknuði og sorg byrjar Liesel að lesa, fyrir sjálfa sig og aðra sem eiga um sárt að binda á meðan dauðinn er alltaf á næsta leiti. „Margir hafa mynd í huga sér af marserandi piltum gólandi „Heil Hitler“ þegar þeir hugsa um Þýskaland nasismans og að á einhvern hátt hafi allir Þjóðverjar verið meðsekir. Sú mynd er skökk, það voru ótal mörg uppreisnargjörn börn og fullorðnir sem hlýddu ekki reglunum og fólk sem faldi gyðinga og annað fólk í húsum sínum. Það er því til önnur hlið á Þýskalandi þessa tíma.“ sagði rithöfundurinn Zusak í viðtali við The Sydney Morning Herald. Sophie Nélisse hefur verið lofuð fyrir hlutverk sitt sem Liesel en ásamt henni fara Geoffrey Rush og Emily Watson í mikil- vægum hlutverkum. Metsölubók í bíó SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 YOUNG AND BEAUTIFUL (16) SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS AKIRA (12) SUN: 20.00 Liesel flýr hörmungar stríðsins inn í heim bókanna.  Frumsýnd august: osage county Fjölskyldan komin í bíó Bókmenntaandinn svífur yfir frumsýn- ingarhelginni í íslenskum kvikmynda- húsum þessa helgina en auk þess sem sýningar hefjast á mynd byggðri á skáldsögunni Bókaþjófnum er myndin August: Osage County frumsýnd. Hún er gerð eftir samnefndu Pulitzer- verðlaunaleikriti Tracy Letts sem var sýnt tæplega 700 sinnum á Broadway við miklar vinsældir. Á Íslandi hét verkið Fjölskyldan og sló í gegn í Borgarleik- húsinu og var sýnt rúmlega 60 sinnum. Sagan gerist í Oklahoma, á heimili hjónanna Beverly og Violet Weston sem eiga þrjár uppkomnar dætur, þær Ivy, Barböru og Karen. Dag einn hverfur Beverly sporlaust sem verður til þess að Weston-dæturnar hittast á ný á æsku- heimilinu. Leikkonurnar Meryl Streep og Julia Roberts eru tilnefndar til Óskarsverð- launa fyrir hlutverk sín í myndinni. Meryl Streep er í fantaformi, eins og endranær, í August: Osage County. Hátækni á HeimsmælikvarðaNox Medical hefur þróað svefnrann-sóknabúnað sem vakið hefur verð- skuldaða athygli. Síða 2 krabbi fyrir og eftir kreppuMatthea Sigurðardóttir kynntist sitt hvorri hlið heilbrigðiskerfisins þegar hún glímdi við krabbamein. Síða 4 karlar mikilvægir í umönnun Fjöldi karla í umönnunarstörfum hjá öldrunarheimilum Akureyrar tvöfaldaðist síðasta sumar. Síða 8 einstakur grunnur til rannsóknaKrabbameinsskrá okkar Íslendinga hefur verið starfrækt í hálfa öld. Hún þykir ein sú fullkomnasta í heimi. Síða 10 1. tölublað 2. árgangur 10. janúar 2014 Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum og áratugum. Eftir tuttugu ár verða fimmtán pró-sent landsmanna yfir sjötugu en eru níu prósent nú. Álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna og kostnaður samfara því. Heilbrigðis-kerfið er ekki tilbúið að takast á við þennan nýja veruleika. Síða 6 Ellisprengja Lúsasjampó eyðir höfuðlús og nit Virk ni s tað fest í klín ísku m p rófu num * Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna * Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11. FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Fyrir 2 ára og eldri www.licener.com Mjög auðvelt að skola úr hári! Kemur næst út 14. febrúar Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.