Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 25
SVEI l ARSTJÓRNARMÁL 23 Avarp félagsmálaráðherra. H’erra þingforseti, virðulegir þingfulltrú- ar og gestir. Mér er það raikill heiður og ánægja, að ávarpa landsþing Sarabands íslenzkra sveit- arfélaga, liið 6. í röðinni, sem háð hefur verið frá stofnun sambandsins. Samband íslenzkra sveitarfélaga er ung stofnun, aðeins 14 ára gömul, að því er mér er tjáð, eða einu ári yngri en lýðveldi á íslandi hið síðara. Engu að síður hefur það unnið sér mikilsverðan þegnrétt í liinu íslenzka þjóðfélagi. Ber þar fyrst og fremst tvennt til. í fyrsta lagi hafa valizt til for- ystu í sambandinu harðduglegir áhuga- nrenn, sem átt hafa hlut að því að móta það og hazla því völl innan þjóðfélagsins og stofnana þess. Ég ætla að engum sé órétt- ur ger, þó einn þessara manna sé nefndur í Jtessu sambandi, öðrura fremur, en það er Jónas Guðmundsson, sem verið hefur for- maður stjórnar sambandsins frá upphafi og frarakværadastjóri þess um skeið. Hann var á sínum tíma frumkvöðull þess, að sam- bandið var stofnað og liefur síðan með sín- um alkunna dugnaði og hyggindum átt sinn drjúga hlut að Jrví að móta starfsemi þess og uppbyggingu. Hin ástæðan fyrir því, að Samband ís- lenzkra sveitarfélaga hefur öðlazt mikils- verðan Jjegnrétt í þjóðfélaginu, er sú, að Jiað hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Samkvæmt lögum sambandsins er hlutverk Jress fjórþætt. í fyrsta lagi, að vinna að aukinni fræðslu um málefni íslenzkra sveitarfélaga og efla samstarf þeirra í milli. í öðru lagi, að koma fram sem heild í málefnunr sveitarfélaganna, þegar þess ger- ist Jxirf. í þriðja lagi, að vinna að því, að æðri stjórnarvöld taki réttmætt tillit til óska og Jtarla sveitarfélaganna, m. a. með því að fulltrúar þeirra séu tilkvaddir, er mikilvæg- ar ákvarðanir eru teknar um málefni, sem sérstaklega varða sveitarfélögin. Og í fjórða lagi, að vinna að auknu sam- starfi um alhliða menningarmál í hinum ýmsu sveitarfélögum. Það liggur í augum uppi, að hér er ekkert smáræðis verkefni, sem hvílir á herð- um Sambands íslenzkra sveitarfélaga, en það og stjórn Jjess hefur látið til sín taka á öll- um þessunt sviðum og ég ætla með góðum

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.