Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 48
48 bílar Helgin 24.-26. janúar 2014  ReynsluakstuR toyota land CRuiseR 150 Draumabíllinn fundinn Land Cruiser 150 uppfyllir allar mínar kröfur. Hann er fallegur, rúmgóður, öruggur, kemst í Bláfjöll og yfir Krossá. É g var svo óheppin á dög-unum að fá að reynsluaka nýjum Toyota Land Cruiser 150. „Óheppin“, segi ég, því mikið óskaplega langar mig í hann. Fjöl- skyldubíllinn er orðinn gamall og lúinn og við hjónin farin að huga að því að nauðsynlegri endurnýjun. Sökum fjölskyldustærðar nægir okkur ekki fimm manna bíll. Við þurfum sjö sæti. Svo þurfum við bíl sem kemst í Bláfjöll og til Ísafjarðar að vetri til. Og helst yfir Krossá að sumri. Land Cruiser 150 nær yfir þetta allt. Ég fékk nýjan Land Cruiser 150 til reynsluaksturs um verslunar- mannahelgina í sumar og fórum við fjölskyldan til Ísafjarðar. Það var hrein unun. Kannski smituðust börnin svona af akstursánægju minni að þau voru syngjandi glöð alla leiðina – eða ef til vill fór bara svona vel um þau. Þetta var að minnsta kosti skemmtileg bílferð sem við nutum í botn. Það hjálpaði auðvitað að hafa góð hljóm- tæki og geta hlustað á uppá- haldstónlistina okkar í gegnum Bluetooth tengingu við símann. Og að geta stillt á cruise control og hafa engar áhyggjur af því að gleyma sér óvart og fara yfir löglegan hámarks- hraða. Mér líður vel í jeppa. Ég passa vel í jeppa. Maður situr hátt og hefur nægt pláss. Og er öruggur. Aukin- heldur pirrar mig fátt meira en að þurfa að bogra yfir barnastólinn og reyna að finna „innstunguna“ fyrir sætisbeltið sem er falið undir barna- stólnum, því bíllinn er svo þröngur. Þetta er sko alls ekkert mál í Land Cruiser. Börnin gátu meira að segja spennt sig sjálf (allir foreldrar vita hvað það er mikill léttir – í alvörunni) því bíllinn er svo breiður að vel fer um þrjá barnastóla. Yfir jólahátíðina fékk ég 2014 árgerðina af Land Cruiser 150 til reynsluaksturs. Nýjasta árgerðin hefur fengið andlits- lyftingu jafnt að utan sem innan. Breytingarnar eru vel heppnaðar og mest áberandi er nýtt grill og nýtt mælaborð og inn- rétting. Ný marg- miðlunartækni sem nefnist Toyota Touch 2 hefur verið tekin í notkun í þessari uppfærslu á bílnum, sem er mjög skemmtilegt og aðgengilegt enda gerir stór snertiskjár notk- unina auðvelda. Það var gaman að fá að reyna bíl- inn í hálku og snjó enda akstursupp- lifunin allt önnur en í rennifærinu um verslunar- mannahelgina. Það er skemmst frá því að segja að bíllinn reyndist frábærlega. Hálkan og snjórinn höfðu ekkert í Land Cruiserinn, ekki einu sinni ómokuðu göturnar í Mosfellsbænum (þar sem hjólförin í klakanum voru að minnsta kosti 15 cm djúp) þegar við brugðum okkur þangað í jólaboð. Ég gerði jólainnkaupin á Land Cruisernum. Fór með langan innkaupalista í búðina á Þorláks- messu þar sem engu skyldi gleymt. Tólf innkaupapokar voru eins og dropi í hafið í rúmgóðu skotti bílsins (aukasætin í skottinu voru ekki í notkun eins og gefur að skilja) og þurfti ég ekkert að stafla þeim. Svo er skottið í þægi- legri hæð þegar þarf að ferma eða afferma. Ég þarf að sjálfsögðu ekki að tala um búnaðinn því bíllinn er búinn öllu því nýjasta sem eykur öryggi og bætir aksturseigin- leika. Það eina sem truflar mig við þennan bíl er verðmiðinn. En það er einfaldlega vegna þess að ég á ekki til þær tæpar tíu millj- ónir sem ódýrasta útgáfan kostar. En ef ég ætti þær, myndi ég ekki hika við að kaupa mér nýjan Land Cruiser. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Stór og rúmgóður Gott að aka honum Frábært hljóðkerfi Kemur vel út í öryggisprófum Gott útsýni úr fram- og aftursætum Stórt og rúmgott skott Verðmiðinn Helstu upplýsingar Verð frá 9.920.000 kr Eldsneytisnotkun frá 8,1 l/100 km í blönduðum akstri CO2 í útblæstri frá 256 g/km á blönduðum akstri Lengd 4780 mm Breidd 1885 mm Farangursrými 1151 lítrar Nýr Land Cruiser 150. Bíllinn hefur fengið andlitslyftingu, breytt grill og framljós, auk breytinga á afturhlera. Myndir/Hari Stór skjár í mælaborði einkennir 2014 árgerðina. Nóg pláss er í skottinu. Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.