Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 12
10 SVEITARST J ÓRNARMÁL nú um 550 talsins. Skólaskyldu nýju fræðslu- laganna, er enn ekki fullnægt sökum lnisnæð- isskorts. Unglingafræðslan sat lengst af á hakan- um. Mesti annatími ársins er vetrarvertíðin. Það þótti ógjörningur allra hluta vegna að halda stálpuðum, vinnufærum unglingum á skólabekk um hábjargræðistímann. Á árunum 1915—1920 reyndu einstaka menn að stofna til fræðslunámsskeiða fyrir unglinga haustmánuðina til jóla. Sérstak- lega var kennslan miðuð við þarfir pilta, sem afla vildu sér þekkingar í sjómannafræði. Árið 1918 varð Páll Bjamason skólastjóri barnaskólans í Eyjum. — Páll var fæddur að Götu á Stokkseyri 26. júní 1884, d. 5. des. 1938. Hann hafði lifandi áhuga á menning- armálum bæjarfélagsins og fannst skórinn kreppa þar æði víða að í þeim efnum. Haust- ið 1921 fékk Páll skólastjóri að bamaskólan- urn hér tvo unga kennara, þá Hallgrím Jón- asson, sem nú er kennari við Kennaraskól- ann, og Halldór Guðjónsson, núverandi skólastjóra barnaskólans hér. Með þessurn ungu starfskröftum afréð Páll að stofna til unglingakennslu í barnaskólahúsinu. Engar skráðar heimildir hafa fundizt urn starf og rekstur þessa unglingaskóla fyrstu tvö árin. Sumarið 1923 er samin reglugjörð fyrir þennan unglingaskóla. Hún er staðfest af kennslumálaráðuneytinu um haustið. Að- sókn var mjög lítil, flest árin fyrstu innan við 20 nemendur. Ekki þótti tiltök fyrstu árin að starfrækja skólann lengur en til áramóta. Samkvæmt lögurn um gagnfræðaskóla í kaupstöðum 48/1930 var Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum stofnaður það ár. Svo var kveðið á í 4. gr. þeirra laga, að árlegur starfs- tími gagnfræðaskólanna skyldi vera minnst sex mánuðir og mest sjö og hálfur mánuður. í 16. gr. þessara laga var þó Vestmannaeyja- kaupstað veitt undanþága í þessum efnum. Þessi grein hljóðaði þannig: „I reglugjörð fyrir gagnfræðaskóla í Vest- mannaeyjum má ákveða, að námstíminn sé skemmri en sex mánuðir árlega, en þó skulu próf þaðan vera hin sömu og við aðra gagn- fræðaskóla, enda sé samanlagður kennslu- tími til prófs þar jafnlangur og í öðrum hlið- stæðum skólum.“ Þannig leit löggjafinn á, að Vestmannaeyj- ar hefðu alveg sérstöðu um rekstur ung- mennaskóla vegna vertíðarinnar, aðal bjarg- ræðis- og annatíma ársins. Það var ekki að ófyrirsynju, að þessi ákvæði voru sett í gagn- fræðalögin. Hér var byggt á reynslu og svo á trú áhrifamanna. Enda reyndist um margra ára skeið ekki unnt að halda hér unglinga- hóp á skólabekk að vetrinum, án þess að tölu- verður hluti hans hyrfi úr skóla til vertíðar- anna eftir áramót. En aldrei var undan því látið og skólinn starfræktur samt í sjö mán- uði árlega. Skólinn varð að sigrast á þeim erfiðleikum, þó að þeir kostuðu margra ára baráttu. Ilér varð að breyta hugsun almenn- ings gagnvart gildi fræðslu og skólastarfs. Sú eik fellur sjaldan við fyrsta högg. Ekki við annað eða þriðja heldur. Þegar styrjöldin hófst, hafði rnikið áunnizt í þessurn efnum. Veturinn 1940—1941 stunduðu um 90 nem- endur nám í gagnfræðaskólanum, flest allir úr Eyjum, því að nemendur utan af landi eru jafnan mjög fáir í skólanum og stundum engir. Á fyrstu styrjaldarárunum fór kaupgjald ört hækkandi og margfaldaðist á skömmum tíma. í Eyjum mun unglingakaup hafa þrít- ugfaldast á tveim árum eftir að hraðfrvsti- húsin tóku til starfa. Of dýrt þótti þá að eiga unglingana á skólabekk á slíkum gullauðgi- tímum. Nemendum Gagnfræðaskólans fækk- aði því um helming á tveim árum, 1941— 1943. Veturinn 1941—1942 sagði t. d. þriðj- ungur nemenda 1. bekkjar sig úr skóla á rniðj-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.