Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Síða 24

Fréttatíminn - 24.01.2014, Síða 24
Gengur aldrei að reyna að vera sexí á sviðinu Þær stelpur sem keppa í þessu og eru að reyna rosalega mikið að vera sexí á sviðinu eru á algerum villigötum. Fitness-meistarinn Margrét Edda Gnarr varð í fyrra samþykkt sem atvinnumaður í keppnisgreininni, fyrst Íslendinga. Hún er komin með 40.000 fylgjendur á Facebook-síðu sinni og hyggur á landvinninga í Bandaríkjunum þar sem fitnessið nýtur mestra vinsælda og atvinnufólk getur þénað vel. Þótt fitness-drottningar skarti gegnumsneitt stórum brjóstum og stinnum rössum þvertekur hún fyrir að sportið gangi út á kynþokka. Það breytir því þó ekki að hún verður fyrir áreiti dónakalla á netinu. Ruglumbullara, eins og hún kallar þá. F itness heimsmeistarinn Margrét Edda Gnarr varð í fyrra fyrsti Íslendingur- inn til þess að fá samþykki IFBB, alþjóðasambandi líkamsræktarfólks, sem atvinnu- manneskja. Réttindin gera henni mögulegt að keppa við þær bestu í bransanum og velgengni í Bandaríkj- unum getur gefið góða tekjumögu- leika. Margrét keppir í lok febrúar í bikini-fitness á Arnold Classic og nú í fyrsta sinn sem atvinnumanneskja. „Ég gat sótt um að gerast atvinnu- maður eftir að ég sigraði á heims- meistaramótinu og þetta þýðir ein- faldlega að ég er komin á annað stig í fitnessinu og keppi nú einungis við atvinnumenn,“ segir Margrét Edda. „Ólíkt því sem gerist hjá áhugakepp- endum eru engir hæðarflokkar heldur bara einn hópur óháð hæð og ég er að fara að keppa á móti þessum stelpum sem eru framan á fitness- tímaritunum og eru frekar þekktar í bransanum.“ Konurnar sem Margrét Edda mun mæta á sviðinu í framtíð- inni hafa meðal annars prýtt forsíður tímaritanna Oxygen, FitnessRX, Flex Magazine, Muscle and Fitness. Margrét Edda keppir í hópi atvinnu- kvenna í bikini-fitness á Arnold Classic-mótinu í Bandaríkjunum í lok febrúar og óhætt er að segja að þar verði hún í flokki þeirra bestu í heim- inum í sportinu. „Þetta er eitt stærsta atvinnumannamót í heiminum og mér var boðið að keppa. Þar er bæði hægt að keppa sem atvinnumaður og áhugamaður en sem atvinnumaður þarft maður að fá þetta sérstaka boð. Aðeins sextán stelpur fá boð í bikini fitness-flokkinn og ég er ein af þeim sem er gríðarlega mikill heiður. Svo er líka hægt að keppa sem áhugamanneskja þarna og það eru nokkrir Íslendingar að fara að keppa sem slíkir. Þetta er eiginlega bara draumur allra fitness-keppenda, að komast í atvinnumennskuna. Þar eru veitt peningaverðlaun fyrir fyrstu fimm sætin og svona.“ Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.