Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 18
18 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014 Þyngdist um 30 kíló á hálfu ári „Það var svolítið skrýtið að sjá sjálfa sig í sjónvarpinu. Ég vissi alltaf að ég væri stór en þegar ég sá mig í sjónvarpinu gerði ég mér fyrst grein fyrir hversu stór ég var orðin. Það var erfitt að sjá mig þarna á hlaupabrettinu og lungun að springa. Ég var í engu formi með skerta hreyfigetu en ég upplifði það ekki þannig því ég var orðin vön þessu. Ég hef verið að þyngjast síðan ég var 9 ára. Ég var alltaf stærri en jafnaldrar mínir, hef tekið þátt í íþróttum en borðað því meira á móti. Um hálfi ári áður en byrjað var að taka upp þættina hafði ég gefist upp, ég hætti að hreyfa mig og borðaði mikið, og bætti á mig 30 kílóum á þessu hálfa ári. Ég var alveg hætt að hugsa um sjálfa mig. Það er alls ekki samþykkt í samfélaginu að vera svona stór og það birtist á ýmsa vegu. Til dæmis er lítið af fötum í boði fyrir stórar manneskjur og áður en Evans kom gat ég varla fundið föt á mig. Ég er aðallega í íþróttafötum, fötum með teygju sem teygðust með manni. Ég hef líka fundið fyrir því í starfi mínum sem hjúkrunarfræðingur og fræði fólk um lífsstíl að það gengur misvel. Fólk sá auð- vitað í hvaða formi ég var en það er ekki það sama að vita og gera.“ Solaray Ísland www.heilsa.is Eru þið kvefuð ? Sumir fá alltaf ennis og kinnholubólgur í hvert sinn sem þeir kvefast og eins sársaukafullt og það er þá er fólk tilbúið að gera nánast hvað sem er til að losna undan því. Einkenni sýkingar eða bólgu í ennis-og kinnholum er o sársauki og þrýstingsverkur í enni og kinnum. Bætiefnið Sinus Source frá Solaray hefur hjálpað mörgum sem hafa átt við krónískar bólgur í ennis- og kinnholum að stríða, og hreinlega stytt veikindatímann hjá þeim og sumir fá ekki einu sinni bólgurnar ef þeir taka inn Sinus Source. Mengandi efni úr umhvernu og ofnæmi geta valdið ennis-og kinnholubólgum. Þessi blanda er sérvalin til að virka gegn óþægindum sem ennis-og kinnholubólgur valda og getur ha mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sinus Source kemur að gagni hvenær sem ennis-og kinnholuvandamál gerir vart við sig og á hvaða árstíma sem er. Sinus Source inniheldur þróaða blöndu bætiefna og jurta t.d. C-vítamíni, quercetín, bromelain, netlulauf, boswella og ginkgo biloba. Allt eru þetta jurtir og bætiefni sem vinna saman að því að létta á ennis- og kinnholubólgum. Margar þessara jurta bæta einnig meltinguna, því bólgur sem ýta undir ennis- og kinnholuvandamál koma o upp víðar í líkamanum og þá mjög gjarnan í meltingarveginum. Átakið er hafið Raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser Ísland hefur breytt lífi þeirra tólf einstaklinga sem í september ákváðu að segja offitunni stríð á hendur. Allir voru þeir í mjög slæmu líkamlegu ástandi, jafnvel farnir að einangra sig félagslega og með afar slæma sjálfsmynd. Fyrsti þátturinn af The Biggest Loser Ísland var sýndur á SkjáEinum í gær og af því tilefni spurðum við þátttakendur nokkurra spurninga um hvernig þeim hafi liðið að sjá sig í sjónvarpinu, hvað varð til þess að þeir urðu jafn þungir og raun bar vitni, og hvort þeir hafi fundið fyrir útlits- fordómum vegna þyngdar. Öðlaðist frelsi „Fyrsti þátturinn fór fram úr mínum vænt- ingum. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt. Ég fékk engan kjánahroll og var bara ánægður með strákinn sem ég sá. Þarna var ég í mínu alversta formi og öll viðleitni til hreyfingar kvöl og pína. Þessi fyrsta vika var mjög erfið, við byrjuðum bratt og héldum alltaf áfram. Í raun varð ekkert sérstakt til þess að ég varð svona þungur. Ég hef í gegn um tíðina valið að verðlauna mig með mat og huggað mig með mat ef þess þurfti. Ég held að það sé minn akkilesarhæll. Nú hef ég lært að takast á við tilfinningar með heilbrigðari hætti og það er svakalegt frelsi að vera búinn að viðurkenna veik- leika mína. Þó ég hafi þurft að berhátta mig fyrir alþjóð í þættinum þá er ávinningurinn algjört frelsi. Ég er hættur að þykjast. Ég var farinn að finna fyrir fordómum vegna þyngdar en kveikjan að fordómunum var fyrst og fremst hjá sjálfum mér. Ég var sjálfum mér verstur og held að ég hafi jafn- vel gert fólki upp neikvæðar skoðanir á mér. En ég fékk líka jákvæðar ábendingar frá fólki sem vildi mér vel.“ Föst í vítahring „Ég var mjög kvíðin fyrir því að sjá mig í sjónvarpinu en svo var það bara mjög gaman. Það var auðvitað skrýtið en ég varð líka stolt yfir árangrinum. Í raun vissi ég ekki hverju ég ætti von á því í ferlinu gleymdi ég fljótt að þetta yrði sjónvarpinu. Við höfðum um nóg annað að hugsa. Ég hef alltaf verið of þung en á síðustu fimm árum þyngdist ég smátt og smátt meira. Ég var alltaf að reyna að létta mig, náði einhverjum smá árangri en gafst alltaf upp og bætti á mig enn fleiri kílóum en ég hafði misst. Ég var orðin mjög óánægð með mig, var farin að loka mig af og borða meira, og þar af leiðandi verða enn óánægðari með mig. Ég var bara föst í vítahring. Ég borðaði ekki mikinn mat en því meira af sætindum, nammi og ís. Þar sem ég hef alltaf verið of þung hef ég ekki samanburð og veit því ekki hvort fólk kæmi öðruvísi fram við mig ef ég væri það ekki. Fólk hefur bara oft verið að gefa mér góð ráð til að hjálpa mér að grennast.“ Haldinn brauðfíkn „Mér fannst ekkert mál að sjá mig í sjón- varpinu. Mér finnst þetta ekkert feimnis- mál og í raun bara ótrúlega gaman að sjá sjálfan sig takast á við þessi verkefni. Ég þyngdist smátt og smátt, á nokkrum árum bætti ég á mig um fimmtíu kílóum. Ég held að það sem hafi haft mest að segja var hvað ég drakk mikið af gosi og borðaði mikið snakk. Ég borðaði líka mikið af brauði og finnst eins og ég hafi nánast verið með einhvers konar brauðfíkn. Það eru einhver efni í þessu sem bara kalla á meira. Ég borðaði mikið eftir klukkan átta á kvöldin og held að það hafi líka haft mikil áhrif á þyngdina. Ég vissi alveg að það var ekki í lagi með matarvenjur mínar þegar ég horfði á vigtina fara stöðugt upp en ég réði ekki við þetta. Ég hef ekki fundið fyrir neinum fordómum vegna þyngdar. Vissulega hef ég lent í því í búðum að lítil börn spyrja mig af hverju ég sé svona þungur og að börn benda á mig en þau vita auðvitað ekki hvað þau eru að segja. Ég er jákvæður að eðlisfari og hef ekki látið þetta hafa áhrif á mig.“ Hrönn Harðardóttir er 30 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. Óðinn Rafnsson er 37 ára sölumaður frá Hafnarfirði. Inga Lára Guðlaugsdóttir frá Akranesi er 31 árs félagsfræðinemi við HÍ. Sjúk í sykur „Mér fannst kjánalegt að sjá mig í sjónvarp- inu og mjög erfitt að sjá mig á vigtinni. Það sást svo vel hvað mér leið illa. Það var nógu óþægilegt að vera á vigtinni þó ekki bættist á að ég var hálfber að ofan fyrir framan myndavélar. Ég hef alltaf verið stærri á alla kanta en jafnaldrar mínir. Í raun borðaði ég bara allt með sykri; sælgæti og kökur. Á dæmigerðum degi borðaði ég ekkert fyrr en um klukkan þrjú eða fjögur. Þá fékk ég mér samloku, kók, kex, súkkulaði, og á kvöldin borðaði ég mjög mikið. Ég prófaði bæði Herbalife og að vera hjá einkaþjálfara. Það virkaði á meðan ég var í því en um leið og ég hætti bætti ég á mig aftur. Ég var líka óþolinmóð og vildi sjá árangur strax. Ég fann aðeins fyrir fordómum í grunnskóla en í seinni tíð aðallega ef ég fór í tískubúðir. Ég vissi að ég myndi ekki passa í neitt þar og fór kannski inn með vinkonu minni. Af- greiðslukonurnar horfðu samt alltaf á mann með einhverjum svip. “ Anna Lísa Finnbogadóttir er 28 ára hjúkrunarfræðingur úr Kópavogi. Arnfinnur Daníelsson er 44 ára viðskiptafræðingur úr Kópavogi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 173 kg 143 kg 155 kg 141 kg 136 kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.