Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Síða 30
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL TÓMAS JÓNSSON: Um útsvarsskyldu. Hvar er gjaldþegn útsvarsskyldur? Nokkrar lauslegar hugleiðingar fluttar á VI. lands- þingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga í ágúst 1959. Þó að enginn skattur, beinn né óbeinn, muni njóta sérstakra vinsælda lijá sjálfum gjaldendunum, þá býst ég við, að við al- menna skoðanakönnun myndu útsvörin hljóta einna fæsta formælendur. Það hefur lengi legið hér í landi kunn- ingsskaparins, að útsvör þyki fallin til efl- ingar óánægju og tortryggni, fyrst og fremst um fjárhæð eigin útsvars, en oft ekki síður við samanburð á útsvörum náungans og ná- unganna. Þó standa málin svo enn, að langmestur hluti allra tekna sveitarsjóðanna til al- mennra þarfa, eru útsvör, sem er jafnað niður samkvæmt útsvarslögunum, eftir efn- um og ástœðum. Hér í Reykjavík eru um 90% tekna til reksturs bæjarsjóðsins aflað með almennum útsvörum, og víða mun sú handraðstala hærri, en óvíða lægri. Er hér aðeins átt við nauðsynlegar tekjur til að standa straum af útgjöldum sjálfs bæjarsjóðsins, en ekki rekstrartekjur sjálf- stæðra fyrirtækja: Hafnar, Rafmagnsveitu, Hitaveitu, Vatnsveitu, S.V.R., B.Ú.R. Þó skömm sé frá að segja, veit ég ekki nákvæmlega um niðurjöfnun útsvara á ís- landi alls árið 1958; sennilega munu þær fjárhæðir hafa numið nál. 400 millj. kr., og mun meira í ár (1959). Hér er því um töluverða fúlgu að ræða, sem verður ekki tekin sársaukalaust né árekstralaust. Fulltrúa á þessu þingi varðar miklu, að það er oft álitamál, hvar rétt sé samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma, að leggja útsvar á gjaldþegn, hvar hann sé útsvars- skyldur.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.