Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 24
Gengur aldrei að reyna að vera sexí á sviðinu Þær stelpur sem keppa í þessu og eru að reyna rosalega mikið að vera sexí á sviðinu eru á algerum villigötum. Fitness-meistarinn Margrét Edda Gnarr varð í fyrra samþykkt sem atvinnumaður í keppnisgreininni, fyrst Íslendinga. Hún er komin með 40.000 fylgjendur á Facebook-síðu sinni og hyggur á landvinninga í Bandaríkjunum þar sem fitnessið nýtur mestra vinsælda og atvinnufólk getur þénað vel. Þótt fitness-drottningar skarti gegnumsneitt stórum brjóstum og stinnum rössum þvertekur hún fyrir að sportið gangi út á kynþokka. Það breytir því þó ekki að hún verður fyrir áreiti dónakalla á netinu. Ruglumbullara, eins og hún kallar þá. F itness heimsmeistarinn Margrét Edda Gnarr varð í fyrra fyrsti Íslendingur- inn til þess að fá samþykki IFBB, alþjóðasambandi líkamsræktarfólks, sem atvinnu- manneskja. Réttindin gera henni mögulegt að keppa við þær bestu í bransanum og velgengni í Bandaríkj- unum getur gefið góða tekjumögu- leika. Margrét keppir í lok febrúar í bikini-fitness á Arnold Classic og nú í fyrsta sinn sem atvinnumanneskja. „Ég gat sótt um að gerast atvinnu- maður eftir að ég sigraði á heims- meistaramótinu og þetta þýðir ein- faldlega að ég er komin á annað stig í fitnessinu og keppi nú einungis við atvinnumenn,“ segir Margrét Edda. „Ólíkt því sem gerist hjá áhugakepp- endum eru engir hæðarflokkar heldur bara einn hópur óháð hæð og ég er að fara að keppa á móti þessum stelpum sem eru framan á fitness- tímaritunum og eru frekar þekktar í bransanum.“ Konurnar sem Margrét Edda mun mæta á sviðinu í framtíð- inni hafa meðal annars prýtt forsíður tímaritanna Oxygen, FitnessRX, Flex Magazine, Muscle and Fitness. Margrét Edda keppir í hópi atvinnu- kvenna í bikini-fitness á Arnold Classic-mótinu í Bandaríkjunum í lok febrúar og óhætt er að segja að þar verði hún í flokki þeirra bestu í heim- inum í sportinu. „Þetta er eitt stærsta atvinnumannamót í heiminum og mér var boðið að keppa. Þar er bæði hægt að keppa sem atvinnumaður og áhugamaður en sem atvinnumaður þarft maður að fá þetta sérstaka boð. Aðeins sextán stelpur fá boð í bikini fitness-flokkinn og ég er ein af þeim sem er gríðarlega mikill heiður. Svo er líka hægt að keppa sem áhugamanneskja þarna og það eru nokkrir Íslendingar að fara að keppa sem slíkir. Þetta er eiginlega bara draumur allra fitness-keppenda, að komast í atvinnumennskuna. Þar eru veitt peningaverðlaun fyrir fyrstu fimm sætin og svona.“ Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.