Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 23
SVEITARSTJÓRNARMÁL 21 væri mun rneiri, enda kæmi og meginhluti söluskatts- ins þaðan. Benti á, að rétt mundi að athuga, hvort ekki væri eðlilegra að miða við lægri tölu en 500, að því er kauptúnin varðaði. . Kl. var nú orðin 19,30 síðd. og var fundi frestað til kl. 10 árdegis daginn eftir. Föstudaginn 12. okt. kl. 10 árdegis hófst fundui að nýju. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Ólafui A. Kristjánsson, var nú mættur og voru þá allir bæjarstjórar landsins komnir til fundarins. Aðalforseti setti fundinn og veitti hinum ný komna bæjarstjóra orðið, og lýsti hann ástandi og horfum í Vestmannaeyjum í atvinnu- og fjárliags málum. Þá var gengið til dagskrár og tekið til meðferðai að ræða tillögur og álit nefndanna frá því deginum áður, svo og spurzt fyrir um nýjar tillögur, er fundar- menn krmnu að vilja bera fram. Til máls tóku: Bjarni Þórðarson, Jón Guðjóns- son, Ásgrímur Hartmannsson, Steinn Steinsen. Er- lendur Björnsson, Jón Kjartansson, Ólafur Kristjáns- son, Gunnar Thoroddsen, Friðfinnur Árnason og Jónas Guðmundsson. Tóku sumir til máls oftar en einu sinni. Ýmsar ábendingar komu fram varðandi frv. um söluskattinn einkum að því er snerti 2. og 3. gr. Var talið að þörf væri nokkurra breytinga á frv. frá því sem það nú væri orðað. Jónas Guðmundsson stakk upp á því, að kosnar yrðu 3 nefndir, atvánnumálanefnd, fjáröflunarnefnd og allsherjarnefnd, er tækju til meðferðar þau mál er fyrir lægju svo og ábendingar, er fram hefðu komið og kynnu að berast. Tillaga þessi var samþykkt og urðu nefndirnar þannig skipaðar eftir tilnefningu Jónasar Guðmunds- sonar: Atvinnumúlanefnd: Bjami Þórðarson, Jón Guð- jónsson, Jón Kjartansson, Ólafur Kristjánsson og Björgvin Bjarnason. F/áröflunarnefnd: Gunnar Thoroddsen, Ásgrím- ur Hartmannsson, Ragnar Guðleifsson, Jónas Guð- mundsson. AJIsher/arnefnd: Steinn Steinsen, Erlendur Björns- son, Friðfinnur Árnason, Sveinn Finnsson og Helgi Hannesson. Framkomnum málum var siðan skipt milli nefnd- anna eftir því, sem bezt þótti henta. Jón Kjartansson las upp og gerði grein fyrir til- lögu varðandi mótmæli gegn því, að Tryggingarstofn- un ríkisins hefði heimild til að ganga að tryggustu útsvörum sveitarfélaganna ef vanskil yrðu á greiðsl- um þeirra. Tillögunni var vísað til allshn. Bjarni Þórðarson ræddi um, að mestu máli skipti að atvinnumálin væru í góðu lagi og atvinna handa öllum. Gerði grein fyrir tillögum um hagnýtingu á afla togaranna og las upp ýtarlega greinargerð í því sambandi. Málinu v'ísað til atvinnumálanefndar. Nefndir ákváðu fundi kl. 10 árdegis daginn eftir. Næsti fundur var boðaður kl. 2,30 síðdegis næsta dag að loknum hádegisverði hjá forsætis- og félags- málaráðherra, en boð þar um hafði borizt fundar- mönnum í þessu. Fundi slitið kl. 12 árdegis. Kl. 1 síðdegis sama dag fóru fundarmenn í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur austur að Soginu og skoð- uðu mannvirki þau, sem þar eru í smíðum. Fannst mönnum mikið til þeirra vinnubragða koma einkum vöktu jarðgöngin en þau voru 280 m. að lengd mikla aðdáun gestanna. Ferðalag þetta fór hið bezta fram og var komið til Reykjavíkur um kl. 7 síðdegis. Kl. 7,30 var setzt að kvöldverði i boði Reykjavikurbæjar í Sjálfstæðis- húsinu. Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thor- oddsen, stjórnaði hófinu, er fór hið prýðilegasta fram. Þar voru ræður fluttar, mungát teygað og matur snæddur. Veizlunni lauk um miðnætti og fór þá hver heim til sín eftir ánægjulega kvöldstund. Nefndir hófu störf um kl. 10 árdegis, laugardag- inn 13. okt. en kl. 12,15 komu fundarmenn saman að Hótel Borg og neyttu þar hádegisverðar í boði forsætis- og félagsmálaráðherra, Steingrims Stein- þórssonar. Bauð hann fundarmenn velkomna með ræðu og ámaði þeim heilla í störfum. Aðalforseti fundarins þakkaði ágætt boð og rausnarlegar veiting- ar. Kl. 2,45 síðdegis hófst fundur að nýju. II. vara- forseti, Helgi Hannesson, setti fundinn og veitti orðið formanni allshn. Stein Steinsen, er hóf umræður og gerði grein fyrir tillögu um útsvarsmál. Til máls tóku um tillöguna: Erlendur Björnsson, Bjarni Þórðar- son og Ásgrímur Hartmannsson, er töldu nauðsyn á frekari ákvæðum til tryggingar útsvarsinnheimtu. Tillaga allshn. var samþykkt og var hún þannigr Útsvarsmál. „Fundur bæjarstjóra, haldinn í Reykja- vík dagana 10.—13. okt. 1951, skorar á stjórn Sam- bands ísl. sveitarfélaga að undirbúa breytingar á út- svarslögunum, sem tryggi betur en nú er innheimtu útsvara hjá starfsmönnum óskilvísra atvinnurekenda." Steinn Steinsen, formaður allshn. gerði grein fyrir

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.