Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 26
Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is Út- sölu- lok! HIRO SPOT Verð áður kr. 19.900 Verð nú kr. 14.900 FOCA GÓLFLAMPI Verð áður kr. 16.900 Verð nú kr. 7.900 FREYA Verð áður kr. 68.900 Verð nú kr. 34.500 JOZEF Verð áður kr. 25.900 Verð nú kr. 19.900 Mikil verðlækkun á sýnishornum í verslun Hörð keyrsla Sportið og æfingar taka mikið pláss í lífi atvinnukonunnar og ef vel á að vera er lítill tími til að sinna öðru en Margrét Edda hefur hagað hlutum þannig að fitnessið er ekki aðeins helsta áhugamál hennar heldur einnig lifibrauðið. „Ég er með fjarþjálfun og það er rosalega þægilegt vegna þess að þá ræð ég svolítið vinnutíma mínum sjálf og það hentar mér vel. Ég vinn mjög mikið í kringum fitnessið og er til dæmis alltaf með það sem kallað er „pósu workshop“ fyrir bæði stóru mótin sem eru haldin hérna. Þetta er bara einn dagur, tveir til þrír tímar, þar sem ég fer yfir allar pósur og fæ alþjóðadóm- ara til að fara yfir reglur og ráð. Svo er ég líka með pósunámskeið og býð upp á einkatíma í pósum þann- ig að ég vinn heilmikið í kringum fitness og heilsurækt.“ Margrét Edda hefur stundað íþróttir alla sína tíð og byrjaði snemma að keppa og þjálfa. „Ég hef alltaf verið rosalega mikið í íþróttum. Ég byrjaði í listdansi á skautum og fór strax að keppa í því. Ég fór svo í tækwondó og byrjaði að þjálfa í því þegar ég var bara fjórtán ára. Ég hef unnið mjög mikið sem þjálfari og vann til dæmis hjá fimleikafélaginu Björk. Þar var ég þjálfari í almennings- deild, fimleikadeild og tækwondó- deild. Ég hef verið mjög lengi í svona þjálfarastörfum en byrjaði með fjarþjálfunina mína fyrir einu og hálfu ári eða svo. Ég hef líka verið að einkaþjálfa í Sporthúsinu en mér finnst fjarþjálfunin henta mér betur. Sérstaklega núna vegna þess að ég er að fara að ferðast mikið á þessu ári og þá er gott að geta verið meira í samskiptum við kúnnana mína á netinu.“ Snýst ekki um að vera sexí Þeir sem sjá myndir af bikini-fit- ness keppnum hljóta að álykta að þetta sé fyrst og fremst keppni í kynþokka þegar fáklæddar konur hnykla vöðvana á sviðinu, býsna þokkafullar. Gengur þetta ekki fyrst og fremst út á kynþokka? „Nei, alls ekki,“ segir Margrét Edda og hlær. „Þær stelpur sem keppa í þessu og eru að reyna rosa- lega mikið að vera sexí á sviðinu eru á algerum villigötum vegna þess að dómararnir fíla það ekki. Þetta er fitness-keppni þannig að þeir eru að dæma heildarútlitið og þá fyrst og fremst vöðvaskil, skurð og líkamann í heild. Þar sem þetta er fitness erum við auðvitað eitthvað skornar en þeir vilja samt sjá frekar heilbrigt útlit í bikiní- fitnessinu. Og það var það sem tryggði mér fyrsta sætið á HM, að ég sýndi frekar heilbrigt útlit. Ég segi öllum stelpum sem koma til mín að læra pósur að reyna alls ekki að vera sexí á sviðinu vegna þess að það skilar þeim engu.“ En nú átt þú sjálf þína eigin einkennispósu sem gæti nú þótt ansi munúðarfull ef ekki beinlínis ögrandi? „Ahhh,“ hlær Margrét Edda. „Ég er samt ekkert að reyna það. Ég hugsa meira um þetta sem dans og að sýna mínar bestu hliðar.“ Og hún segist verða lítið vör við að fitnessið sé gagnrýnt fyrir að vera lítt dulbúin kroppasýning. „Ég finn reyndar ekki mikið fyrir því og verð lítið vör við stæla, leiðindi og einhverja neikvæðni og ef það er einhver neikvæðni þá tek ég lítið mark á henni. Það er svo margt mjög jákvætt í kringum fitnessið. Eins og með at- hugasemdir sem ég fæ við myndir af mér á vefnum. Ég fæ kannski hundrað athugasemdir við eina mynd og þær eru allar jákvæðar, nema kannski ein. Það er oftast þannig og ég tek sjaldnast eftir neikvæðum athugasemdum.“ 30.000 fylgjendur Margrét Edda hefur vakið mikla athygli með myndum og mynd- böndum af sér á Facebook-aðdá- endasíðu sinni en þegar þetta er skrifað hefur rúmlega 30.000 manns líkað við síðuna. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en það varð einhver sprenging. Þetta var rosalega skrítið. Ég var bara með 26.000 læk í síðustu viku og ég veit ekki hvað gerðist svona allt í einu,“ segir Margrét Edda sem er að vonum hæstánægð með athyglina og þá ekki síst hversu margir í Bandaríkjunum fylgjast með henni á Facebook. „Þetta er sérstaklega mikið fólk í Bandaríkjunum og flestir sem hafa lækað síðuna eru þaðan. Næstflestir eru frá Íslandi og síðan koma Ástralir, Bretar og eitthvað frá Austur-Evrópu. Ég er auðvi- tað mjög ánægð með áhugann frá Bandaríkjunum sem er óneitanlega gott veganesti til landvinninga þar, „Ég er mjög ánægð með það vegna þess að fitness er lang stærst í Bandaríkjunum þannig að mesti peningurinn er þar þannig að þetta er mjög gott.“ Margrét Edda viðurkennir þó að ekki fylgist allir með henni á netinu af einlægum fitness-áhuga og hún hefur fengið að kynnast því að inn á milli slæðast karlar með höfuðið fullt af miður geðslegum hugsunum. „Maður fær alveg fullt af skilaboðum á Facebookinu og þetta er svolítið áreiti. Þetta var sérstaklega mikið í byrjun þegar ég samþykkti eiginlega bara allar vinabeiðnir sem ég fékk á persónu- legu síðuna mína. Þá lenti ég mik- ið í svona ruglubullurum og þetta var rosalegt áreiti en ég passa mig betur núna og svara aldrei ef einhver er að senda mér eitthvað svona. En þetta fylgir þessu enda eru allar manngerðir á netinu.“ Keppniskonan ætlar síður en svo að láta staðar numið við 30.000 fylgjendur á Facebook. „Planið er að koma mér upp í 100.000 læk. Er það ekki bara? Spyr fitnessdrottn- ingin og hlær. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Margrét Edda Gnarr er orðin atvinnukeppandi í fitness og stígur á svið í hópi sextán bestu atvinnukvenna í heimi í bikini-fit- ness í Bandaríkjunum í febrúar. Hún er rétt að byrja og möguleikarnir eru miklir, ekki síst þar sem hún er þegar frekar vel kynnt í fitness-heiminum vestanhafs. Ljósmynd/Hari. 26 viðtal Helgin 24.-27. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.