Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 27
SVEITARST J ÓRNARMÁL 25 slík löggjöf þarf bæði mikinn og nákvæm- an undirbúning, ekki sízt vegna þess, að liún hlýtur að snerta mjög ýmsa tekjustofna og tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs* en þörfin á skjótum úrbótum vegna sveitarsjóðanna svo brýn, að um enga bið getur lengur verið að ræða, ef ekki á enn verr að fara en á horf- ist, samþykkir fundurinn að bera nú fram við ríkisstjóm og Alþingi þær tillögur til bráðabirgðaúrlausnar á hinum rniklu og vax- andi fjárhagsörðugleikum bæjarfélaganna: 1. Að nú þegar verði af þeinr létt öllum kostnaði við lögreglumál, — og — 2. að sveitarfélögum verði fenginn helm- ingur af þeim tekjum, er ríkissjóður nú fær af söluskatti þeirn, sem innheimt- ur er samkvæmt lögum nr. 100/1948 og síðari breytingum, meðan sá skattur, eða annar tilsvarandi, er tekinn. Bæjarstjórafundurinn lítur svo á, að ekki komi viðbótarfjárhæð að tilætluðum not- um, sem lægri er en sem svarar þriðjungi af útsvarsupphæð ársins 1950, ef komast á hjá því að hækka útsvör til bæjarsjóðanna stór- lega frá því sem nú er. Það mundi koma í Ijós, ef sú leið yrði farin, að hækka útsvörin enn, að verulegur hluti þeirra mundi ekki innheimtast og hækkunin því ekki koma að tilætluðum notum. Fundurinn hefur því tekið það ráð að semja tvö frumvörp, sem liann hyggst að fá borin fram á Alþingi til bráðabirgðaúrlausnar á fjárhagsvandræðum sveitarfélaganna, annað um lögreglumenn, en hitt um hluta sveitarfélaga af söluskatti, og vísast, að öðru en hér er sagt, til frumvarp- anna sjálfra og greinargerða þeirra, sem þeim fylgja. Bæjarstjórafundurinn væntir velvilja og skilnings bæði hjá ríkisstjórn og Alþingi á þeim vandamálum, sem kaupstaðir landsins og önnur sveitarfélög eiga nú við að stríða, og væntir því fastlega að fallizt verði á þá bráðabirgðalausn, sem hér er bent á, og fundurinn hefur einróma samþykkt, og fer fram á að lögfest verði á Alþingi því, sem nú situr. II. Lánsstoínun sveitarfélaga. Eitt af mörgum vandamálum íslenzkra sveitarfélaga er rekstrarfjárvandræði þeirra og vöntun á nauðsynlegri fyrirgreiðslu um út- vegun hagkvæmra lána til meiri háttar fram- kvæmda, sem að lögum hvíla á sveitarfélög- unum eða þau hafa með höndum. Fundurinn felur stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga að athuga með hverjum hætti væri tiltækilegast að koma upp lánsstofnun fyrir sveitarfélögin, sem ætlað væri sérstak- lega það hlutverk, sem að framan segir, og leggi stjómin athuganir sínar og tillögur fyrir næsta bæjarstjórafund, ef haldinn verð- ur, en að öðrum kosti fyrir fulltrúaráðsfund sambandsins, ef fyrr verður haldinn. III. Atvinnumál. í sambandi við umræður á fundinum um atvinnumál í kaupstöðum og kauptúnum landsins samþykkir bæjarstjórafundurinn að beina til ríkisstjómarinnar eftirfarandi til- mælum. Ríkisstjórnin láti fram fara allsherjarat- hugun á því, með hverjum hætti verði til frambúðar ráðið fram úr atvinnuleysi að vetr- arlagi í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Sveitarstjórnum, sem þess óska, verði séð fyrir aðstoð sérfræðinga, sem athugi mögu- leika á aukinni hagnýtingu sjávarafla og ann- arra hráefna og geri síðan tillögur um fram- kvæmdir þær til tryggingar öryggi atvinnu- lífsins á hverjum stað, sem hagkvæmastar þykja. Hvað útgerðina snertir, verði nú þegar sér- staklega gerðar eftirfarandi ráðstafanir: 1. Útgerðarfélögum séu tryggð aukin rekstrarlán, svo að þau séu ekki nauð-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.