Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Page 28
26
SVEITARSTJÓRN AR M Á L
árangri. Margt ai því er e. t. v. almenningi
lítt kunnugt, en sumt liggur hverjum manni
í augum uppi, svo sem hið myndarlega tíma-
rit, Sveitarstjórnarmál, sem samband sveit-
arfélaganna hefur gefið út allar götur síðan
1947, og ég vil segja, að hverjum manni,
sem við sveitarstjórn fæst, sé bráðnauðsyn-
leg handbók, til þess að geta fylgzt með
því, sem gerist á sviði sveitarstjórnarmála
á landinu á hverjum tíma.
Þá minni ég á það hér, að Samband ís-
ienzkra sveitarfélaga hefur haft bein og
óbein afskipti af og áhrif á ýmis löggjafar-
málefni sveitarfélaganna þeim til hagsbóta
og á vafalaust eftir að gera það í enn rík-
ara mæli. Slíkt er í alla staði eðlilegt og
sjálfsagt, enda eru þingfulltrúar og stjórn-
endur sveitarfélagasambandsins kunnugri
þeim málum en aðrir og vita bezt, hvar
skórinn kreppir.
Sveitarfélögin eru mjög gamlar stofnan-
ir. Ýmsir fræðimenn telja, að hrepparnir
sétt lil komnir á landnámstíð. Sé það rétt,
eru þeir liinar elztu félagslegu stofnanir á
fslandi aðrar en hjúskapur og heimilishald,
sem hvorttveggja er raunar byggt á sifjum
og samningum. Hins vegar hafa sveitarfé-
lögin — hrepparnir fornu — tekið margvís-
legum breytingum af eðlilegum ástæðum.
Verkefni þeirra hafa tekið breytingum með
þróun þjóðfélagsins gegnum aldirnar.
Stjórn þeirra og staðartakmörk hafa sömu-
leiðis tekið breytingum af sömu ástæðum.
í hinum fornu þjóðveldislögum, Grágás,
eru ákvæði um það, að í löghrepp skuli
vera 20 bændur hið fæsta og þurfti lög-
réttuleyfi til að hreppar með færri bænd-
ur gæti haldizt.
Hreppsnefndarmenn r'oru kallaðir sókn-
armenn og verkefni þeirra var að taka við
tíundarframtölum manna og eiðfestingu
þeirra, skipta þurfamannatíund, sem var
fjórði hluti af tíund hvers gjaldanda. Enn
fremur skiptu þeir matgjöfum, sem svo
voru nefndar, og ráðstöfuðu þurfamönnum.
Nokkurra fleiri verkefna þeirra er getið, en
skipting fátækratíundar og matgjafa var
fyrst og fremst við það miðuð, að koma í
veg fyrir að menn yrðu framfærsluþurfar.
Hrepparnir höfðu og öðru hlutverki að
gegna, sem var einstætt, a. m. k. meðal
norrænna þjóða, en það var gagnkvæm
ábyrgð hreppsmanna á vissu tjóni, er að
höndum kynni að bera. Þetta var gagn-
kvæm búfjárábyrgð og eldsvoðaábvrgð. Bú-
fjárábyrgðin tók til þess, ef nautgripir féllu
af sótt og greiddust bætur, ef fjórðungur
penings féll eða meira. Eldsvoðaábyrgð tók
til stofu, eldhúss og búrs og einnig til
kirkju eða bænahúss. Skaðabótum var jafn-
að niður á bændur eftir fjáreign þeirra.
Tilgangur með þessari gagnkvæmu ábyrgð-
artryggingu hefur án efa verið sá, að koma
í veg fyrir að slík óhöpp gerðu menn að
þurfamönnum.
Þegar fram liðu stundir, bættust við ný
og ný hlutverk sveitarfélaganna, svo sem
fjallskil, vega- og brúargerðir, auk allra
hinna fjölmörgu verkefna, sem sveitar- og
bæjarfélög hafa í dag og ykkur öllum eru
kunn.
Nú er svo komið, að bæjar- og sveitar-
félögin ráðstafa til sinna þarfa talsvert veru-
legum hluta af öllum þjóðartekjunum og
bæjar- og sveitarfélög skipa svo háan sess
í þjóðfélaginu, að réttur þeirra til þess að
ráða sjálf málefnum sínum er verndaður
af ákvæðum sjálfrar stjórnarskrárinnar.
Það hefur að sjálfsögðu giundvallarþýð-
ingu fyrir þjóðina, að þessa réttar sveitar-
félaganna til þess að ráða sjálf málefnum
sínum sé neytt með skynsemi og fyrir-
hyggju og með velferð þegnanna fyrir aug-
um. Menn greinir að sjálfsögðu á um þessa
hluti, menn greinir eðlilega á um, hvað sé
skynsamlegt og æskilegt og livort þetta eða