Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 12
10 SVEITARSTJÓRNARMÁi anna og heiti þeirrar samþykktar breytt til samræmis við það. Leggur þingið til, að launin falli innan rannna 1.—4. ilokks í drögum þeim að sam- ræmdri launasamþykkt, sem nú liafa verið gerð fyrir kaupstaði. Felur þingið stjórn sambandsins að vinna að þessu máli. Samþykkt samhljóða. c. Sveitarstjórnarlaganefnd. Tillögur nefndarinnar: I. Landsþing Sambands íslenzkra sveitar- félaga fagnar því, að ríkisstjórnin hefur nú orðið við margendurteknum áskorunum sambandsins um að skipa nefnd til að end- urskoða sveitarstjórnarlöggjöfina og semja frumvarp eða frumvörp um þau efni. Landsþing sambandsins hafa urn mörg undanfarin ár livatt til þess, að gagngerð endurskoðun yrði látin fara fram á sveitar- stjórnarlöggjöfinni og að ný löggjöf yrði sett um tekjuöflun sveitarfélaganna og lagt fram ýmsar tillögur >um æskilegar breyt- ingar á þessum efnum. Sambandsþingið hefði því getað vænzt þess, að samráð yrði haft við sambandið um skipun nefndar til að endurskoða sveit- arstjórnarlöggjöfina og telur það miður farið að nefndin skyldi skipuð án þess að sambándinu gæfist kostur á að tilnefna a. m. k. einn fulltrúa í nefndina. Umræður urðu um tillöguna. Komu fram í umræðunum tvær breytingartillögur, önn- ur um að vísa aðaltillögunni aftur til nefnd- arinnar. Var hún felld með öllum þorra atkvæða. Hin breytingartillagan, sem er viðbótartillaga við aðaltillöguna, var sam- þykkt með meginþorra atkvæða gegn 6. Tillagan var þannig: „Lýsir sambandsþingið þessu yfir, án þess að í yfirlýsingunni felist vantraust á þá menn, sem eru í nefndinni.“ Var síðan aðaltillagan með viðbótartil- lögunni samþykkt samhljóða. II. 6. landsþing Sambands íslenzkra sveitar- félaga fagnar frumvarpi því til laga um lög- heimili, sem lagt hefur verið fram á Al- þingi, og telur ýmis ákvæði þess spor í rétta átt, hins vegar telur 6. landsþing Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga nokkra galla á því og að ósamræmis gæti í hinum ýmsu greinum þess og felur því stjórn sambands- ins að athuga frumvarpið nánar. Athuga þarf m. a.: 1. Nánari skilgreining á löglieimili og heimili. 2. Ekki er víst að saman fari ákvæði 3. gr. um tímalengd atvinnu og hreinar árstekjur. Samþykkt samhljóða. d. Fjárhagsnefnd. Framsögumaður Stefán Jónsson, Hafnar- firði. Tillögur nefndarinnar I. Nefndin leggur til, að reikningar sam- bandsins árin 1955—1958 verði samþykktir. Samþykkt í einu liljóði. II. Nefndin leggur til, að tillaga stjórnar- innar um hækkun árgjalds til sambandsins verði hækkað í kr. 1.50 fyrir hvern íbúa og að hækkunin verði látin gilda fyrir árið 1959. Svofelld breyting var gerð á síðari tillögu fjárhagsnefndar:

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.