Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 68
Barnamenningarhátíð verður haldin í órða sinn í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Viðburðirnir eru skapaðir og framkvæmdir af börnum og öðru hugmyndaríku fólki og er hátíðin kærkominn vevangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Frestur til að sækja um kostnaðarþátöku vegna viðburða á hátíðinni er til og með 21. febrúar. Frestur til að skrá viðburð á Barnamenningarhátíð er til og með 1. apríl. Só er um á vef hátíðarinnar www.barnamenningarhatid.is. Nánari upplýsingar í síma 590-1500. Barnamenningarhátíð er skipulögð af Höfuðborgarstofu sem heldur utan um almenna skipulagningu og samhæfingu viðburða, stendur að útgáfu dagskrár og kynningu á hátíðinni. Vilt þú taka þᐠí Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2014? 29. apríl–4. maí Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2014 Helga Gabríela fékk sér nýlega iPhone 5S og er mjög hrifin af mynda- vélinni á símanum. Ljósmynd/Hari  Í takt við tÍmann Helga gabrÍela Sigurðardóttir Ekkert jafnast á við að vera úti í náttúrunni á Íslandi Helga Gabríela Sigurðardóttir er 22 ára Kópavogsbúi sem rekur veitingastað- inn Local í Borgartúni. Hún heldur úti skemmtilegri bloggsíðu þar sem hún fær útrás fyrir ástríðu sína fyrir mat. Helga Gabríela er ekki hrifin af því að ganga í notuðum fötum. Staðalbúnaður Ég vakna eldsnemma á morgnana þar sem ég mæti klukkan sjö á veitingastaðinn Local til að undirbúa daginn. Ég eyði meirihluta dagsins í vinnunni þannig ég er oftast í þægilegum fatnaði eins og gallabuxum, bol og strigaskóm. Mér finnst því miður ekkert úrval af smart fatnaði fyrir minn aldurshóp hér heima. Flestar verslanir selja not- aðan fatnað sem ég hef ekki fílað að ganga í dags- daglega. Ég hef þó keypt nokkra fallega „vintage“ hluti í París sem er gaman að fara í spari. Dags- daglega klæði ég mig frekar „casual“ en þegar ég fer út þá finnst mér gaman að breyta til og dressa mig upp. Ég er lítið fyrir að vera með fylgihluti hversdags en set frekar upp eitthvað látlaust og fallegt við sparidressið og farða mig aðeins meira. Hugbúnaður Ég bjó í 101 á síðasta ári og gat gengið á milli staða en nú er ég flutt í Kópavoginn þannig ég ákvað að fá mér bíl fyrir jól. Ég hreyfi mig nú þó nokkuð þar sem ég fer í jóga og lyfti lóðum. Stundum skrepp ég í sund á kvöldin og svo ætla ég að byrja að hjóla þegar klakinn er farinn af götunum en ég geri mikið af því á sumrin. Ég borða alltaf á Local í hádeginu; ferskt salat, samloku, djús eða súpu. Gerist ekki betra! Þegar ég fer á kaffihús verður oft Nora Magasin fyrir valinu. Að kvöldi til eru margir góðir staðir að velja úr í Reykjavík, einn af mínum uppáhalds er tælenski staðurinn Ban Thai. Ég er mikil félagsvera og finnst alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Ég fer þó sjaldan út á „djamm- ið“ eins og sagt er en finnst mjög gaman að fara í heimsókn til vina og/eða út að borða, það er þegar eitthvað skemmtilegt stendur til. Vélbúnaður Ég nota MacBook Pro. Ég er oftast með tölvuna með mér því ég vil geta unnið í blogginu mínu, helga-gabriela.com. Svo nota ég iPhone símann minn mikið. Ég var að uppfæra í iPhone 5S þar sem ég nota myndavélina mikið. Það er svo hent- ugt að geta notað símann í stað þess að vera með ljósmyndavél líka. Aukabúnaður Ég hef ástríðu fyrir því að útbúa mat og öllu sem það tengist. Mér finnst mjög gaman að elda, baka og útbúa eitthvað framandi. Einnig get ég alveg gleymt mér yfir kokkabókum og uppskriftasíðum á netinu. Mér finnst ægilega gott að hafa það nota- legt heima en einnig skemmtilegt að ferðast og kynnast nýjungum. Á sumrin fer ég oft á Þingvöll en þar er fjölskyldan með notalegan sumarbústað á besta stað því útsýnið er stórfenglegt. Það jafn- ast ekkert á að vera úti í íslenskri náttúru og þá sérstaklega á sumrin í góðu veðri. Einnig finnst mér gaman ferðast út fyrir Reykjavík yfir sumar- tímann og kíkja í göngur og heitar náttúrulaugar. Uppáhalds staðurinn minn er Hrunalaug sem rétt utan við Flúðir, það er algjör ævintýrastaður. Ég hef mjög gaman af kvikmyndum og spái mikið í tónlist og hef verið að DJ’ast í nokkur ár. Hver veit nema ég búi til mína eigin tónlist einn daginn.  appafengur Literary Reykjavík Literary Reykja- vík-appið býður notendum upp á einskonar rafræna bókmenntagöngu. Flestar göngurnar eru á ensku en þó nokkrar á íslensku og örfáar á þýsku. Appið er unnið á vegum Reykjavíkur bókmenntaborgar og Borgarbóka- safnsins í sam- starfi við RÚV. Það er vitanlega mikill fjársjóður fyrir ferðamenn en einnig skemmtilegt krydd í tilveruna fyrir heimafólk. Þeir sem skilja ensku geta til að mynda kynnst verk- um Halldórs Lax- ness, Sjón og Yrsu Sigurðardóttur á þennan nýstárlega hátt, eða jafnvel farið í sérstaka göngu um söguslóðir hinsegin bókmennta. Íslenskar glæpa- sögur hafa notið mikilla vinsælda og eru sérstakar glæpasagna- göngur í boði bæði á íslensku og ensku. Sögulegur fróðleikur um kennileiti í borginni fylgja með leiðsögnunum og ljóst er að þarna stendur bókmenntaunn- endum skemmtileg og fræðandi afþreying í boði. Þú þarft aðeins að mæta á upphafsstað hverrar göngu, setja á þig heyrnartólin og láta leiða þig áfram. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 68 dægurmál Helgin 24.-26. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.