Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 19
viðtal 19 Helgin 24.-26. janúar 2014 Heimspíanistar í Hörpu Piano études Ásamt píanóleikurunum Víkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekawa www.harpa.is/philipglass Goðsögnin Philip Glass frumflytur eigin verk í Hörpu Philip Glass 28. janúar, kl. 20:00 Harpa kynnir með stolti Tryggðu þér miða á www.harpa.is B ra nd en bu rg Aðalheiður Þóra Bragadóttir er 43 ára þroskaþjálfi og grunnskóla- kennari frá Hafnarfirði. Gat varla leikið við barnabarnið „Mér fannst hálf óraunverulegt að sjá mig en líka erfitt. Mér fannst erfitt að horfa á mig stíga á vigtina og erfitt að sjá mig grenja í sjónvarpinu. Það kom mér annars á óvart hvað þátturinn fangar vel andrúmsloftið hjá okkur. Ég er mjög lágvaxin og þó ég hafi verið 101 kíló var ég með svipaðan BMI-stuðul og konur sem voru mun þyngri. Ég þyngdist um rúm 40 kíló á síðustu meðgöngunni minni og þegar ég var búin að eiga hélt ég áfram að þyngjast. Ég hef haft miklar áhyggjur af heilsunni, ég var með verki í hnjánum og svo móð að ég gat varla leikið við barnabarnið mitt. Það var síðan farið að hræða mig hvað ég var byrjuð að einangra mig mikið frá vinum og kunn- ingjum því ég vildi ekki að fólk sæi mig. Sem kennari varð ég oft fyrir því að litlir krakkar spurðu hvort ég væri með barn í maganum og sum hlógu að mér. Verstu fordómarnir komu hins vegar frá fullorðnu fólki. Ég var kölluð feit belja af fullorðinni manneskju fyrir tíu árum og það stendur enn mjög í mér. Ég man líka eftir því að hafa verið að horfa á sjónvarpið með fólki og þar birtist feit kona að dansa og ein konan sagði: Ég hélt að þetta væri Heiða.“ Þór Viðar Jónsson er 39 ára kerfisstjóri frá Hafnarfirði. Fordómar á Íslandi „Mér fannst mjög erfitt að sjá sjálfan sig á svona slæmum stað. Það vakti upp erfiðar tilfinningar sem ég var að burðast með á þessum tíma en mér fannst líka jákvætt að sjá hvað ég er kominn langt síðan þá. Ég bjó í Kanada í 20 ár og fannst íslenskan mín líka koma mjög illa út í nokkrum atriðum. Ég var orðinn mjög þungur þegar ég flutti heim til Íslands árið 1998 eftir að mamma mín dó úr krabbameini. Ég tók þá þátt í Líkami fyrir lífið og léttist mikið. Árið 2001 fór ég aftur til Kanada, datt í sömu rútínuna, fór að borða mikið og þyngdist aftur. Ég varð þá þunglyndur, seldi húsið og flutti aftur heim. Ég var mjög ósáttur við sjálfan mig og lokaði árum saman á öll tengsl við kvenfólk. Mér finnst ég hafa dottið í lukkupottinn að hafa fengið að taka þátt í Biggest Loser. Ég fann ekki fyrir neinum fordómum í Kanada en á Íslandi var það öðruvísi. Þá upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að fólk kom upp að mér á skemmti- stöðum og fór að rífa kjaft og spyrja hvernig ég gat leyft mér að verða svona feitur. Það var mjög erfitt að heyra þetta, sérstaklega því þetta var sann- leikurinn.“ „Mér fannst ótrúlega fyndið að sjá mig þarna. Ég lifði í þeirri trú að ég væri ekki jafn hrika- lega stór og ég var. Mér fannst áhugavert að endurupplifa þessi augnablik og að átta mig á því hversu veik ég var í raun orðin. Ég hef alltaf verið stærri en vinkonur mín- ar sem voru mikið í íþróttum. Ég byrjaði snemma að vinna, eignaðist peninga og réði mér mikið sjálf þó mamma reyndi að hafa áhrif á mig. Ég þyngdist síðan verulega eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt í júní 2011. Síðan varð ég ólétt aftur og eignaðist annað barn í janúar 2013. Eftir það missti ég öll tök, fór að borða meira og vera allt of góð við sjálfa mig. Ég fékk líka fæðingarþunglyndi og leitaði mikið í mat. Ég er mjög dómhörð við sjálfa mig og dæmdi mig hart þegar ég þyngdist en samt gerði ég ekkert í því. Mér fannst stundum að fólk væri að stara á mig en ég held núna að það hafi bara verið í höfðinu á mér.“ Kolbrún Jónsdóttir er 25 ára í fæðingarorlofi og kemur frá Vestmannaeyjum. Fékk fæðingarþunglyndi 101 kg 176 kg 120 kg Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.