Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 19
SVEITARST J ÓRNARMÁL 17 Bæjarstjórafundurínn 1951. Fundur bæjarstjóra landsins hófst í Revkjavík, miðvikudaginn 10. okt. 1951, kl. 5,20 síðdegis í fundarsal bæjarstjórnar Reýkjavikur í Eimskipafélags- liúsinu. ' Til þessa fundar höfðu verið boðaðir bæjarstjórar allra kaupstaða landsins, en þeir eru 13 að tölu. Á fundinum mættu eftirtaldir fulltrúar: Frá Reykjavík: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. — Akranesi: Sveinn Finnsson, bæjarstjóri. — fsafirði: Jón Guðjónsson, bæjarstjóri. — Sauðárkróki: Björgvin Bjarnason, bæjarstjóri. — Siglufirði: Jón Kjartansson, bæjarstjóri. — Ólafsfirði: ÁsgTÍmur Hartmannsson, bæjarstjóri. — Akureyri: Steinn Steinsen, bæjarstjóri. — Húsavík: Friðfinnur Árnason, bæjarstjóri. — Seyðisfirði: Erlendur Björnsson, bæjarstjóri. — Norðfirði: Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri. — Vestmannaeyj.: Ólafur Á. Kristjánsson, bæjarstj. — Keflavik: Ragnar Guðleifsson, bæjarstjóri. — Hafnarfirði: Helgi Hannesson, bæjarstjóri. Komu þvi alhr bæjarstjórar landsins til fundarins. Þegar fundur hófst voru bæjarstjóramir á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum ekki mættir en komu siðar á fundinn. Ennfremur voru mættir á fundinum Jónas Guð- nrundsson, skrifstofustjóri, form. Sambands ísl. sveit- arfélaga, Tómas Jónsson, borgarritari, varaform. þess, Eiríkur Pálsson, skrifstofustjóri Sambandsins og Páll Lindal, lögfr., starfsmaður Revkjavikurbæjar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, form. undirbúningsnefndar, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Lýsti Irann síðan aðdraganda að fundarhaldi þessu, er var á þá lund, að tillaga um slíkan bæjarstjóra- fund var samþykkt á síðasta Landsþingi Sambands Sá er þó munurinn, að ríkið getur ekki losn- að við þá, þótt það byrli þeim áfengi og geri þá fulla. Það telst ekki varða embættismissi að verða fullur. Ég tel fráleitt, að rétt sé að stofna til þess, að bæjarstjórar eða sveitarstjórar geti orðið slíkar byrðar á sveitarfélögum. ísl. sveitarfélaga, er háð var á Þingvöllum sumarið 1950. Flutningsmenn að tillögu þeirri hefðu verið Jón Kjartansson, bæjarstjóri á Siglufirði og Ásgrímur Ilartmannsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði. í framhaldi af þessari samþykkt hefðu nokkrir bæjarstjórar komið saman og kosið sérstaka nefnd, er hafa skyldi for- ustu um slikt fundarboð. I nefnd þessa hefðu verið kosnir: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Helgi Hannesson, bæjarstjóri og Ragnar Guðleifsson, bæjarstjóri. Undirbúningsnefnd þessari hefði nú þótt tilhlýði- legt og ástæður til að efna til bæjarstjórafundar og hefði verið til hans boðað með símskeyti. Greindi borgarstjórinn síðan nokkuð frá störfum nefndarinnar, varðandi undirbúning að fundinum, og hvert væri aðalmarkmið með fundarhaldinu, en það sé, að ræða um sameiginleg vandamál kaupstað- anna, einkum fjárhags- og atvinnumál, og leitast við að finna leiðir eða lausnir í því sambandi á yfirstand- andi erfiðleikum, er bæjarstjórarnir gætu orðið ásátt- ir um og stuðla síðan að því, að samþykktir er gerðar yrðu, næðu fram að ganga hjá Alþingi og ríkisstjórn, svo að með þeim liætti yrði unnt að draga úr þeim fjárhags- og atvinnuvandamálum, er flestir kaupstað- irnir ættu við að striða, enda þótt þau væru af nokk- uð mismunandi toga spunnin á hverjum stað. Síðar á fundinum kynnu að verða lagðar fram til- lögur til samþykktar í þessum málum. Undirbúningsnefnd hefði haft um þessi efni náið samstarf við form. og varaform. Samb. ísl sveitar- félaga, þá Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóra og Tómas Jónsson, borgarritara. Þá lýsti borgarstjórinn yfir því, að hann væri reiðu- búinn að láta sýna bæjarstjórunum það markverðasta, er þeir kynnu að vilja sjá eða kynnast af stofnunum bæjarins. Ennfremur bauð hann þeim í ferðalag austur að Sogsvirkjuninni næst komandi föstudag og síðan til kvöldverðar í Reykjavík að ferð lokinni. Þá tók til máls Jónas Guðmundsson, skrifstofustf. í félagsmálaráðuneytinu og form. Samb. ísl. sveitar- félaga. Bauð hann bæjarstjórana velkomna í nafni sambandsins og ræddi nokkuð um væntanleg störf og viðfangsefni fundarins. Kvað vel á því fara, að fundurinn einbeitti sér að fáum en fastmótuðum atriðum og gerði samþykktir þar um. Lýsti yfir því, að stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga væri fús til að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.