Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 14
12 SVEITARST J ÓRNARMÁL Undanfarna tvo vetur liafa piltar fengið kennslu í hirðingu véla og fræðilega kennslu. þannig er reynt að láta skólastarfið þjóna atvinnulífi kaupstaðarins og efla það. Þegar rnestur afli hefur borizt á land á ver- tíð, svo að skortur á vinnuafli hefur hamlað framleiðslunni, hefur Gagnfræðaskólanum verið lokað um nokkra daga (10—12), og nemendurnir sendir í framleiðslustörfin. Árið 1947 hófst bygging gagnfræðaskóla- liúss í Vestmannaevjum ásarnt fimleikasal. Vonir standa til, að byggingin verði fokheld á þessu ári. Um 20 ára skeið hafa iðnaðarmenn í kaup- staðnum rekið iðnskóla, sem jafnframt er rekinn sem kvöldskóli fyrir aðra en iðnnema. Skóli þessi er starfræktur í leiguhúsnæði Gagnfræðaskólans. Þá má geta þess, að Aðventistar reka sér- stakan bamaskóla fyrir sin safnaðarböm. Bæjarstjóm Vestmannaeyja hefur samþykkt að stofna fastan vélskóla fyrir bæinn í gamla rafstöðvarhúsinu og nota vélarnar þar handa skólanum. Það er mikilvægt framfaramál fyr- ir atvinnulífið í bænum. Sjómannaskóla og húsmæðraskóla vantar í bæinn. Þeirn menn- ingarmálum hlýtur að verða hrint í fram- kvænrd í nánustu framtíð. Stórhýsi góðtempl- ara er í smíðum. í því húsi verður einnig sjó- mannaheimili. SÖNGLISTIN. Síðan urn aldamót hafa lifað og starfað í Eyjurn ekki færri en 12 söngkórar, 5 karla- kórar, 6 blandaðir kórar og 1 kvennakór. Flestir hafa kórar þessir dáið aftur drottni sínum eftir skamma tilveru. Þó ekki allir. Elzti söngkór í Eyjum er Vestmannakór- inn, stofnaður árið 1925. Stofnandi hans og stjórnandi lengst af var Brynjólfur Sigfússon, organisti Landakirkju. Segja má með sanni, að sá góði maður væri forvígismaður söng- og hljómlistarmála í Eyjum um fjörutíu ára skeið. — Karlakór Vestmannaeyja var stofn- aður 1941, og er hann einnig enn við lýði. Þá er kirkjukór Vestmannaeyja mikilsmet- inn, hefur getið sér góðan orðstír og er nú talinn einn af betri kirkjukórum landsins. Stjórnandi hans er Ragnar G. Jónsson nú- verandi organisti Landakirkju. Skortur á söngstjórum hefur háð starfi hinna kóranna að nokkru leyti að undanförnu. Fyrsta Lúðrasveit í Eyjum hóf starf 1904. Síðan hafa verið þar 4 lúðrasveitir hver eftir aðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem nú lif- ir ánægjulegu sönglistarlífi, var stofnuð 1939. Stofnandi hennar og stjórnandi frá upphafi, er Oddgeir Kristjánsson, ungur Eyjaskeggi, sem vakið hefur athygli fyrir dægurlög sín. Ekki má gleyma danshljómsveitum sam- komuhúsanna, þar sem ánægjan lifir og ást- in lifnar hjá unga fólkinu og endurglæðist hjá hinu eldra og lífsreynda við jasshljóma og dægurlagadúra. NIÐURLAGSORÐ. Það er ýmsum erfiðleikum háð að rækja, það sem kallað er rnennta- eða menningarlíf á slíkum stöðurn sem í Eyjum, þar sem allur þorri nranna er bundinn framleiðslustörfum til sjávarins mestan hluta ársins, stundum fjarri heimilum sínum. Þó vona ég að full- yrða megi, að Eyjabúar standi ekki að baki öðrum landsmönnum í þeim efnum. Fólkið er duglegt, harðgert og athafnasamt. Æsku- lýðurinn mannvænlegur. Heimilin bera hús- mæðrunum yfirleitt vott um myndarskap og þrifnað. Unnið er að því eftir föngurn að skipuleggja bæinn vel og snyrtilega, en hann byggðist í upphafi ört og óskipulega. Fegr- un hans og þrifnaður allur er mörgum Eyja- búum áhugamál, sem betur fer. Framfaramálin þokast fram. Öflugt at- vinnulíf er undirstaðan. í atvinnulífinu hefur

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.