Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 66
breytingum fóru gallar kerfanna að koma í ljós. Það má vera að markaðskerfið hafi aukið hagsæld meginþorra fólks langt fram eftir síðustu öld og ýtt undir möguleika einstaklinganna til að móta eigin velferð. En þegar líða fór að lokum aldarinnar varð augljóst að kerfið þjónaði fyrst og fremst þeim sem þegar nutu auðs og valda. Það gerði hina ríku ríkari. Segja má að markaðsbúskapur- inn hafi orðið fórnarlamb eigin velgengni. Eftir því sem fyrir- tækin skiluðu betri árangri reyndu stjórnvöld að ýta undir enn frekari árangur með því að laga samfélagið að þörfum fyrirtækjanna. Þetta efldi fyrst og fremst fyrirtækin sem þegar höfðu náð góðri fótfestu sem leiddi óhjákvæmilega til snöggrar og stórfenglegrar samþjöppunar auðs og valda. Þar sem ríkisvaldið hafði skilgreint það sem meginhlut- verk sitt að þjóna fjármálakerfinu til að tryggja öflugt flæði fjármagns um efnahagskerfið uxu bankarnir ríkinu fljótt yfir höfuð – ekki bara hér á Íslandi heldur um allan heim. Eins og fyrir sjónhverfingu snérist allt atvinnulíf skyndilega um bank- ana. Fjármálaheimurinn drottnaði yfir viðskiptalífinu; ýtti enn frekar undir samruna fyrirtækja og færði þannig sífellt meiri auð á æ færri hendur. Þetta hefur leitt stöðnun yfir samfélögin. Markaðsbúskapurinn var áður forsenda þess að fólk gæti hreyft sig milli stétta; komist í álnir með dugnaði og útsjónarsemi þótt það byggi í upphafi við lítil efni. Markaðsbúskapur hins staðnaða samfélags virkar öfugt. Hann held- ur flestu fólki niðri en lyftir fáum upp. Í raun kemst venjulegt fólk ekki hærra upp metorðastigann í stöðnuðu samfélagi nútímans en að þjóna hinum ríku með einhverj- um hætti; reka mál þeirra í dómsal, hjálpa þeim við að svíkja undan skatti eða skemmta þeim með söng eða trúðslátum. Þetta eru húsnegr- ar nútímans. En flestir tilheyra negrunum úti á ekrunum; þræla til að ná endum saman án þess að hafa nokkra raunhæfa von um að erfiðið auki hamingju þeirra eða velferð. Þeir skulda eigur sínar og greiða af þeim vexti ævina á enda án þess að eignast nokkuð. Strit þeirra er auðlind fyrir bankana. And-pólitík Besta flokksins Með stöðnun samfélagsins dró úr virkri borgaralegri þátttöku almennings og allar meginstoðir samfélagsins stofnanavæddust; verkalýðsfélögin, réttindabaráttan, stjórnmálaflokkarnir. Það skorti hreyfanleika og átök til að hrista reglulega upp í þessum kerfum eða tryggja nægja endurnýjun. Nú er borgaraleg þátttaka orðin starfs- vettvangur. Fólk vinnur sig upp innan kerfisins með því að vera að- stoðarmenn eldri stjórnmálamanna. Flokkarnir minna að þessu leyti á gildi handverksmanna á miðöldum; kerfi sem byggt var upp til að við- halda óbreyttu verklagi. Sama þróun hefur orðið í verkalýðshreyf- ingunni. Þar tóku aðstoðarmennirn- ir við af formönnunum fyrir löngu. Verkalýðsforystan er jafn ólík því fólki sem hún vinnur fyrir og stjór- nmálastéttin er fjarlæg almenningi. Þetta kom skýrt í ljós á miðviku- daginn var þegar þjóðin hafnaði svokallaðri þjóðarsátt sem atvinnu- stjórnmálamenn í ríkisstjórn og verkalýðsfélögum höfðu komið sér saman um; líkast til í trausti þess að þeir sjálfir væru þjóðin. Sigur Besta flokksins í borgar- stjórnarkosningunum 2010 dró fram hversu veikt stjórnmála- lífið tengist samfélaginu. Þá sigraði þröng strákaklíka flokka, sem sögulega höfðu yfir að ráða viðamiklu neti sem hríslaðist um allt samfélagið. Það kom í ljós í þessum kosningum að flokkarnir eru í raun ekki merkilegra fyrir- brigði en þessi strákaklíka (með fullri virðingu fyrir henni). Flokk- arnir höfðu hvorki aðstöðu, tæki né getu til að lesa vilja fólks betur en strákarnir. Það sem þeir höfðu um- fram flokkana var meiri reynsla í að koma fram og lesa viðbrögð áheyr- enda. Og það dugði þeim til sigurs í kosningunum. Með Besta flokknum kom hins vegar engin siðbót. Besti flokk- urinn og Björt framtíð eru í raun skilgetin afkvæmi hins staðnaða samfélag. Boðskapur þessara flokka hefur verið sá að fólk komist að niðurstöðu ef það ræði saman af heilindum því í raun sé enginn djúp- stæður ágreiningur í samfélaginu. Allra best sé að láta fagmennina um að finna niðurstöðu í veigamiklum málum á meðan almenningur og stjórnmálamenn kjósa um seinkun klukkunnar eða hvar ruslatunnur séu í borginni. Boðskapurinn er einskonar and-pólitík í anda þess að öll klassísk deilumál séu útkljáð; að við lifum tíma sem eru handan við endalok sögunnar. Sú kenning spratt fram við fall Sovétríkjanna og varð uppáhaldskenning frjáls- hyggjunar. Hún varð rök fyrir enn frekari tilflutningi valda til fyrir- tækja; einkum bankanna. Besti flokkurinn hefur líka dregið fram þrot fulltrúalýðræðis- ins. Þrátt fyrir að borgarfulltrúar hans tengist engri þekktri valda- blokk í samfélaginu og hafi í raun dottið alshendis óvart inn í borgar- stjórn; þá hafa þeir ekki fært vald til fólksins. Þvert á móti virðast þeir staðfastlega trúa á fulltrúa- lýðræðið. Þeir trúa kannski ekki á aðra fulltrúa annarra kjósenda en borgarfulltrúar Besta flokksins virðast hafa mikla trú á sjálfum sér sem fulltrúum sinna kjósenda. Þannig hefur uppreisn kjósenda gegn flokksræðinu og fulltrúa- lýðræðinu 2010 í raun mistekist. Besti flokkurinn braut ekki niður valdakerfi Reykjavíkurborgar, flutti ekki völdin út í hverfin, jók ekki að- komu borgaranna að veigamiklum ákvörðunum (ég tel Betri Reykjavík ekki með; enda snérist sú tilraun um agnarsmá mál). Flokkurinn hafði tækifæri til að kjósa beint í hverfisráð eða skólastjórnir og auka með öðrum hætti beina aðkomu fólks að ákvörðunum og virkja það til borgaralegrar þátttöku en gerði það ekki. Þess í stað jók Besti flokk- urinn völd embættismannakerfisins á kostnað stjórn málanna. Með því að kjósa Besta flokkinn 2010, veita fjórflokknum duglega ráðningu 2013 og með því að fella hina svokölluðu þjóðarsáttarsamn- inga í vikunni hefur almenningur sýnt sterkan vilja til uppstokkunar í samfélaginu. Þetta hefur verið túlkað sem almenn óánægja al- mennings en mætti miklu fremur túlka sem ákall um veigamiklar grundvallarbreytingar á meginstoð- um samfélagsins. Það væri alla vega reynandi að efna til umræðu um hvort full- trúalýðræðið okkar og umgjörð markaðsbúskaparins þarfnist ekki siðbótar – ekki grátklökkrar yfirbótar einstakra manna; heldur gagngerra siðaskipta svo þessi kerfi geti þjónað vel meginþorra almenn- ings í stað örfárra eins og þau gera í dag. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! V O L1 30 10 2 Helgartilboð Verð nú 450.000 kr. Áður 750.000 kr. Cielo gæðasett úr tvöföldu leðri Só B 235 cm H 80 cm D 92 cm Stóll B 103 cm H 80 cm D 92 cm HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 8177 heimilisprydi.is heimilisprydi@simnet.is Full búð af gæðavöru Þegar þjóðin fellir þjóðarsáttarsamninga í kosningum er augljóst að þeir sem telja sig vinna fyrir þjóðina hafa ekki hugmynd um hver þjóðin er eða hvað hún vill. 66 samtíminn Helgin 24.-26. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.