Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 21
SVEITARST J ÓRNARMÁL 19 FRÁ SETNINGU BÆJARSTJÓRAFUNDARINS. Talið frá vinstri: Friðfinnur Arnason, bæjarstjóri, Húsasák. Sveinn Finnsson, bæjarstjóri, Akranesi, Bjami Þórðarson, bæjarstjóri, Neskaupstað, Helgi Hannesson, bæjarstjóri, Hafnarfirði, Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, ísafirði, Tómas Jónsson, borgarritari, Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Reykjaxák, Jónas Guð- mundsson, skrifstofustjóri, Eiríkur Pálsson, lögfr., Ragnar Guðleifsson, bæjarstjóri, Keflavík, Steinn Stein- sen, bæjarstjóri, Akureyri, Jón Kjartansson, bæjarstjóri, Siglufirði, Björgvin Bjarnason, bæjarstjóri, Sauðár- króki og Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri, Ólafsfirði. Á myndina vantar Erlend Björnsson, bæjarstjóra, Sej'ðisfirði og Ólaf Á. Kristjánsson, bæjarstjóra, Vestmannaeyjum, er ekki voru mættir við fundarsetningu. Af skýrslum bæjarstjóranna mátti glögglega greina, að kaupstaðir landsins eiga nú í heild við stórfellda erfiðleika að etja á ýmsum sviðum, fyrst og fremst að því er varðar fjárhags- og atvinnumál. Þá er og skortur á nauðsynlegu rekstrarfé mjög áberandi. í sumum kaupstöðum hefur atvinna og tekjustofnar brugðizt svo stórlega um lengri tíma að mjög alvar- lega horfir. Forseti greindi nú frá því, að fyrirhuguð ferð að Sogsvirkjuninni hæfist kl. 1 síðd. daginn eftir og yrði lagt upp frá bæjarskrifstofum í Reykjávík en kvöldverður mundi snæddur í Sjálfstæðishúsinu að ferð lokinni. II. varaforseti, Helgi Ilannesson, tók nú við fund- arstjórn og veitti Gunnari Thoroddsen, borgarstjóra, orðið, en hann var framsögum. nefndar þeirrar, er fengið hafði til meðferðar að gera sér grein fyrir leiðum í þá átt að létta útgjöldum af bæjarsjóðunum. Borgarstjórinn greindi frá þvi, að nefnd þessi hefði tekið ýmis mál til meðferðarJ þessu sambandi, en einkum hefði verið rætt um eftirfarandi mála- flokka: Lögreglumál, skólamál, skuldir ríkissjóðs vegna lögmæltra framlaga til sveitarfélaga til ákveðinna framkvæmda, sjúkrahúsakostnað, brunamál og lán- stofnun vegna sveitarfélaga. 1) \7arðandi lögreglumál hefði nefndin orðið ásátt um að mæla með því, að frv. um lögreglumenn, sem útbýtt hafði verið á fundinum næði fram að ganga, en í frv. þessu sé gert ráð fyrir því, að ríkið greiddi allan kostnað af lögreglumálunr, enda mæltu. öll rök með því, að sá háttur yrði upp tekinn. 2) Nefndin hefði ekki séð ástæðu til á þessu: stigi að leggja til, að rikið tæki á sig allan kostnað af skólahaldi, þar sem ríkissjóður greiddi nú þegar megin hluta hans. 3) Nefndin mælti með því, að samþykkt væri ályktun, er fæli í sér hvatningu um, að ríkið'

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.