Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 46
46 matur & vín Helgin 24.-26. janúar 2014 Flatkökur og rúgbrauð frá Gæðabakstri/Ömmubakstri á þorrabakkann! Gæðabakstur / Ömmubakstur ehf • Lynghálsi 7 • 110 Reykjavík Þ etta er alls ekki galinn tími fyrir þennan drykk. Það er smá hvítvíns-mysustemn-ing í miðinum og ég gæti trúað því að það sé sniðugt að dreypa á honum með sumu af þorramatnum. Þetta gæti passað með súra slátrinu,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og bjóráhugamaður. Í tilefni þorra sem gengur í garð í dag setur Borg brugghús á markað mjöðinn Kvasi. Eins og greint var frá í Fréttatímanum í síðustu viku er Kvasir bruggaður úr hunangi, er níu prósent að styrkleika og þykir minna nokkuð á hvítvín. Mjöður á því lítið skylt við bjór. Nafnið Kvasir kemur úr norrænni goðafræði en mjöður er oftast tengdur við forfeður okkar, víkingana. Í Egils sögu er til að mynda greint frá því að á ferðalögum Egils Skallagrímssonar erlendis taldi hann sjálfsagt að höfðingjar bæru í hann mjöð. Stefán segir að fari því vel á því núna að Ölgerð Egils Skallagrímssonar standi í fram- leiðslu á miði. „Það er ekki fullljóst hvernig þessi mjöður sem Egill og félagar drukku var. Eins og oft er með hversdagslegt handverk þá er það ekki mikið að rata inn í heimildirnar. Í seinni tíð hefur talsverður iðnaður verið bæði í bjór- og mjaðar- gerð þar sem ýmsir aðilar reyna að selja vörur sem þeir segja nákvæmlega eins og menn voru að drekka fyrir mörg hundruð árum. Ég held að menn séu ansi oft að giska í eyðurnar,“ segir Stefán. Stefán segir Íslendingar séu gjarnir á að hræra saman hugtökunum bjór og miði. Munurinn sé þó skýr; bjór er bruggaður úr korni en í miði er sterkjugjafinn hunang. „Þessi misskilningur er sjálfsagt sprottinn frá Íslendingasögunum. Ég get ímyndað mér að flestir Íslendingar haldi að mjöður hafi verið bjór, jafnvel fínasti og flottasti bjórinn tengdur við kónga og höfð- ingja. Það tekur pínu „spönkið“ úr þessu að mjöður hafi í raun verið Breezer síns tíma.“ Stóra spurningin er svo hvort mjöður hafi verið bruggaður hér á landi fyrr á öldum? Eða hvort Kvasir sé fyrsti íslenski mjöðurinn? „Það þarf mikið magn af hunangi í mjaðargerð. Það hefur varla verið á færi annarra en þeirra ríkustu að verða sér úti um það í tunnuvís. Og það er ekki hægt að skjóta loku fyrir það að einhverjir íslenskir auð- menn á fyrstu öldum Íslandsbyggð- ar hafi látið senda sér hunangstunnu og bruggað mjöð. Það eru hins vegar engar heimildir um það og persónu- lega finnst mér það ekki líklegt. Mér finnst líklegra að menn hafi drukkið mjöð erlendis eða hingað til lands hafi borist lítilræði af brugguðum miði.“ Þannig að þú telur líkur á að Kvasir gæti verið fyrsti mjöðurinn? „Já, það verður að teljast afskaplega lík- legt. Menn voru bruggandi bjór hér í stórum stíl. Hér var kornrækt sem Íslendingar voru að bisa við frameftir miðöldum þangað til það var orðið of kalt. Það korn var allt of verðmætt í brauð og grauta, það fór allt í bjór. Hér á landi hefur aldrei verið nein náttúruleg hunangsfram- Fyrsti íslenski mjöðurinn? Borg brugghús sendir frá sér mjöðinn Kvasi nú þorra. Sagnfræðingurinn og bjóráhugamaður- inn Stefán Pálsson segir engar heimildir um að mjöður hafi verið bruggaður af forfeðrum okkar og Kvasir sé því að líkindum fyrsti íslenski mjöðurinn. Forfeður okkar víkingarnir drukku mjöð úr horni en nútímamaðurinn virðist halda að mjöður sé bjór. Það er mikill misskilningur, mjöður var Breezer þess tíma. Teikning/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.