Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 25
SVEITARSTJÓRNARMÁL 23 ið að samræma orðalag framkominna tillagna um atvinnumál. Tillagan svo orðuð, sem nefnd þessi lagði til, var samþvkkt í einu hljóði. Sjá: Alyktanir III. Svohljóðandi greinargerð fylgdi til frekari r-ök- stuðnings: GREINARGERÐ UM ATVINNUMÁL. Á fundi, sem bæjarstjórar landsins eiga nú með sór í Reykjavík, hefur það orðið ljóst, að í nokkrum kaupstöðum landsins rikir uggvænlegt atvinnuleysi, svo að til stórfelldra vandræða horfir. í öðrum kaup- stöðum er atvinna ófullnægjandi og horfur á mjög takmarkaðri vinnu i haust og vetur. Hagur bæjarfélaganna er yfirleitt slíkur, að þeim er algerlega um megn að leggja fram nokkurt fé að ráði til að afstýra atvinnuleysi og þau hafa held- ur ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á sig vaxandi útgjöld af aukinni framfærslu. Bæjarfélög, sem þannig er ástatt um, neyðast því óhjákvæmilega til þess að leita aðstoðar ríkisvaldsins í einhverju formi, en eiga þá á hættu að verða að afsala sér um leið nokkru af sjálfsforræði sinu. En það orkar ekki tvímælis, að óæskilegt er og jafnvel óeðlilegt að taka það sveitar- félag undir eftirlit, sem komizt hefur í fjárþrot ein- vörðungu vegna aflabrests eða annarra óviðráðanlegra orsaka. Ef ekki á illa að fara, verður hið opinbera að koma nú þegar til hjálpar í þessum efnum til að tryggja og auka atvinnulífið. Virðist í því skyni fyrst og fremst koma til greina að stuðlað verði að því, að afurðir landsmanna séu, að svo miklu leyti sem unnt er, fullunnar í landinu sjálfu. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði, verður að telja mjög miður farið, að t. d. afli togaranna, sé fluttur út óunninn á sama tíma og fjöldi hraðfrystihúsa og annarra fiskiðjuvera standa ónotuð og fjöldi manns á sömu stöðum er atvinnulaus. Gjaldeyrisverðmæti aflans vex og stórlega, ef hann er seldur sem unnin vara svo frá þvi sjónarmiði einnig, er æskilegt að sú stefna sé upp tekin, sem lagt er á í 1. tölul. tillög- unnar. I þessu sambandi má og benda á, að veiði- dögum togaranna hlýtur og að fjölga ef unnt væri að losa í irinlendri höfn nærri fiskimiðum. Það er vitað mál, að vegna fjárhagsörðugleika margra togaraútgerða, liafa forráðamenn þeirra neyðzt til að senda þá utan með aflann til að geta sem fyrst fengið andvirði hans. Það ber því brýna nauðsvn til að trvggja togurunum nægilegt rekstrarfé með hag- kvæmum kjörum svo að útgerðinni verði ekki fjár- hagslega um megn, að liggja með saltfisk og láta verka hann. En rekstrarlán til togaranna eru nú mjög af skomum skammti og algerlega ófullnægjandi. Þá verður og óhjákvæmilegt að auka lánveitingar til fry'stihúsa og annarra fiskkaupenda, svo að þessir aðilar geti greitt fiskinn við móttöku, sbr. 2. tölul. Víða i kaupstöðum og kauptúnum skortir mikið á, að nægilega góð aðstaða sé fyrir hendi til að taka á móti og hagnýta mikið magn af fiski og er því þörf úrbóta á því sviði og er 3. tölul. tillögunnar við það miðaður. í sumum kaupstöðum eru t. d. ekki nægilega fullkomin eða afkastamikil frystihús. Þau þyrfti því að stækka og endurbæta. f öðrum kaupstöðum vant- ar fiskimjölsverksmiðju eða þær, sem þar eru fyrir, eru alltof litlar. Á þessu þarf að ráða bót, ef nægi- lega góð nýting aflans á að fást. f enn öðrum kaup- stöðum vantar aðstöðu til að framleiða ís, en það er eitt af skilyrðum fyrir því, að skipin fáist til að losa afla sinn í ákveðinni höfn, að þau geti þar fengið nauðsynjar sínar þar á meðal ís. Framleiðsla hans þyrfti því að koma upp sem víðast. Til þess að unnt sé að taka á móti fiski til söltunar og fullverka hann verður að reisa þurrkhús, þar sem þau eru ekki enn fyrir hendi. í ýmsum útgerðarstöðum er skortur nauðsynlegra uppskipunartækja mjög tilfinnanlegur og ber ríkis- valdinu að greiða fyrir innflutningi þeirra og stuðla að því, að hafnarsjóðir viðkomandi staða geti eign- azt þau. Grundvallarskilyrði, að hagkvæmum rekstri útgerð- arinnar er meðal annarra það, að unnt sé að fá nauð- synjar hennar á forsvaranlegu verði. En nokkuð hef- ur skort á að svo sé. Með öllu virðist óþarft að fullunnar tunnur séu fluttar til landsins, heldur ber að vinna að því, að innlendar verksmiðjur smíði allar þær síldartunnur, sem landið þarfnast á hverjum tíma. Með þeim hætti mætti og auka atvinnu á Siglufirði og Akureyri. Fundurinn væntir þess, að fyrir hendi sé hjá rík- isstjóminni fullur vilji til að eiga hlut að því, að draga úr þeim atvinnuvandamálum, sem nú steðja að ísl. kaupstöðum og kauptúnum og að hún verði, svo sem kostur er, fljótt og vel við þeim tillögum, sem hér liafa verið teknar til meðferðar og samþykkt- ar, enda er skjótra úrlausna þörf. Oryrk/ahæíið. Jónas Guðmundsson lagði fram og reifaði tillögu um þetta mál. Umræður urðu nokkrar en tillagan síðan samþvkkt með 8:2 atkv. Sjá: Álykt- anir VI. Nefndii. Þá komu fram tillögur um, að kosnar

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.