Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 45
SVEITARSTJÓRNARMÁL 90 Lífeyrir með kjörbörnum er að jafnaði ekki greiddur, nema þau hafi verið á framfæri hlutaðeigandi í að minnsta kósti á ár. Loks getur barnalífevrir lækk- að vegna tekna umsækjanda og sjálfstæðra tekna harna. 1). Munaðarlaus börn, þ. e. hörn innan 1(i ára, sem misst hal'a báða foreldra sina og ekki hafa aðra fyrirvinnu. Lífeyri slíkra harna má hækka um á0%, ef sérstak- lega stendur á. c. Kona, sem eiginmaður hefur yfirgefið, án þess að tryggja henni og börnum þeirra nægilegan framfærslueyri, enda sé ökunnugt um að 6 mánuðum liðnum frá því maðurinn fór að heirnan, hvort hann er á lifi. d. Mæður óskilgetinna barna og fráskildar konur, sem fá úrskurð yfirvalds með börnum sínum, geta snúið sér til umboðsmanna Trvggingastofnunarinnar og fengið lífeyrinn greiddan þar. Heimilt er að greiða barnalífeyri: a. ekkli, ef fyrirsjáanlegt er, að tekjur hans hrökkva ekki til að sjá heimilinu far- borða. Ekkill fær þó aldrei meira en hálfan barnalifeyri. h. Giftri konu, ef maður hennar hefur verið dæmdur til fangélsisvistar eða úr- skurðaður á drykkjumannahæli eða aðra hliðstæða stofnun. Fjölskyldubætur. Rétt til fjölskyldubóta eiga foreldrar, sem hafa á framfæri sínu 4 börn sín eða fleiri innan 10 ára aldurs, þar með talin stjúpbörn og kjörhörn, og eru bæturnar greiddar með hverju barni, sem er umfram li í fjölskyldu. Heimilt er að greiða fjölskyldubætur vegna fósturharna, ef sannað er, að þau séu raunverulega á framfæri fóslurforeldra. Þeir, sem njóta vilja framangreindra bóta og telja sig eiga rétt til þeirra frá og með 1. janúar n. k., skulu skila umsóknum til umboðsmanna Tryggingastofnunar- innar hið allra fyrsta og eigi siðar en 1. des. n. k. Þeir, sem siðar öðlast rétt til bót- anna, skulu senda umsóknir sínar, þegar þeir uppfylla skilyrðin til þess að geta notið þeirra. í kaupstöðum hafa sjúkrasamlögin umhoðsstörf fyrir Tryggingastofnunina (á Seyðisfirði og ísafirði þó bæjarfógeti), en i kauptúnum og sveitum sýslumenn eða umboðsmenn þeirra í hinum einstöku sveitarfélögum. Þessir aðilar láta í té eyðu- blöð fyrir umsóknir og veita umsóknum viðtöku. Síðar verður auglýst eftir umsóknum um aðrar tegundir bóta. Fæðingarvottorð og örorkuvottorð verða að fylgja umsóknunum, liafi þau ekki verið lögð fram áður í sambandi við umsókn um bætur, samkvæmt lögum uín al- þýðutryggingar. Eyðublöð undir umsóknir um bælur hafa nú verið send til allra umboðsmanna vorra. í Reykjavík er hægt að fá eyðublöð i skrifstofu Sjúkrasamlags Reykjavíkur trá og með mánudeginum 14. okt. og úti um land eftir þvi, sem þau herast umboðs- mönnum næstu daga, og verður það auglýst í blöðum úti um land. Reykjavik, 14. okt. 1940. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.