Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 4
Löður er með Rain-X á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SA 10-18 en SV 8-15 S-til SíðdegiS. VíðA rigning og hiti 0 til 5 Stig. höfuðborgArSVæðið: SA og S 5-13 og rigning, hiti 2 til 4 Stig. SA 3-10 m/S.VíðA einhVer VætA en þurrt Að meStu nA-til. hiti um froStmArk. höfuðborgArSVæðið: SA 5-8 m/S. Smá rigning og hiti 2 til 4 Stig. A og nA 5-13 m/S. SkýjAð en léttir til SV-lAndS. froSt 0 til 5 Stig. höfuðborgArSVæðið: A og nA 5-10 m/S. SkýjAð og froSt 0 til 3 Stig. Suðlægar áttir og vætusamt A-átt með rigningu S-til fyrri- partinn, en norðantil síðdegis. Snýst í S-átt með skúrum í kvöld en þurrt fyrir norðan. S- og síðan A-læg átt og væta víða um land á morgun en norðanátt á sunnudag. Svalt í veðri. 2 0 -2 0 3 2 1 0 1 3 -2 -2 -3 -2 -1 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is lærdómsríkur skiptidótamarkaður Ungmennaráð UniCEf stendur fyrir skiptidótamarkaði, á Borgarbókasafni við tryggvagötu næsta sunnudag klukkan 15-16.30. Börnum er boðið að koma á markaðinn með leikföng, bækur og spil sem þau eru hætt að leika sér með, leggja þau inn í leikfangasafn ungmennaráðsins og velja sér önnur leikföng í staðinn. leikur sameinar öll börn, hvar svo sem þau kunna að búa og þjónar mikilvægu hlutverki í þroska hvers einstaklings. með skiptidótamarkaðnum vill ungmennaráð UniCEf skapa vettvang þar sem börn fá tækifæri til að leika sér um leið og þeim er gefið tækifæri til að læra að þekkja umhverfið sitt og samfélag. Á markaðnum munu fulltrúar í ungmennaráðinu leika við börnin á sama tíma og þeir fræða þau um endurnýtingu, sjálfbærni og Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Íslandsmót barna í skák Íslandsmót barna í skák fór fram nýverið, eins og fram kom í skákþætti frétta- tímans um liðna helgi. Þar var getið þeirra sem efstir urðu og jafnir, sem voru Vignir Vatnar Stefánsson tr og Óskar Víkingur Davíðsson gm helli. Vignir Vatnar hafði síðan betur í tveggja skáka einvígi þeirra og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem aðeins var getið barna úr tr, að Óskari Víkingi frátöldum, er rétt að árétta að börn úr öðrum skákfélögum náðu prýðilegum árangri. Í þriðja sæti varð Bjarki Arnaldarson tg. árangur ungra skákmanna utan höfuðborgarsvæðisins vakti athygli en keppendur frá grindavík, Akureyri og hellu komust í úrslit. Í dag, föstudag, verður nýr framhaldsskóli vígður í mosfellsbæ. framhaldsskóli mos- fellsbæjar tók til starfa í bráðabirgðahús- næði árið 2009 um leið og undirbúningur nýrrar skólabyggingar hófst. Byggingin er 4100 fermetrar og tekur um 400-500 nemendur. hugmyndafræði skólans, sem kennir sig við auðlindir og umhverfi, var útgangspunktur í hönnun byggingarinnar sem gengur út á að búa til námssam- félög með samvinnu milli kennara og nemenda og flæði á milli rýma, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. Sveigjanleiki er hafður að leiðarljósi og opin og fjölbreytt rými jafnt inni sem úti einkenna skólann. Þau eru vettvangur fyrir óhefðbundnar kennsluaðferðir sem hvetja til nýsköpunar og samskipta. Í stað þess að kennararnir standi og haldi fyrirlestra nota þeir verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og eru með nemendum, leiðbeina þeim og aðstoða. Samtalið sem verður á milli nemenda og kennara er mikilvægur þáttur í námsferlinu. -sda nýr framhaldsskóli vígður í mosfellsbæ  Matvæli heFur þróað leið til að bæta oMega-FitusýruM í Mat v ið erum nánast tilbúnir með þetta til framleiðslu og getum þá bætt í réttina omegadufti sem er al- gjörlega bragðlaust þannig að neytandinn verður ekki var við annað en þau góðu áhrif sem omega hefur á heilsuna,“ segir Gísli Gíslason, markaðsstjóri hjá Grími kokki og bróðir Gríms sem fyrirtækið er kennt við. Grímur kokkur framleiðir fjölda tilbúinna fiskrétta auk þess að selja mat til mötuneyta vinnustaða, skóla og leikskóla. „Við reiknum með að fyrsta varan sem fer á markað með viðbættu omega 3 og D-vítamíni verði svokallaðar skólabollur sem hafa hingað til aðeins verið seldar í mötuneyti en eru vænt- anlegar á neytendamarkað. Fleiri vörur bætast svo við í framhaldinu. Við framleið- um einnig grænmetisbuff og það verður gott fyrir grænmetisætur að geta fengið þessi efni beint úr buffinu,“ segir hann. Eftir að Gísli tók eftir því hversu margir fengu sér kjúklingabringur vegna hás inni- halds próteins ákvað hann að þróa leið til að hækka próteinhlutfallið í fiskbollunum. „Síðan kom í ljós að samkvæmt neytenda- könnun var omega það sem fólk vildi helst fá í matnum og leggur mun meiri áherslu á það en prótein. Verkefnið þróaðist því í þá átt,“ segir hann. Leitað var eftir samvinnu við Matís um þróunina og í framhaldinu var farið í samstarf við fyrirtæki á Norðurlöndum. Í sumar varð gerð rannsókn á ávinningi af neyslu omegaduftsins þar sem þátttak- endur voru 50 ára og eldri. Þeim var skipt í þrjá hópa þar sem einn hópurinn neytti fæðu með viðbættu omega 3, annar hrærði omegadufti út í vatn og sá þriðji fékk ekk- ert omega. „Niðurstöðurnar verða birtar í virtu vísindariti í febrúar en þær voru á þá leið að þeir sem fengu omega, hvort sem því var bætt við fæðu eða hrært út í vatn, komu betur út,“ segir Gísli. Fyrirtækið Grímur kokkur er í Vest- mannaeyjum og þó það hafi verið stofnað árið 2005 bendir Gísli á að þeir bræður geti rekið ættir sínar allt aftur til franskra skútusjómanna sem strönduðu hér við land á átjándu öld og voru forfeður þeirra alla tíð síðan tengdir sjávarútveginum. Fyrir- tækið er í dag í eigu þriggja bræðra, þeirra Gríms, Gísla og Sigmars, auk eiginkonu Gríms, en flestir meðlimir stórfjölskyld- unnar tengjast fyrirtækinu á einn eða annan hátt. Matís sótti um styrk til Evrópusambands- ins vegna verkefnisins og frekari rann- sókna, og tók Grímur á móti styrknum í Brussel. „Við stefnum ótrauðir áfram og ef vel gengur er ekki útilokað að við höldum á erlendan markað,“ segir Gísli en Grímur kokkur hefur einkarétt til tveggja ára á aðferðinni sem fyrirtækið notar til að bæta omegadufti við mat. erla hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fiskbollur með viðbættu omega 3 Omega var það sem fólk vildi helst fá úr matn- um. fiskbollurnar verða fyrstu vörur gríms kokks sem koma á markað með við- bættu omega 3 og D-vítamíni. Myndir/Hari grímur kokkur sem sérhæfir sig í fram- leiðslu fiskrétta setur með vorinu á markað fisk- rétti með viðbættu omega 3 og D- vítamíni. Bragðlausu omegadufti er bætt við matinn og haldast gæði fitusýranna eftir eldun. niðurstöður neytendarannsóknar á áhrifum viðbættu fitusýranna verða birtar í virtu vísinda- tímariti í febrúar. grímur kokkur er sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Það er í eigu þriggja bræðra, auk eiginkonu gríms sjálfs, en flestir meðlimir stórfjölskyldunnar tengjast fyrirtækinu á einhvern hátt. hér rétt glittir í gísla á myndinni en hann er fimmti frá hægri í öftustu röð. 4 fréttir helgin 24.-26. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.